Klíkuskapur þjóða?

Meintur klíkuskapur þjóða hefur lengi loðað við Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og athygli vekur að aðeins eitt land í vesturhluta Evrópu komst áfram í kvöld.

Ef Tékkland er talið í þeim hópi, þótt það hafi verið austan Járntjaldsins í Kalda stríðinu, komust aðeins fjögur lönd úr vestanverðri álfunni áfram í hóp þeirra tuttugu landa sem standa á sviðinu í úrslitakeppninni.

Þegar hallar á vesturhliðina og engin Norðurlandaþjóð kemst áfram, Svíar bjargast vegna þess að vera gestgjafar, finnst ýmsum að Austur-Evrópulöndin hygli hvert ööru, en þá er þess að gæta, að í gegnum árin hafa íslensku þulirnir talað tæpitungulaust um það hve eðlilegt það sé að "vinir okkar" á Norðurlöndunum gefi okkur stig og að Norðurlandaþjóðirnar gefi hverjar öðrum stig.

Í fyrrakvöld var skortur á liðsinni frændþjóða okkar fyrirfram talið há íslenska laginu.

Lyktin af meintum klíkuskap nágranna- og frændþjóða má sjá og hefur lengi mátt sjá um alla álfuna, en að hluta til er skýringin líka sú, að smekkurinn fer oft eftir land- og menningarsvæðum.

Á þeim síðustu árum, sem þátttökuþjóðum hefur fjölgað mikið í austanverðri álfunni, hafa góð lög frá vestur- og norðurhlutanum stundum komist alla leið, lög Svía, Dana og Norðmanna.

Til dæmis hefur ekkert fyrr eða síðar fengið slíka yfirburðakosningu og lag Norðmannsins Alexanders Rybaks fyrir nokkrum árum.

Vonandi verður það svo, að afburða góð lög fái verðskuldaðan framgang í keppninni.  


mbl.is Löndin sem komust áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Já, það er hroðalegt að hlusta á hvert þessi keppni er að fara. Þvílíkt rusl og ruslakista. - Með aðkomu austantjaldslandanna / Austur-Evrópu, sérstaklega, þá hurfu góð lög út í kosmosið og ruslmennskan er að verða Evrópskt einkenni. - Og með sama áframhaldi á Íslandi, sem er hætt að velja lýrísk og melódísk lög, þá munu þeir flokkast með þessu rusli, en undanfarin ár, sem og þetta, eru sterk merki um það. - Ómar, afburða góð lög sem send eru í undankeppni á Íslandi, fá ekki framgang eða val. - Klíkan er orðin alger og meiri og heimskari en nokkru sinni fyrr.

Már Elíson, 13.5.2016 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband