Hvílíkur endir!

Handritshöfundur í fremstu röð hefði varla getað skrifað magnaðri lokakafla en þann, sem gafst í leik okkar við Portúgala, þegar sjálfur Ronaldo fékk á silfurfati tvær aukaspyrnur á allra síðustu sekúndum viðbótartímans, sem var að vísu runninn út á klukkunni rétt eins og leiktíminn sjálfur.

Þetta var lyginni líkast, hvernig minnsta örþjóð sem spilað hefur á stórmóti í knattspyrnu, kom í veg fyrir að stórveldisþjóð í knattspyrnu gæti nýtt sér það að vera "betra liðið."

En eins og allt annað í knattspyrnu veit Lars Lagerback allt um það hvernig á að bera sig að til þess að nýta sér þá einföldu staðreynd, að það eru mörkin sem telja og dagurinn í dag var ekki bara venjulegur tímamótadagur að fá að hlaupa með landslið inn á í fyrsta leik á stórmóti, heldur að ná svona úrslitum gegn einu af bestu landsliðum heims.


mbl.is Stórkostleg byrjun á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjaldan verið eins stoltur

Pétur Axel Pétursson (IP-tala skráð) 14.6.2016 kl. 22:17

2 identicon

Eitt þó tekur engu tali,

tekst ekk að skilja enn, 

þeir gáfu svo glatt á Portúgali,

ef gefa átti á eigin menn! sealed

Þjóðólfur í Fótakefli (IP-tala skráð) 14.6.2016 kl. 22:21

3 identicon

...er samt stoltur... Dómararnir voru í hinu liðinu! embarassed

Þjóðólfur í Fótakefli (IP-tala skráð) 14.6.2016 kl. 22:27

4 Smámynd: Már Elíson

Nú verður fyrst gaman að sjá okkar menn á móti Ungverjum og Austurríki.....

Már Elíson, 14.6.2016 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband