Verðskulduð verðlaun, - kalla á samt á bragarbót hér heima.

Forseti okkar hefur fengið verðskulduð verðlaun fyrir drjúgt framlag sitt varðandi orku- og umhverfismál heimsins.

Hann gaf þann tón strax í nýjársávarpi í kjölfar sjónvarpsþáttar, sem ég gerði um þá áhættu sem tekin væri með stórfelldu inngripi í samsetningu lofthjúpsins.

Ég sauð þann þátt upp úr dönskum þætti með nafninu "Hið kalda harta hafanna".

Daginn áður hafði Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, haldið sína áramótaræðu og blásið á allt tal um loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra.

Þar væri verið að mála skrattann á vegginn. Og hann klykkti út með orðununm: "Skrattinn er leiðigjarnt veggskraut."

En fyrr eða síðar verðum við Íslendingar að horfast í augu við það, að við verðum gera bragarbót varðandi þá fullyrðingu að öll okkar innlenda orkuvinnsla sé úr "hreinum og endurnýjanlegum orkugjöfum" og standist alþjóðlegar kröfur um sjálfbæra þróun.

Í vinnslu jarðvarma til raforkuframleiðslu er að afar miklu leyti stunduð rányrkja vegna ágengrar orkuvinnslu sem tæmir orkuhólfin neðanjarðar.

Á því sviði verðum við Íslendingar að taka forystu meðal þjóða í stað þess að leyna þessum "óþægilega sannleika."


mbl.is Veitt bandarísk heiðursverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bull, Ómar. Óverðskulduð verðlaun. Forseta ræfillinn var að reyna að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Ég minnist þess ekki að Óli hafi verið talsmaður þess að spara orku, að hann hafi  varað við útblástri ál- og kísilvera, né vakið athygli á hlýnun jarðar. Þetta var allt meira og minna egosentrískt orðagjálfur, enda hefur hann zero þekkingu á málefninu. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.6.2016 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband