Dásamleg atlaga að "íslenskri skrílmenningu".

Eftir 60 ára reynslu af því að kynnast því fyrirbæri, sem má kalla "íslenska skrílmenningu" á þúsundum skemmtana og fleiri sviðum þjóðlífsins um allt land er dásamlegt að sjá hvernig íslenskir áhangendur knattspyrnulandsliðsins og landsliðið sjálft hafa orðið að fyrirmynd annarra þjóða um það hvernig eigi að taka þátt í erlendum viðburðum.

Ekki þarf annað en að minnast þess hvernig lögreglustöðin í Reykjavík var grýtt á hverju gamlárskvöldi fram yfir miðja síðustu öld og líta á fréttaflutning af skrílæði á útisamkomum frá þeim tíma og æ síðan, auk þess að kynnast fylleríi og slagsmálum á helgarsamkomum til að sjá, hve hegðun, framkoma og skipulagning í sambandi við þátttöku okkar í EM hefur varpað ljóma á land okkar og þjóð.

Þótt svo kunni að fara að lið okkar komist ekki áfram á morgun hefur Ísland þegar unnið stórsigur, ekki bara sem íþróttaþjóð, heldur sem menningarþjóð.


mbl.is Ísland unnið sér inn mikla virðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski að lögreglustöðin hafi verið grýtt vegna þess að sumir þurftu að sitja inni á meðan aðrir þurftu alls ekkert að sitja inni.  Núna má skríllinn ekki einu sinni halda upp á 17. júní.  Skrítið að Sigurður Ingi treysti sér til að horfa á leikinn innan um þetta pakk.  

http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/06/19/biggi-logga-bidst-afsokunar-a-oryggissvaedinu-a-austurvelli/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.6.2016 kl. 09:33

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Sérstakt að sjá Forsætisráðherra og fleiri ráðherra spóka sig í Frakklandi mekka Evrópu. Þeir eru gestir þjóðar sem kann að mótmæla ef að stjórnvöld brjóta á þegnum sínum. Sjálfir voru þeir svo hræddir að fá egg í hausinn á Austurvelli 17.júni að almúganum var gert að halda sig langt frá á bak við víggirðingu á meðan að elítan sat undir tjaldi.Allir sem vilja geta auðvitað heimsótt Frakkland og skellt sér á leiki en vonandi passar Forsætisráðherra  sig og hans fólk á að vera í öryggisgleri svo að almúginn flækist nú ekki fyrir honum.foot-in-mouth

Ragna Birgisdóttir, 21.6.2016 kl. 10:07

3 identicon

Margt skrítið þessa dagana.  Hr. Thoroddsen fer úr að neðan til að nálgast pöpulinn - umvafinn ættarnafninu einu saman.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.6.2016 kl. 11:28

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þúsundir Íslendinga geta sem sagt drukkið áfengi erlendis án þess að tryllast.

Eins og einnig er raunin hér heima á Klakanum.

Þorsteinn Briem, 21.6.2016 kl. 14:15

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Unga kynslóðin núna er sú fyrsta í meira en öld þar sem vaxandi fjöldi innan hennar telur lífsgæði vera fólgin í því að halda sig frá vímuefnum undir kjörorðinu "heilbrigð sál í hraustum líkama."

Ómar Ragnarsson, 21.6.2016 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband