Hjálmurinn bjargar mörgum. Þarf að binda hann.

Ég get tekið undir með Sigmari Breka Sigurðssyni og hans fólki um það hvernig hlífðarhjálmur getur bjargað fólki, bæði ungu og gömlu frá stórslysi og jafnvel örkumlum og dauða.

Fyrir rúmum tveimur mánuðum reyndi ég þetta á sjálfum mér ég varð fyrir bíl og kastaðist upp á framrúðuna á reiðhjólinu mínu, braut framrúðuna með hjálmnum og kastaðist síðan eins og Sigmar Breki, og í svona slysi er um að ræða tvo árekstra, hinn fyrri við bílinn, en hinn síðari jafnvel miklu harðari við að lenda úr fluginu á malbikinu.

Ég hef nefnt hið síðarnefnda "að lenda í árekstir við gatnakerfi Reykjavíkur."

En það er ekki nóg að hafa hjálm ef hann er ekki bundinn með bandi undir hökuna.

Því miður hefu ég séð of marga með hjálminn óbundinn, og þá er hætta á því að hjálmurinn hafi fokið af í fyrri árekstrinum og hinn síðari því orðið án hjálms.


mbl.is Hjálmurinn bjargaði Sigmari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband