Í ósamræmi við áróðurinn gegn okkur.

Lengst af þessu EM-móti hafa heyrst raddir um það að lélegt íslenskt landslið hafi komist áfram á því að leika leiðinlega varnarknattspyrnu, þar sem leikmennirnir þyrptust í vörn og hugsuðu bara um að koma í veg fyrir að betri mótherjar skoruðu.

Þessar raddir hljóta að þagna þegar nú liggur fyrir að íslenska liðið er eina liðið sem hefur skorað mörk í öllum leikjum sínum og alls átta mörk.

Og þessi mörk hafa ekki verið einhver vítaspyrnumörk heldur gullfalleg mörk og flest að afloknum flottum sóknarleik, stundum með allt að átta sendingum eftir endilöngum vellimum.


mbl.is Ísland eina liðið sem skoraði í öllum leikjum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og hverjir skoruðu fleiri en tvö mörk á EM 2016 gegn Evrópumeisturunum  Frakklandi? Svar: Ísland en Ísland vann seinni hálfleikinn í þeim leik 2-1 :)

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 7.7.2016 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband