Það þarf mikið til að deyfa París. "Við ilm af rósum".

París hefur alla tíð verið sveipuð sérstökum ljóma í huga mér, eða allt frá því er þeir Gunnar Hansen leikstjóri og Einar Pálsson leikari leiddu mig í Iðnó, 12 ára gamlan, inn í veröld Vesalinganna eftir Victor Hugo, og franskrar byltingarsögu.

Þótt Karl Lagerfeld kvarti yfir því að ekki sé sami glamúrinn yfir borginni og hér í den tid þegar amerískar kvikmyndir vörpuðu ljóma á gleðilífið sem beið þeirra útlendinga sem þangað komu, eru sögustaðirnir alls staðar og gefa borginni einstakan blæ.

Fyrir meira en aldarfjórðungi reyndi ég að túlka þetta með því að gera svohljóðandi texta um París við lagið La vie en rose.

 

VIÐ ILM AF RÓSUM.

 

Man ég frá bernsku lítið ljóð

við lag sem minnir mig á þjóð

sem elskar lífsins ástaróð

og æskufjör með funheitt blóð: 

 

Lifnar mynd um lygna á,

um langanir og þrá

og ilm af rauðum rósum.

Signubakka bárust frá

svo blíðir ómar þá

frá frönskum þokkadrósum.

 

Man ég kaffihúsaklið

og kyrrð um lágnætti

og ilm af lokkum ljósum.

Frönsk rómantík veitti fró, engu lík,

og færði´okkur allt sem við þráum og kjósum.

 

Man ég æ þann ástarfund

og unaðslegu stund á franskri grund.

 

Heyri ég harmonikkuseið

hvar sem ég fer á lífsins leið.

Þeir frönsku tónar titra enn

og töfra bæði fljóð og menn.

 

Ó, þú ástarinnar borg

með ærsl og gleði´og sorg

og ilm af rauðum rósum,

glaða götulistamenn,

sem ganga´um strætin enn

með frönskum þokkadrósum.

 

Engin borg er eins og þú

sem okkur veitir nú

það allt, sem helst við kjósum.

 

Ósk ef mér veittist í síðasta sinn

er siglir mitt lífsfley að ævinnar ósum,

vildi´ég eiga ástarfund

og eyða ljúfri stund

á franskri grund, -

 

lalalalalala, lalalalalala, lalalala.  


mbl.is Karl Lagerfeld segir París hreina martröð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Óttinn við hryðjuverk er fyrirferðarmikill í hugum Vestur-Evrópubúa þessi misserin.

Það er ekki að undra, því tölfræðilegar upplýsingar sýna að hryðjuverkum í Vestur-Evrópu hefur fjölgað á síðustu tveimur árum miðað við árin næst á undan.

Sé horft lengra aftur í tímann kemur þó á daginn að hryðjuverkaógnin var síst minni í Vestur-Evrópu fyrir nokkrum áratugum.

 

Fyrirtækið Datagraver hefur tekið saman upplýsingar um hryðjuverk í Vestur-Evrópu frá árinu 1970 og sett upp í myndræna töflu sem sjá má hér fyrir neðan:" 

Mynd með færslu

Súlurnar sýna fjölda fólks sem hefur látið lífið í hryðjuverkaárásum en bláa línan sýnir fjölda árása hvert ár.

Þorsteinn Briem, 15.7.2016 kl. 18:36

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Óttinn við hryðjuverk er fyrirferðarmikill í hugum Vestur-Evrópubúa þessi misserin.

Það er ekki að undra, því tölfræðilegar upplýsingar sýna að hryðjuverkum í Vestur-Evrópu hefur fjölgað á síðustu tveimur árum miðað við árin næst á undan.

Sé horft lengra aftur í tímann kemur þó á daginn að hryðjuverkaógnin var síst minni í Vestur-Evrópu fyrir nokkrum áratugum.

 

 

 

 

 

Fyrirtækið Datagraver hefur tekið saman upplýsingar um hryðjuverk í Vestur-Evrópu frá árinu 1970 og sett upp í myndræna töflu sem sjá má hér fyrir neðan:" 

Mynd með færslu

 

 

Súlurnar sýna fjölda fólks sem hefur látið lífið í hryðjuverkaárásum en bláa línan sýnir fjölda árása hvert ár.

Þorsteinn Briem, 15.7.2016 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband