Rasismi fyrr og nú.

Rasismi var fullgilt hugtak og meira en það fyrir 80 árum, - en aldrei heyrði maður því haldið fram að andóf Winstons Churcills gegn rasisma Hitlers væri rasisma af Churchills hálfu.

Því síður að rasismi væri "ónýtt hugtak", svo mikill örlagavaldur sem hann varð fyrir þær ca. 50 milljónir manna sem fórust í heimsstyrjöld af hans völdum.

Aldrei í sögu mannkyns hefur rasismi orðið að eins svakalegum ógnvaldi gagvart þjóðum og mannkyni öllu og á árunum 1933-45. Heil heimsstyrjöld, lang mannskæðasta stríð allra tíma, var háð vegna þessa uppgang rasisma, sem gaf sér þá forsendu, að aðeins einn skilgreindur kynþáttur, kynþáttur svonefndra aría, væri æðri og merkari til sálar og líkama en aðrir kynþættir, svo sem slavar í austanverðri Evrópu.

Því gegnir furðu að lesa skrif og heyra ummæli þess efnis nú, að rasismi sé "ónýtt" orð eða hugtak í umræðunni, sem ekki sé hægt að nota og eigi því ekki að nota.

Rasisminn sem fór hamförum 1933-45 byggðist á því að einn kynþáttur bæri svo mjög af öðrum, að nauðsynlegt væri að hann drottnaði yfir heimsbyggðinni eða í það minnsta Evrópu.

Aðrir kynþættir skyldu vera undirokaðir og nokkurs konar þrælar fyrir "ofurmennin".

Grundvallaratriði rasismans er skýrt:  Kynþættir eru misjafnlega vel gerðir og sé kynþáttur betur gerður en annar, á hann að drottna en hinar lakari manneskjur að þola það að vera niðurlægðar, éta skít úr hnefa og gera sig ekki breiðar.  

Nú má heyra ýmsa snúa þessu á haus og tala um rasisma þegar því er andæft að sumir kynþættir séu svo miklu lakari en aðrir að líf þeirra sé miklu minna virði en líf hinna æðri kynþátta.

Það er gegn þessu sem blökkumenn og fleiri hafa risið í Bandaríkjunum með því að segja að líf svartra skipti máli, alveg eins og líf hvítra.

En þá rísa gagnrýnisraddir meðal hvítra sem telja að með þessu stundi blökkufólkið sjálft rasisma.

Tilgangurinn getur varla verið annar en sá að drepa umræðunni á dreif og leggja andófið gegn mismunun svartra og hvítra að jöfnu við ofríkið sem stundað er.

Þetta er augljóslega órökrétt, þegar gerður er samanburður á átökum nasista og þeirra sem andæfðu rasisma Hitlers, því að sé andófsfólk nú stimplað sem rasistar, hafa andstæðingar Hitlers væntanlega verið það líka, svo sem Winston Churchill. 

   

 


mbl.is „Rasískt“ að segja svört líf skipta máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Rasismi er vissulega fullgilt hugtak sem hefur skýra merkingu. Þann sem gerir upp á milli fólks á grundvelli kynþáttar, (og raunar þjóðernis, venjunni samkvæmt) er hægt að kalla rasista, aðra ekki.

Gallinn við hugtakið er hins vegar sá að það nær í raun ekki yfir það þegar gert er upp á milli fólks, ekki á grunni kynþáttar, heldur á grunni menningar, trúarbragða, kyns og kynhneigðar. Slíkir fordómar eru ekki síður vandamál í dag en eiginlegur rasismi. En þarna vantar okkur kannski gott og skýrt hugtak?

Þorsteinn Siglaugsson, 11.7.2016 kl. 20:36

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Rasismi er víst ónýtt hugtak, og ég skal segja þér af hverju: vegna þess að fólk notar það sem blótsyrði, oftast á þá sem eru þeim ósammála.

Hversu mikill rasisti Churchill var er þar algert aukaatriði. (Hann var svakalegur rasisti - var gífurlega í nöp við indverja, svona sem eitt dæmi, gekk líka með þær grillur að S-evrópubúar væru eitthvað annars flokks, osfrv.  Rasisti.  Það var sko the thing to be bakk in ðe dei.)

Ásgrímur Hartmannsson, 11.7.2016 kl. 20:58

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er nú í fyrsta lagi munur á orði og hugtaki. Hugtak hefur tiltekna merkingu og hún breytist ekki þótt orðið sem lýsir hugtakinu sé notað í annarri merkingu. Orðið "asni" á til dæmis við hugtakið asni, sem er skepna nokkur, en orðið er líka notað um vitleysinga.

En er þá orðið "rasismi" ónýtt? Þá væri illt í efni. Fjölmörg orð eru misnotuð. Er orðið "kommúnisti" ónothæft, "frjálshyggjumaður", "múslimi", "ofsatrúarmaður", nú, eða "asni" öll ónýt? Auðvitað ekki.

En Churchill var rasisti, það er alveg rétt, þótt hann hafi nú ekki viljað útrýma þeim kynþáttum sem hann áleit óæðri.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.7.2016 kl. 21:51

4 identicon

Vissulega hefur orðið rasisti ekki sömu merkingu í dag og áður. Í dag er orðið notað af vinstrimönnum í örvæntingarfullum tilraunum til að þagga niður umræðu sem þeir treysta sér ekki í.

Þessi breytta notkun er ekkert bundin við Ísland, athygli vekur að andstæðingar ESB í Bretlandi, svokallaðir Brexitar eru ásakaðir um rasisma af því að þeir vilja sjálfstætt og óháð Bretland utan ESB. Það er víst orðið nóg til að vera rasisti í dag. Og það merkilega er, að meirihluti Breta eru rasistar af þessum sökum.

Annað gott dæmi er að þeir sem vara við uppgangi öfga-íslam eiga víst líka að vera rasistar, þó svo að öfga-íslam (sem er að verða mainstream íslam) hafi ekkert með kynþátt eða litarhátt að gera, og nánast ekkert með trú.

90% morða á svörtum í Bandaríkjunum eru framin af öðrum svörtum. Það ku víst vera rasismi að benda á þessa staðreynd, þó svo að tölurnar (frá FBI komnar) séu óumdeildar.

Fólk eins og Semi Erla Serdar (sem er á fullu að skapa sér stöðu á framboðslista Samfylkingar fyrir næstu kosningar) er ágætt dæmi um manneskju sem hefur misnotað orðið. Hún notar hvert tækifæri til að að ásaka Ísraela um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir, en á sama tíma þegir þunnnu hljóði um raunverlegt þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir á Kúrdum sem landar hennar í Tyrklandi eru sekir um.

Vinstrimönnum er reyndar sérlega tamt að misnota helför nasista á gyðingum í þágu málstararins, og reyna að hengja orðið rasisiti um háls andstæðinga öfga-íslam, jafnvel þó svo að þeir viti, að verstu gyðingahatarar heimsins séu einmitt íslamistar, sem eru þeir einu sem hafa beinlínis á stefnuskrá sinni að eyða Ísrael og gyðingum.

Ofangreint eru helstu ástæður þess að orðið rasisti hefur misst upprunalegu merkingu sína.

Hilmar (IP-tala skráð) 11.7.2016 kl. 22:40

5 identicon

Einn grundvallarmunur er á milli Evrópubúa og Afríkubúa, en hann er sá að Evrópumenn eru blandaðir Neanderthalsmanninum. Því hefur jafnvel verið haldið fram að sá síðarnefndi  hafi verið bláeygur og ljós yfirlitum, jafnvel rauðhærður, en ekki veit ég hvort það sé sannað.                                                     

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 11.7.2016 kl. 22:44

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og sá sem heldur þessu fram, þ.e. að rasismi sé ,,ónýtt hugtak", hann segist vera kennari.  Eg segi fyrir minn hatt, - eg er bara hættur að botna í hvernig hægri-öflin hafa farið með þetta land.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.7.2016 kl. 23:42

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 12.7.2016 kl. 00:13

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

""Það ber að viðurkenna að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum.

Hafi mannréttindi verið fyrir borð borin og lítilsvirt, hefur slíkt í för með sér siðlausar athafnir, er ofboðið hafa samvisku mannkynsins, enda hefur því verið yfir lýst, að æðsta markmið almennings um heim allan sé að skapa veröld, þar sem menn fái notið málfrelsis, trúfrelsis og óttaleysis um einkalíf og afkomu.

Mannréttindi á að vernda með lögum.
Að öðrum kosti hljóta menn að grípa til þess örþrifaráðs að rísa upp gegn kúgun og ofbeldi."

Þannig hefst inngangur Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna
sem samþykkt var hinn 10. desember 1948.

Með henni var lagður grundvöllur að uppbyggingu hins alþjóðlega mannréttindakerfis og hún hefur með árunum orðið viðurkennt leiðarljós þeirra sem vinna að eflingu og virðingu mannréttinda og þeirra sem mannréttindi eru brotin á um heim allan."

Mannréttindahugtakið - Mannréttindaskrifstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 12.7.2016 kl. 00:15

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Stjórnarskrá - Lög sem geyma helstu reglur um stjórnskipun ríkis og helstu grundvallarmannréttindi.

Stjórnarskrá er æðri öðrum réttarheimildum."

"Grundvallarmannréttindi - Mannréttindi sem vernduð eru af mannréttindasáttmálum og yfirlýsingum."

Lögfræðiorðabók með skýringum - Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.

Þorsteinn Briem, 12.7.2016 kl. 00:17

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. ..."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 12.7.2016 kl. 00:18

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Það ber að viðurkenna að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum."

"Mannréttindi á að verja með lögum."

"Þannig hefst inngangur Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var 10. desember 1948 [til að mynda af íslenska ríkinu]."

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna

Þorsteinn Briem, 12.7.2016 kl. 00:20

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"73. gr. Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.

Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.

Tjáningarfrelsi
aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 12.7.2016 kl. 00:21

13 identicon

Því miður hefur orðið rasismi verið misnotað af múslimum og þó aðallega þjósleikjumönnum íslams á vesturlöndum.  

Rasismi er viðbjóður byggður á gerfivísindum og hefur ekkert að gera með eðlilega andúð á óberminu íslam.

Sama fólk hefur notað orðið íslamófóbía til að vekja hugrenningatengsl við orðið hómófóbía.

Hómófóbía er ömurlegt fyrirbæri byggt á fordómum gagnvart fólki sem vill aðeins fá að njóta lífsins eins og það er.  

Íslam er "by default" hómófóbískt afstyrmi og að vera á móti því hefur ekkert að gera með fordóma heldur heilbrigða dómgreind.

imbrim (IP-tala skráð) 12.7.2016 kl. 01:52

14 identicon

Stjórnmálamenn kalla sinn rasisma utanríkisstefnu.

http://ruv.is/frett/frakkar-vildu-halda-ahrifum-i-n-afriku

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.7.2016 kl. 09:49

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag:

"Óttinn við hryðjuverk er fyrirferðarmikill í hugum Vestur-Evrópubúa þessi misserin.

Það er ekki að undra, því tölfræðilegar upplýsingar sýna að hryðjuverkum í Vestur-Evrópu hefur fjölgað á síðustu tveimur árum miðað við árin næst á undan.

Sé horft lengra aftur í tímann kemur þó á daginn að hryðjuverkaógnin var síst minni í Vestur-Evrópu fyrir nokkrum áratugum.

Fyrirtækið Datagraver hefur tekið saman upplýsingar um hryðjuverk í Vestur-Evrópu frá árinu 1970 og sett upp í myndræna töflu sem sjá má hér fyrir neðan:"

Mynd með færslu

Súlurnar sýna fjölda fólks sem hefur látið lífið í hryðjuverkaárásum en bláa línan sýnir fjölda árása hvert ár.

Þorsteinn Briem, 15.7.2016 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband