70% brautarinnar eru innan brautakerfis hinna brautanna.

70% NA-SV brautar Reykjavíkurflugvallar liggur innan kerfis flugbrauta og akbrauta hinna brautanna. Þennan meginhluta brautarinnar er tæknilega ekki hægt að afmá. Reykjavíkur-flugvöllur, kort

Eftir standa 30% sem eru suðvestan við brautarkerfið eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Þar er Valssvæðið og nýr vegur sem kominn er milli þess og vallarsvæðisins merkt með rauðum hring og punktalínu.

Ástæða þess að taka þarf brautina úr notkun er sú, að byggingarkranar og síðar blokkir á versta hugsanlega stað fyrir brautina, eins nálægt enda hennar og hægt var, gera NA-enda hennar ónothæfan fyrir aðflug úr norðaustri.Höfuðb.sv. kort

Á móti kemur, að með því að skekkja brautina til um 2-3 gráður og lengja hana til suðvesturs, eins og sýnt er á myndinni, er hægt að taka hana í notkun að nýju, svo framarlega sem ákafinn í að ráðast að flugvellinum er ekki svo mikill að vaðið verði í að reisa hið snarasta hverfi þar sem rauða punktanlínan er.

Bygging slíks hverfis er í óþökk íbúa Skerjafjarðarhverfisins, og á meðan flugvöllurinn verður þarna er engin leið að réttlæta uppbyggingu þarna með því að hún sé nálægt miðju höfuðborgarsvæðsins.

Frá þessu hverfi eru 6,5 kílómetrar að miðju byggðar höfuðborgarsvæðisins innarlega í Fossvogi og 2,5 kílómetrar til Reykjavíkurtjarnarnar, sem taldist vera miðja höfuðborgarbyggðarinnar árið 1938 þegar bæjarstjórn Reykjavíkur ákvað að hefja byggingu flugvallarins.

En síðan þá eru liðin 72 ár og íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um meira en 160 þúsund, úr 45 þúsund upp í 210 þúsund. nær öll fjölgunin austan við Snorrabraut.  

Ekki bólar neitt á því að NA-SV braut Keflavíkurflugvallar verði tekin í notkun, sem sett var sem forsenda fyrir lokun NA-SV brautarinnar.

Enda er það því miður oft svo hér á landi, að ekki er ráðist í öryggisráðstafanir fyrr en svo og svo mörg mannslíf hafa tapast.

Dæmi af handahófi: Tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar, nú síðast banaslys á gatnamótum Hafnavegar og Reykjanesbrautar, vegrið við Hvalfjarðarveg á sínum tíma.   


mbl.is Neyðarbraut breytt í flugvélastæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þessi hugmynd þín um flugvöllinn er fyrir margt löngu úr sögunni eins og hér hefur margoft komið fram og dómur Hæstaréttar liggur fyrir í málinu, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 13.7.2016 kl. 16:32

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.3.2013:

"Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði.

Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112.000 fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á  byggingarlandinu.

Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Dagur B. Eggertsson sem staðgengill borgarstjóra undirrituðu samninginn á Reykjavíkurflugvelli.

Samningurinn var samþykktur í borgarráði með öllum greiddum atkvæðum á fundi þess í morgun.

Í samningnum segir að sameiginlegt markmið ríkis og Reykjavíkurborgar sé að koma svæðunum sem losna við lokun norður/suður og austur/vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar (stundum kölluð litla flugbrautin) í uppbyggingu með hag beggja samningsaðila að leiðarljósi.

Fjöldi íbúða og fyrirkomulag á svæðinu verður útfært í deiliskipulagi undir forystu umhverfis- og skipulagssviðs."

Ný 800 íbúða byggð í Skerjafirði - Reykjavíkurborg

Þorsteinn Briem, 13.7.2016 kl. 16:33

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.2.2012:

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur


"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:

Þorsteinn Briem, 13.7.2016 kl. 16:35

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 10.6.2016:

"Hæstiréttur dæmdi borginni í hag í málaferlum okkar gegn ríkinu um lokun þriðju flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.

Bæði dómar héraðs- og Hæstaréttar eru mjög afdráttarlausir og eyða óvissu um næstu skref, lokun þriðju brautarinnar og uppbyggingu á Hlíðarenda.

Það er mikils virði að dómarnir taka einnig á þeim áhyggjum sem settar hafa verið fram um öryggismál og önnur atriði sem sett hafa verið fram sem rök gegn því að efna eigi fyrirliggjandi samninga.

Ráðherra hefur frest til 29. september næstkomandi til að loka brautinni en eftir það leggjast dagsektir á ríkið.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur tekið af skarið um að sá frestur verði virtur.

Uppbygging á Hlíðarenda getur því hafist af krafti enda ekki vanþörf á. Þar munu rísa 600 íbúðir með verslun og þjónustu á jarðhæð."

Þorsteinn Briem, 13.7.2016 kl. 16:36

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík starfa langflestir vestan Kringlumýrarbrautar og á því svæði eru stærstu vinnustaðirnir í Reykjavík.

Og langflest hótel og gistiheimili í Reykjavík eru vestan Kringlumýrarbrautar.

Í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík eru samtals um 20 þúsund nemendur og kennarar og á Landspítalanum starfa um fimm þúsund manns.

Vestan
Kringlumýrarbrautar er enn verið að þétta byggðina og auka atvinnustarfsemi, til dæmis með því að reisa stór hótel og hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar.

Hversu mikil atvinnustarfsemi er til að mynda í Háaleitis- og Bústaðahverfinu, Laugardalssvæðinu, Grafarvogi, Grafarholti, Árbænum og Breiðholtinu?!

Reykvíkingar
eru 58% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

Og ef einhverjir geta talið upp meiri atvinnustarfsemi í Reykjavík en vestan Kringlumýrarbrautar, einhverju öðru sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu eða utan þess, þætti mér gaman að sjá það.

Þorsteinn Briem, 13.7.2016 kl. 16:42

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykvíkingar starfa flestir vestan Kringlumýrarbrautar og þar er nú verið að þétta byggðina.

Kannanir sýna að helmingur núverandi starfsmanna Landspítalans býr í innan við 14 mínútna hjólafjarlægð í vinnuna og fjórðungur starfsmanna býr í innan við 14 mínútna göngufjarlægð.

Þar er langtímastaðsetningin farin að móta rétt búsetumynstur, þar sem fólk býr nálægt vinnustað en keyrir ekki borgarenda á milli.

Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt


Og þeir sem starfa bæði og búa vestan Kringlumýrarbrautar, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu, geta gengið eða hjólað í vinnuna, í stað þess að fara þangað akandi frá austurhluta Reykjavíkur, sem þýðir mun meiri innflutning á bensíni, meira slit á götum og bílum, meiri mengun og mun fleiri árekstra í umferðinni.

Þorsteinn Briem, 13.7.2016 kl. 16:43

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, stærsta vinnustað landsins, starfa um 4.700 manns og mikilvægt að sem flestir þeirra búi nálægt sjúkrahúsinu, meðal annars til að minnka bensínkaup, slit á götum og bílum.

Nú býr um helmingur
þessara 4.700 starfsmanna í minna en fjórtán mínútna hjólafjarlægð frá sjúkrahúsinu.

Og ákveðið hefur verið að Landspítali-háskólasjúkrahús verði áfram við Hringbraut.

Ætlunin er að byggja að minnsta kosti sex hundruð íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu og mjög stórir vinnustaðir eru skammt frá því svæði, til að mynda Landspítalinn, Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands, og líklegt að margir sem þar starfa kaupi íbúðir á Hlíðarendasvæðinu, í stað þess að búa langt frá þessum vinnustöðum.

Það sparar þeim mikil bensínkaup, löng ferðalög á milli heimilis og vinnustaðar, miklar og margar umferðartafir og jafnvel kaup á bíl, þar sem einn bíll getur nægt á heimili í stað tveggja.

Þar af leiðandi getur verið hagstæðara að búa nálægt vinnustað, enda þótt íbúðir séu dýrari þar en langt frá vinnustaðnum.

Þorsteinn Briem, 13.7.2016 kl. 16:46

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hlutfallslega flestir svarendur [í Reykjavík] vilja helst búa í vesturhluta borgarinnar, miðbæ og nærliggjandi hverfum, borið saman við núverandi búsetu.

Um helmingur svarenda býst við að flytja og skipta um húsnæði innan fimm ára.

Um 87% reikna með að flytja innan borgarinnar og þar af um helmingur innan sama hverfis.

Af nýbyggingasvæðum er miðbærinn vinsælastur og næst kemur Vatnsmýri."

Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga árið 2013

Þorsteinn Briem, 13.7.2016 kl. 16:47

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík:

Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu
1. janúar 2014:

Reykjavík 121.230 (58,1%),

Kópavogur 32.308 (15,5%),

Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),

Garðabær 14.180 (6,8%),

Mosfellsbær 9.075 (4,4%),

Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).

Samtals 208.531.

Sunnan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) 73.845 íbúar.

Í Laugardal, Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi 74.970 íbúar.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi 14.519 íbúar.

Á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ, Miðbæ, Hlíðum, Holtum, Túnum og Teigum 45.064 íbúar, 30.545 fleiri en í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Og póstnúmer 105 Reykjavík er að langmestu leyti í Hlíðum, Holtum og Túnum vestan Kringlumýrarbrautar.

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu
, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er því vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, nálægt Klambratúni (Miklatúni) og því skammt frá Landspítalanum.

Þorsteinn Briem, 13.7.2016 kl. 16:48

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um tvö hundruð hótel og gistiheimili eru nú þegar vestan Kringlumýrarbrautar og hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen, skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur nú tekið þar til starfa.

Þar að auki eru þar meðal annars Landspítalinn, stærsti vinnustaður landsins, þrír háskólar með um 20 þúsund kennara og nemendur, bankar, CCP, stærsta fiskihöfn landsins, og fjölmargir aðrir stórir vinnustaðir ríkisins og Reykjavíkurborgar.

Vestan Kringlumýrarbrautar eru einnig um eitt hundrað matsölustaðir, krár og kaffihús og við Laugaveg einan eru um tvö hundruð verslanir, þar sem eitt þúsund manns starfa, tvöfalt fleiri en í Kringlunni, svo og fjöldinn allur af öðrum verslunum, til að mynda við Hverfisgötu og Skólavörðustíg.

Á Vatnsmýrarsvæðinu verður geysimikil uppbygging og að minnsta kosti 600 íbúðir verða á Hlíðarendasvæðinu einu.

"Heitasta svæði" landsins er því vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 13.7.2016 kl. 16:50

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar er nú verið að byggja eða nýbúið að byggja um 1.250 íbúðir:

Um 200 íbúðir Búseta við Einholt og Þverholt,

um 100 stúdentaíbúðir í Brautarholti 7,

um 140 íbúðir í Stakkholti,

um 180 íbúðir í Mánatúni,

um 80 íbúðir á Lindargötu 39 og Vatnsstíg 20-22,

um 20 íbúðir á Lindargötu 28-32,

um 90 íbúðir á Höfðatorgi,

um 140 íbúðir á Lýsisreit við Grandaveg,

um 20 íbúðir í Skipholti 11-13,

um 70 íbúðir á Mýrargötu 26,

um 20 íbúðir á Hljómalindarreit milli Laugavegar og Hverfisgötu,

um 70 íbúðir á Frakkastígsreit milli Laugavegar og Hverfisgötu,

um 40 íbúðir á Tryggvagötu 13,

um 80 íbúðir austan Tollhússins.

Einnig verða til að mynda um 200 íbúðir á Barónsreitum, um 60 á Hverfisgötu 96 neðan við Laugaveg 77, um 20 á Frakkastíg 1, um 170 við Slippinn í Vesturbugt, um 170 í Austurhöfn við Hörpu og um 100 við Guðrúnartún.

Þar að auki verða til dæmis um 350 stúdenta- og starfsmannaíbúðir við Háskólann í Reykjavík, um 100 íbúðir við Stakkahlíð fyrir námsmenn og aldraða og um 80 íbúðir við Keilugranda í samstarfi KR og Búseta.

Og einnig er ætlunin að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu.

Alls verða því byggðar á næstunni að minnsta kosti 2.100 íbúðir í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar í viðbót við þær 1.250 íbúðir sem þar er verið að byggja eða nýbúið að byggja.

Samtals 3.350 íbúðir vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

Og einnig er nýbúið að byggja og verið að byggja íbúðir á Seltjarnarnesi.

Þorsteinn Briem, 13.7.2016 kl. 16:52

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Umferðarmiðstöðin (BSÍ) við Hringbraut er aðalumferðarmiðstöð höfuðborgarsvæðisins og langflest hótel og gistiheimili, um tvö hundruð, eru vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 13.7.2016 kl. 16:54

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar er byggðin mun þéttari en austan Elliðaáa en þar eru samt stór opin svæði, Klambratún (Miklatún), Öskjuhlíð, Nauthólsvík, Ægisíða og Hljómskálagarðurinn.

Þar eru einnig einkagarðar við langflest íbúðarhús og í mörgum tilfellum bæði framgarðar og bakgarðar.

Alls áttu 40.295 lögheimili í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar 1. janúar 2013, rúmlega þriðjungur Reykvíkinga, þar af 15.708 í 101 Reykjavík, 16.067 í 105 Reykjavík og 8.520 í 107 Reykjavík.

Og þá áttu þar lögheimili 7.915 börn (sautján ára og yngri eru skilgreindir sem börn), þar af 2.659 í 101 Reykjavík, 3.203 í 105 Reykjavík og 2.053 í 107 Reykjavík, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Þar að auki starfa flestir Reykvíkingar vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 13.7.2016 kl. 16:55

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auðvelt er fyrir mörg ung pör, sem enn búa í foreldrahúsum, að leggja fyrir, til að mynda samtals 200 þúsund krónur á mánuði í tvö ár, til að geta keypt íbúð vestan Kringlumýrarbrautar, þar sem eftirspurnin er mest eftir íbúðum hér í Reykjavík.

12.2.2016:

"
Meðal­kaup­verð 100 fer­metra íbúðar í fjöl­býli í 101 Reykja­vík á fjórða árs­fjórðungi 2015 var um 414 þúsund krónur á fer­metra."

Lítil þriggja herbergja sextíu fermetra íbúð í póstnúmeri 101 Reykjavík kostar því nú að meðaltali um 25 milljónir króna.

Og til að geta keypt þannig íbúð þarf par að hafa lagt fyrir 20% af kaupverðinu, 5 milljónir króna, eða 2,5 milljónir á mann.

Sá sem leggur fyrir um 100 þúsund krónur á mánuði í tvö ár hefur safnað þeirri upphæð.

Það eru nú öll ósköpin sem það kostar núna fyrir ungt par að geta keypt íbúð í póstnúmerinu 101 Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 13.7.2016 kl. 16:59

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er of fáránlegt að staðhæfa að miðja íbúabyggðar á höfuðborgarsvæðisins sé vestan við Kringlumýrarbraut til þess að nokkur maður geti lagt trúnað á slíka staðhæfingu sem enn einu sinni er tönnlast á hér innan um þessar venjulegu um það bil í kringum 15 síendurteknu kopypaste athugasemdir.

Ekki þarf annað en að líta á kortið, sem fylgir pistlinum til þess að sjá að vestan Kringlumýrarbrautar býr aðeins innan við fjórðungur íbúa höfuðborgarsvæðsins.  

Ómar Ragnarsson, 13.7.2016 kl. 20:01

16 identicon

Algerlega rétt Ómar.

Sigurður Þórólfsson (IP-tala skráð) 13.7.2016 kl. 23:13

17 identicon

Bendi á Borgarvefsjána en þar má finna og sjá aragrúa af fróðlegum og skemmtilegum upplýsingum um Reykjavík og nágrenni. Samkvæmt vefsjánni er núverandi þungamiðja búsetu á höfuðborgarsvæðinu rétt austur af HK-heimilinu en þungamiðja búsetu í Reykjavík rétt austur af Menntaskólanum við Sund. Bestu kveðjur. 
http://borgarvefsja.reykjavik.is/borgarvefsja/#

Kjartan Magnússon. (IP-tala skráð) 14.7.2016 kl. 16:54

18 identicon

Hvað segurðu um að loka á "Steina Briem". Það skemmir blogg þitt sem er ansi oft fræðandi með fáum undantekningum.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 14.7.2016 kl. 17:28

19 identicon

Einhverntímann benti Ómar á að það væri tiltölulega fljótlegt að fletta framhjá kopypeist innleggjunum, og þar sem útlitið á þeim er frekar einkennandi fyrir SB er það enn fljótlegra. Það gerir það að vísu að verkum að ef eitthvað nýtt skyldi slæðast inn, fer það framhjá manni, en það er áhætta sem ég a.m.k. er reiðubúinn að taka...

Fyrir einhverju síðan gerði ég það mér reyndar að leik að leita að tilteknu innleggi frá honum, einfaldlega af því mér fannst það fyndið.

En ég held að það sé rétt hjá Ómari að eyða sem minnstum tíma í að eltast við að loka á umræðuna, nota frekar tímann í að segja sínar skoðanir (jafnvel þó mér finnist þær stundum vera óttaleg della, en sama gæti hann sjálfsagt sagt það sama um mínar ef ég væri duglegri að viðra þær...)

ls (IP-tala skráð) 15.7.2016 kl. 09:41

20 identicon

Það er svo annað mál að þrátt fyrir allar tillögur Ómars um hvernig t.d. núverandi byggingaframkvæmdir gætu samrýmst legu neyðarbrautarinnar og líka þessar tillögur sem hér eru lagðar fram, eru nægilega valdamiklir peningamenn búnir að ákveða að brautin (og svo flugvöllurinn allur) fari svo þeir geti grætt. Og stjórnmálamenn eru eins og svo oft áður lítil fyrirstaða.

ls (IP-tala skráð) 15.7.2016 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband