Hið hættulega gildi játninga.

Þegar Gunnari Tryggvasyni leigubílstjórna var banað lágu fyrir lík, morðstaður, morðvopn í fórum hins grunaða og hugsanleg ástæða fyrir morðinu, 

Hann játaði aldrei verknaðinn og var sýknaður. 

Í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu lá ekkert af fyrrnefndum gögnum, nema að þar lá játning fyrir, sem síðar var dregin til baka. 

Tveir menn, sem sátu vikum saman í einangrunarfangavist játuðu aldrei, en búið var að brjóta þá svo miður að litlu munaði, eftir því sem þeir hafa síðar sagt frá. 

Nú virðast Sævar Cieselski og þeir hafa haft sams konar gögn sem benda til sakleysis, en játningar Sævars í upphafi skiptu sköpum. 

Það þýðir einfaldlega að það að knýja fram játningar hefur gildi, og það hefur oft reynst hættulegt gildi, þegar litið er á tugi mála erlendis þar sem komið hefur í ljós að játningarnar voru fegnar fram með hörku í yfirheyrslum og reyndust falskar. 


mbl.is Sagt sanna sakleysi Sævars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu lágu fyrir játningar og vitnisburðir um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Sumt var dregið til baka, annað ekki. Ekki voru allar játningarnar dregnar til baka.

Dæmt var fyrir Manndráp. Gáleysi. Líkamsárás. Íkveikju. Nauðgun. Þjófnað. Skjalafals. Fjársvik. Rangar sakargiftir. Brot gegn 112. gr. almennra hegningarlaga. Ávana- og fíkniefni.

Hábeinn (IP-tala skráð) 3.8.2016 kl. 03:29

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna Geirfinnsmálsins og Guðmundarmálsins eru allir saklausir, þar sem sekt þeirra hefur ekki verið sönnuð.

Og á þeim voru framin gróf mannréttindabrot.

"Rétturinn til réttlátra réttarhalda byggir á mörgu, eins og því hvernig sönnunargögnin eru kynnt, hegðun réttarmeðlima, almennings og fjölmiðla."

"Að vera álitinn saklaus þar til sekt er sönnuð.

Réttur þessi byggir á því að dómarar gæti þess að fordómar hafi ekki áhrif á úrskurð þeirra. Þetta á einnig við um aðra opinbera starfsmenn.

Í þessu felst að opinber yfirvöld, sérstaklega lögregla og saksóknarar, láti ekki í ljós skoðanir sínar á sakhæfi sakbornings fyrr en að réttarhöldum loknum.

Jafnframt felur rétturinn í sér að yfirvöldum beri skylda til að koma í veg fyrir að fjölmiðlar eða valdamiklir hópar í samfélaginu hafi áhrif á framvindu málsins."

Réttur til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi - Ýmis mannréttindi

Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 03:46

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þegar um er að ræða sakamál er lögð rík áhersla á það sjónarmið að dómur sé byggður á réttum forsendum, þannig að saklaus maður verði ekki dæmdur fyrir brot sem hann hefur ekki framið."

"Í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu skal maður, sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi, talinn saklaus þar til sekt hefur verið sönnuð."

Um lög og rétt. - Réttarfar, Eiríkur Tómasson, 2. útg., bls. 202-204.

Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 03:47

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.9.1976:

"Karl Schütz kom hingað til lands fyrir nokkrum vikum að ósk ríkisstjórnarinnar í þeim tilgangi að veita aðstoð við rannsókn Geirfinnsmálsins og Guðmundarmálsins."

Alþýðublaðið 15.9.1976


Ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar 1974-1978

Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 03:50

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Karl Schütz var að eigin sögn sérfræðingur í að "vernda æðstu ráðamenn Sambandslýðveldisins og upplýsa mál sem vörðuðu öryggi ríkisins".

Þegar hann var farinn af landi brott lýsti hann því yfir í viðtali við þýskt síðdegisblað að meðferð gæsluvarðhaldsfanganna hafi minnt sig á blómatíð nasismans í Þýskalandi og að hlutdeild hans í málinu hafi bjargað íslensku ríkisstjórninni."

Hliðverðir dómsmorðs? - Greinasafn Sigurfreys

Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 03:52

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það hefur ekki verið sannað að Guðmundur og Geirfinnur séu dauðir.

Komi þeir fram á sjónarsviðið sprelllifandi gapa nafnleysingjarnir að sjálfsögðu:

"Hæstaréttardómurinn stendur! Þeir sakfelldu í málinu eru því sekir!"

Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 03:56

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Endurupptaka dómsmáls - 1. Það þegar mál er tekið til nýrrar meðferðar eftir að dæmt hefur verið í því."

Lögfræðiorðabók með skýringum, Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.

Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 03:58

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2016:

"Stefán Már Stefánsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands segist lesa út úr dómi Hæstaréttar í gær að hvorki löggjafinn né endurupptökunefnd geti hreyft við gildi dóms sem hefur fallið.

Einnig að þegar endurupptökunefnd meti hvort mál skuli endurupptekið þurfi viss skilyrði að vera fyrir hendi, til dæmis að komið hafi fram ný gögn og svo framvegis.

Hæstiréttur áskilur sér alltaf endanlegt mat á því hvort slík skilyrði hafi verið fyrir hendi."

Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 04:05

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2016:

"Stefán Már Stefánsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands telur að endurskoða þurfi lög um endurupptökunefndina.

Hugsanlegt sé að styrkja nefndina með ýmsum hætti.

"Ein aðferðin er sú að gera endurupptökunefnd að dómstól," segir Stefán Már."

Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 04:07

11 identicon

Ég las það fyrir mörgum árum, í einhverju íslensku tímariti, Mannlíf eða Nýtt líf eða eitthvað svoleiðis, viðtal við fangavörð sem starfaði í Síðumúlafangelsinu á þessum tíma.  Í viðtalinu lýsir hann því hvernig Sævar og fleirri voru beittir harðræði og jafnvel píndir.

Jóhannes (IP-tala skráð) 3.8.2016 kl. 13:51

12 identicon

Þeir sem dæmdir voru í máli 214 voru allir dæmdir á grundvelli þess að héraðsdómur og hæstiréttur töldu sekt sannaða. Skoðanir annara en dómstóla koma málinu ekkert við og hafa ekkert að segja. Sama er að segja um lög og reglur sem sett voru eftir atburðina.

Dæmt var fyrir Manndráp. Gáleysi. Líkamsárás. Íkveikju. Nauðgun. Þjófnað. Skjalafals. Fjársvik. Rangar sakargiftir. Brot gegn 112. gr. almennra hegningarlaga. Ávana- og fíkniefni.

Hábeinn (IP-tala skráð) 3.8.2016 kl. 16:27

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, það hafa allar játningar verið dregnar til baka.  (Man að vísu ekki með einn aðilann þarna sem lengi vel vildi ekkert tjá sig en gaf loks viðtal og þá var ljóst að játningar hans voru merkingalausar líka.)  Allir aðrir höfðu dregið til baka, sumir strax eða fljótlega.

Það er líka málið með játningar og það hefur komið í ljós á síðustu áratugum við rannsóknir fræðilega, - að ótrúlega auðvelt er að fá fram falska játningu.  Það er alveg lygilega auðvelt.  Þessvegna eru svo sterk lög núna eða reglur/verklag þar sem passað er uppá að þrýstingur sé ekki of mikill á sakborning eða grunaðann.  

Í tilfelli G&G mála, þá er það alveg rakið dæmi eða sýnishorn um óheppilegar aðfarar löggu til að fá fram játningar.  Löggan byrjar varlega, fær einn til að játa að hafa séð eitthvað, annan til að játa að hafa verið viðstaddur og svo koll af kolli, vindur sagan og svokölluðum játningum fram.  Í ljósi nýrra rannsókna þá var framkvæmd löggu alveg kjörlendi fyrir falska játningar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.8.2016 kl. 21:15

14 identicon

Ekki er alltaf hægt að vera stoltur af því að vera Íslenskur

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 3.8.2016 kl. 22:03

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er auðvitað gríðarlegur álitshnekkir fyrir réttarfarið og stofnanir í landinu.  Og þessi álitshnekkir hefur lengi legið fyrir og allir vitað af honum.  Þetta hefur bara verið falið inní fataskáp, sópað undir teppið einhvernvegin.

Það brugðust nefnilega allir.  Líka fjölmiðlar og almenningur.  

Myndaðist einhver stemming sem erfitt er að lýsa ef menn upplifðu þessa tíma ekki.  

Svo náttúrulega segir sig alveg sjálft, eftir á séð, að eitthvað undarlegt er í gangi þegar þýskur maður er fenginn af framsóknarmönnum til að stimpla einhverja opinbera sögu eða raða saman.

Reyndar ennþá sumt óljóst við aðkoma Karls að málinu.  Hann virðist ekkert hafa verið fenginn til að rannsaka neitt heldur aðeins að raða saman sögu og fá utanaðkomandi stimpil.  Soldið furðuleg hudetta.  Að grípa til slíkra ráðstafana.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.8.2016 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband