Merkileg og löng saga vanræktra stríðsminja.

Reykjavíkurflugvöllur gegndi mjög mikilvægu hlutverki í Orrustunni um Atlantshafið í Seinni heimsstyrjöldinni, en í flestumm fræðibókum um styrjöldina er þessi orrusta talin jafn merkileg og afdrifarík og aðrar helstu orrustur stríðsins, um Bretland, Moskvu, Stalíngrad, Kursk, El Alamain, Keren, Midway auk innrásarinnar í Normandy og "Battle of the Bulge", Ardennasóknarinnar í desember 1944. 

Í öllum þeim löndum, þar sem þessar orrustur hafa verið háðar, hefur verið lðgð mikil rækt við minjar um þær og söfn tengd þeim, og má nefna safn í Narvik í Noregi og stríðsminjasafnið a Reyðarfirði sem dæmi. Eiga Reyðfirðingar heiður skilinn fyrir sitt safn, sem gerir Reykvíkingum skömm til.  

Því að þessum efnum hafa Reykvíkingar dregið lappirnar og munaði minnstu að gamli flugturninni á Reykjavíkurflugvelli yrði eyðilagður fyrir tæpum áratug, en í honum fór fram hluti af stjórn Orrustunnar um Atlantshafið. 

Í Kaldaðarnesi var merkilegur vatnsturn brotinn niður og þar hefur minjum um fyrsta hernaðarflugvöllinn á Íslandi verið skipulega eytt. 

Frá Kaldaðarnesflugvelli var fyrst herjað á kafbáta frá Íslandi og fyrsti þýski kafbáturinn, sem féll í hendur Bandamanna, var tekinn með Hudson-flugvél frá Kaldaðarnesi.

Í Öskjuhlíð eru enn vígi frá stríðsárunum og bæði í stríðinu og eftir stríðið voru merkilegir braggar á vellinum auk svonefndra braggahverfa eða "kampa" hér og þar í borginni.

Þegar ég var ungur voru haldnir fjðrugir dansleikir á Hótell Ritz í Nauthólsvík.

Því er vel að braggarnir þar verði varðveittir og þeim fengið hlutverk. Djöflaeyja Einars Kárasonar felur í sér merkar bókmenntir um þennan hluta íslenskrar sögu, sem hefur verið furðulegt feimnismál og vanrækt viðfangsefni í 70 ár.

Með ólíkindum er að ekkert stríðsminjasafn skuli vera í Reykjavík og að sumir merkustu munir frá Reykjavíkurflugvelli skuli vera varðveittir á minjasafni á Hnjóti í Patreksfirði í stað þess að vera á stríðs- og flugminjasafni í Reykjavík.

Og Akureyringar með Arngrím Jóhannsson og fleiri í forystu gefa Reykvíkingun langt nef með flugminjasafninu á Akureyrarflugvelli.  

 


mbl.is Niðurníddur Bretabraggi öðlast nýtt líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjalakötturinn var fyrsta kvikmyndahúsið á Íslandi og var í sama sal og Breiðfjörðsleikhúsið, Aðalstræti 8, Reykjavík.

Þar var tekið að sýna kvikmyndir 2. nóvember 1906 og salurinn tók 300 manns í sæti."

"Þrátt fyrir að þar hafi verið rekið sögufrægt leikhús og síðar kvikmyndahús, sem sagt var elsta uppistandandi kvikmyndahús í heimi, var Fjalakötturinn rifinn árið 1985 í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar.

Nú stendur hús Tryggingamiðstöðvarinnar á sömu lóð.

Ákvörðunin um niðurrif hússins var mjög umdeild og um hana stóð töluverður styr."

Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 16:37

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef 200 þúsund erlendir ferðamenn á ári gætu til að mynda séð gamlar og nýjar kvikmyndir um sögu Reykjavíkur í Fjalakettinum og greiddu fyrir það 500 krónur hver væri aðgangseyririnn 100 milljónir króna á ári, einn milljarður króna á tíu árum.

Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 16:38

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.11.2013:

Bernhöftstorfan seld fyrir um einn milljarð króna


"Síðastliðin [fjörutíu] ár hafa Torfusamtökin verið í fararbroddi vakningar um gildi húsverndar.


Ævintýrið byrjaði árið 1973 þegar nokkrir einstaklingar með auga fyrir sérstakri fegurð gamalla íslenskra húsa og áhuga á menningarsögulegum verðmætum þeirra björguðu Bernhöftstorfunni frá niðurrifi með því að mála hana alla á einni nóttu."

Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 16:40

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bernhöftstorfuhúsin, sem reist voru á árunum 1834-1838, átti að rífa árið 1973 þegar Birgir Ísleifur Gunnarsson var borgarstjóri (1972-1978).

Fjalakötturinn
við Aðalstræti, þar sem byrjað var sýna kvikmyndir árið 1906, var rifinn 1985 í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar (1982-1991).

Kveldúlfur
var stofnaður árið 1912 og Kveldúlfshúsið við Skúlagötu var rifið.

Völundarhúsið
við Skúlagötu, reist á árunum 1904-1905, var rifið 1987 í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar.

Þorsteinn Briem, 3.8.2016 kl. 16:43

6 identicon

Sæll Ómar.

Algjörlega sammála þér að varðveita skuli þær stríðsminjar sem enn standa. Þær eru heillandi á sinn hátt og hluti af sögu Íslands.

En með fullri virðingu: Getur Steini Briem ekki komið upp sinni eigin vefsíðu?

Með kveðju.

Sigurður.

Sigurður Bjarklindsm (IP-tala skráð) 3.8.2016 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband