Sama ófremdarástand merkinga sumar eftir sumar.

Í áratugi hafa verktakar við gatnaframkvæmdir í Reykjavík komist upp með það að vanrækja svo stórlega merkingar vegna lokana gatna að oft hefur það valdið miklum vandræðum og umferðartöfum. 

Stundum, eins og eitt sinn á Suðurlandsbraut, er engin merking fyrr en ökumenn eru komnir nánast á skurðbakkann. 

Dæmin eru mýmörg, nú síðast írekað við mislæg gatnamót Vesturlandsvegar og Víkurvegar, fengu ökumenn enga vitneskju um lokun leiðar fyrr en svo seint að aka varð áfram Vesturlandsveginn og fara aðra leið, sem var þremur kílómetrum lengri. 

Enn verra var þetta eitt sinn á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Reykjanesbrautar þegar ég ætlaði að verða viðstaddur jarðarför í Vídalínskirkju en varð að krækja suður í Hafnarfjörð, til vesturs að Álftanesgatnamótum og þaðan til baka, alls um fimm kílómetra vegalengd.

Eitt sinn þurftu ökumenn að taka á sig stóran krók í gegnum þröngar götur Þingholtanna vegna framkvæmda, sem engar merkingar sáust um fyrr en komið var í óefni og ekki hægt að aka miklu skaplegri leið.

Í tilfellinu Víkurvegur-Vesturlandsvegur hefði eitt stórt skilti vestan við Höfðabakkabrú getað beint ökumönnum, sem ætluðu í austuanver Grafarvogshverfi, um Höfðabakka og Gullinbrú.  

Þetta er alveg á skjön við það sem gerist erlendis, þar sem ævinlega er látið vita nógu tímanlega fyrir ökumennn hvort þeir þurfi að fara hjáleið eða aðra leið vegna lokunar af völdum vegaframkvæmda. 

Fyrir nokkrum árum sagði ég frá því að verktaki lokaði inni 700 manna hverfi við Háaleitsbraut að morgni dags, en hefði að sjálfsögðu getað látið íbúana vita með skiltum kvöldið áður eða með því að dreifa bréfi um þetta í hús. 

Verkstjórinn brást hinn versti við þegar minnst var á þetta við hann og jós úr sér svívirðingum bálreiður.

Ég kannaði málið betur og kom í ljós að með þessu voru brotnir útboðsskilmálar, en hjá borginni fékk ég þau svör að þar á bæ væri ekki mannskapur til að fylgja þeim eftir.  


mbl.is Malbikunarvinna við Sæbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Palli er einn í heiminum". Stundum finnst mér að við Íslendingar höfum ekki enn þá lært að búa í borg eða þéttbýli.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 12.8.2016 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband