Afbrigði af "Orkunýtni - koma svo!" á morgun.

Í fyrramálið kl. 09:00 verður ræsing á sparakstri hjá Atlantsolíu við Húsgagnahöllina, en AO og FÍB standa þá að sparakstri á bílum frá Reykjavík til Akureyrar, sömu leið og ég fór á vespuhjólinu Létti í síðustu viku.  Sá leiðangur bar yfirskriftina "Orkunýtni - koma svo!" og akstur bílanna á morgun er í raun afbrigði af því. DSCN7914

Það verður afar fróðlegt að fylgjast með þessum sparakstri, því að hann byggist á svipuðu uppleggi og var hjá mér á vespuhjólinu, að líkja eftir venjulegri ferð á eðlilegum þjóðvegahraða.

Ég fór leiðina, sem farin verður á morgun, á því sem næst þjóðvegahraða,  5 klst 50 mínútum brúttó, en á 5 klukkustundum sléttum nettó, þegar frá eru dregnar tafir við enda Hvalfjarðarganga, bensínáfyllingu og áningu í Staðarskála og bensínáfyllingu í Varmahlíð.DSCN7923

Á þessari leið eyddi Léttir 9,9 lítrum sem kostuðu 1916 krónur.

Á morgun er stefnan sett á 5 klukkustundir brúttó með hálftíma áningu á Gauksmýri, sem er nokkurn veginn á miðri leið.

Í ferð Léttis var haldið áfram hringinn á svipuðum hraða, stansað í 3 klst á Akureyri til að blogga og setja á facebook. komið til Egilsstaða klukkan 22:00 og reyndist bensínkostnaðurinn frá Húsgagnahöllinni í Reykjavík alls 3195 krónur. Bensín var tekið í Reykjahlíð við Mývatn og stansað stutt til að taka myndir við Mývatn og sunnan við Möðrudal. Sunnan við brúna yfir Jökulsá á Dal var langur kafli með grófri möl, sem tafði mikið fyrir. DSCN7959

Áð var á Egilsstöðum í sex klukkustundir, þar af sofið í þrjár stundir, en síðan haldið áfram um Fjarðaleið á Austfjörðum til Reykjavíkur og farið fram hjá Húsgagnahöllinni rétt rúmlega fimm.

Bensínkostnaður á þessari bakaleið um hringveginn frá Egilsstöðum var 3590 krónur, enda leiðin næstum 50 kílómetrum lengri en norðurleiðin og einnig munaði um það, bæði á tíma og eyðslu, að ég fékk arfa vont veður á leiðinni frá Egilsstöðum til Hornarfjarðar, niðaþoku og allar tegundur af slagviðri, sem gerðu aksturinn afar skrykkjóttan og erfiðan.Léttir, Jökulsárlón

Stansað var við myndatöku yst í Stöðvarfirði í Berufirði og við Jökulsárlón, tekið bensín á Djúpavogi, í Nesjum í Hornafirði, þar sem bloggað var, Freysnesi og Vík í Mýrdal auk myndatöku á þessum stöðum. 

Heildarbensínkostnaður við að aka hringinn á hringveginum sjálfum var 6890 krónur og heldartími ferðalagsins 31 klukkustund, 18 klukkustundir nettó sem hjólið var á ferðinni. 

Nú verður gaman að sjá tölurnar á norðurleiðinni á morgun, sérstaklega hvað tengil-tvinnbílarnir gera.

Þess má geta að bílarnir á morgun lenda strax í auknum útgjöldum miðað við Létti við Hvalfjarðargöngin, því að gjaldið fyrir bílana er 1000 kr., en 200 krónur fyrir hjólið.DSCN7954

Ég gerði það líka að kröfu að maturinn í ferðalaginu yrði ódýrari en ef ég hefði verið heima hjá mér allan tímann. Hægt var að fara ferðina alla á einum og hálfum pakka af barnamat og 200 króna sykurlausum Coladrykk.

Þess má geta að hjólið eyðir minna eldsneyti innanbæjar en á þjóðvegahraða, eða 2,2-2,3 lítrum á hundraðið. 

Það er vegna þess að uppréttur maður, sitjandi á hjóli, veldur mikilli loftmótstöðu á 90 km hraða, en bílar eru aftur á móti straumlínulagaðir.

Innanbæjar er bíll með manni hins vegar fimm sinnum þyngri en hjólið og því þarf meiri orku í hraðaaukningu á bílnum, til dæmis þegar ekið er af stað eftir að hafa beðið á rauðu ljósi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég er búinn að skila mínum tíma á mótorhjólum og skellinöðru fyrir ævina en hvaða rembingur er þetta alltaf að reyna að spara. Þegar einn sparar þá hær hinn minna og koll af kolli.

Talandi um orku þá er næg orka fyrir mannkynið í þúsundir ára og áfram í milljónir ár ef sólin heldur áfram að skína.

Vatnið er eini faktorinn sem getur gert mannkyninu erfitt en er það.? Allt vatn gufar upp og kemur niður aftur ýmist á sama stað eða annarstaðar. Hvað er þá til ráða, flutningur eins og Kaliforníubúar gera og Gullgrafarar í Alaska en þar er heilmikil ca 100cm vatnspípa upp og niður dali og fjöll. Perúbúar leiddu vatn í stokkum af fjöllum í byggð.

Já og við höfum alltaf sjóinn og við höfum orku til að breita sjónum í drykkjarvatn alveg eins og stóru skemmtiferðaskipin og Arabarnir gera niður í eyðimerkur svæðunum sem svo endurvinna skolp og b´´ua til eðla bjór eins og Jórdanir en fyrir neðan borgina Amman rennur skolpið í hreinsistöð svo í bjórbruggerí.   

Valdimar Samúelsson, 26.8.2016 kl. 09:26

3 identicon

Energy for the Future

Currently, society relies mostly on fossil fuels for energy (39% natural gas, 24% natural gas, 23% Coal, 8 % nuclear, and 6% other).  Since fossil fuels are non-renewable sources of energy, at least in human lifetimes), we need to ask how much longer society can rely on this source.   Further, what are the options for the future?

Non-Renewable Resources

First we look at the reserves of various non-renewable energy resources.  Look at figure 14.28b in your text.   Note that Uranium (for nuclear energy) and Coal appear to be most plentiful, while Tar sands and oil shale are currently not economical.  The current known oil reserves will likely run out sometime between 2050 and 2150.

Currently we are consuming oil at a rate 3 times that of the discovery of new resources. Even in terms of 4,000 years of human history, the oil age will be very short lasting only 150 to 200 years. 

Coal reserves could last for about 300 years if we can cope with the associated pollution. Natural Gas is cleaner and can probably last for another 200 years.

Nuclear seems like a good bet in terms of available resources, but can it be made cheap, clean, and safe?  Will the recent problems with nuclear reactors during the March 11, 2011 earthquake have an effect on the future of nuclear energy?

Tar Sands and Oil Shale will require research to find more efficient way to extract, the resource, but will likely be necessary to replace oil in the short term.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.8.2016 kl. 12:17

4 identicon

Ég sé að í "copy-paste" greininni fyrir ofan eru villa. Á að vera 39% natural petroleum, 24% natural gas, 23% Coal etcetera.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.8.2016 kl. 15:21

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Hvað er verið að spara?" er spurt. Stór minnihluti í þjóðfélaginu, einkum meðal aldraðra og öryrkja, á engan annan kost en að spara. Fólk sem skammtað er 200 þúsund kall á mánuði verður ekki aðeins að spara, heldur neita sér um flest annað en mat og húsaskjól. 

Ómar Ragnarsson, 26.8.2016 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband