Hve nálægt uppgefinni eyðslu komast menn?

Uppgefnar eyðslutölur fyrir bíla hafa löngum verið æði langt frá reynslutölum hjá flestum bílum hér á landi. 

Fram að níunda áratug síðustu aldar var oftast notast við svonefnt DIN, það er, þýska staðalinn (Deutshe Industry Norm), en það þótt ekki nógu raunhæft og í staðinn var tekinn upp EEC-staðall, sem byggðist á fyrirfram ákveðnum blönduðum akstri. 

Einnig hann þótt ekki gefa nógu raunhæfa mynd, og í lok aldarinnar var tekinn upp EU-staðall, sem átti að gefa raunhæfari mynd. 

En raunin hefur orðið sú að síðustu ár hefur myndin enn bjagast, einkum við aðstæður eins og eru hér á landi, kalt loftslag og oft erfið færð á veturna, þegar notuð eru gróf vetrardekk sem auka eyðslu. 

Nú verður fróðlegt að vita hve nálægt uppgefinni eyðslu menn komast í sparakstri, þar sem sett eru hraða- og tímamörk sem líkja eftir raunverulegu ferðalagi. 

Þeir bílar í akstrinum, sem eru með lægstu uppgefnar eyðslutölur, eru með 3 til 3,8 lítra í utanbæjarakstri. DSCN8015

Sú reynsla sem ég hef heyrt af er yfirleitt á þann veg að miklu muni á því, hve miklu bílar eyði í raun, og á þeirri eyðslu, sem framleiðandinn gefur upp. 

Honda PCX vespuhjólið, sem ég fór hringinn á, hefur verið gefið upp af framleiðanda með allt niður í 1,8 lítra á hundraðið, en eftir 2700 kílómetra fjölbreyttan akstur á svona hjóli hef ég aldrei komist niður fyrir 2,2 lítra í borgarumferð og 2,4 lítra úti á vegum, sem er reyndar afar lítil eyðsla. 

Bíllinn hennar Helgu er var ódýrasti og einfaldasti bíllinn á markaðnum, þegar hún keypti hann í hitteðfyrra, og á að eyða 4,4 lítrum í blönduðum akstri, en eyðir í raun miklu meira, - aldrei undir 6 lítrum innanbæjar. 

Það er mun minna en Jimny jeppinn hennar eyddi áður, en samt allt að þrisvar sinnum meira en hjólið mitt eyðir. 


mbl.is Norður á sem minnstu eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband