"Árangur áfram - ekkert stopp!" enn og aftur?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vann það afgerandi sigur á heimavelli sínum í Norðausturkjördæmi, að tveir af fjórum núverandi þingmönnum kjördæmisins hverfa nú af þingi. 

Nú mun hann vafalaust byggja frekari sókn sína á því að Sigurður Ingi Jóhannsson þori ekki að bjóða sig fram gegn honum, og miðað yfirlýsingar Sigurðar Inga, hverfur hann þá úr stjórn flokksins.

Hér virðist stefna í lýðræðislegar hreinsanir í flokknum ef andstaðan við Sigmund lyppast niður og hann nær að leiða flokkinn í næstu kosningum.

Til er orðið Phyrrosarsigur, sem merkir það að góður sigur í einni orrustu þarf ekki endilega að þýða endanlegan sigur.

Slagorð SDG um árangur áfram minna á slagorðið "árangur áfram - ekkert stopp" fyrir kosningarnar 2007. 

Í þeim kosningum beið Framsókn ósigur og hrökklaðist úr ríkisstjórn. 

 

Næstu sex til átta vikur munu leiða í ljós hvort sú verður raunin.  


mbl.is Sigmundur með afgerandi forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er náttúrulega alveg ótrúlegt.  Austfirskir framsóknarmenn kusu ,,panamamanninn" til forystu algjörlega afgerandi og norðlendingar virðast hafa sitið heima mestanpart.  Þetta tryggir að framsókn verður ekkert í stjórn á næstunni og í stöðugri varnarbaráttu.  Það vill enginn vinna með ,,panamamanninum".    Allir búnir að fá nóg af þessu.  Alveg furðulegt að austfirskir framsóknarmenn vilji hafa mann á þingi, - sem er eiginlega aldrei þar.  Þetta leiðir til veikingar framsóknarflokksinns og veikingar Austurlands.  Það er alveg ótrúlegt hve framsóknarmenn geta verið meðvirkir með vitleysu.  Maður hélt að einhverjir hefðu áttað sig eftir ræðu SDG fyrir norðan á dögunum, þarna glærusjóvið og styrjaldirnar.  Það er eins og þeir hafi ekki einu sinni hlustað á ræðuna og allt virðist bara meðhöndlað á bakvið tjöldin og úrslitum náð með samtölum fyrirfram.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.9.2016 kl. 14:37

2 identicon

Til skammar fyrir Þingeyinga. Setja í fyrsta sætið manninn sem reyndi að fela það fyrir þjóðinni að hann hefði hagsmunatengingar við þrotabú föllnu bankanna, tengingar sem voru stórskaðlegar fyrir samningsstöðu hans fyrir hönd ríkisins. Hér er verið að hossa lítt menntuðum undirmálsmanni, vellauðugum að vísu vegna innherjaviðskipta daddy’s, sem lýgur í beinni útsendingu, geymir fé sitt á "offshore" reikningum til að komast hjá greiðslu skatta. Með ólíkindum hvað hægt er að spila með og manipúlera fólk. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.9.2016 kl. 14:42

3 identicon

Athugasemdirnar hér að ofan sýna að líklega hafa Framsóknarmenn kosið rétt þar sem þessir athugasemdarar hafa ekki hingað til verið þekktir af neinni sérstakri umhyggju fyrir Framsóknarflokknum!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.9.2016 kl. 15:10

4 identicon

Kæri Ómar

„lýðræðislegar hreinsanir“?

Þetta er alveg frábært.

Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 17.9.2016 kl. 19:56

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Jarðarförin verður auglýst síðar."

Þorsteinn Briem, 17.9.2016 kl. 22:35

6 Smámynd: Daníel Sigurðsson

“Nú mun hann vafalaust byggja frekari sókn sína á því að Sigurður Ingi Jóhannsson þori ekki að bjóða sig fram gegn honum,.....“   

Þetta segir þú síðuhafi og gerir þar með lítið úr því að Sigurður Ingi myndi þar með ganga gróflega á bak orða sinna er hann fullvissaði Sigmund Davíð (er þeir gerðu samkomulagið um að Sigurður leysti Sigmund tímabundið sem forsætisráðherra af hólmi) um að að hann myndi aldrei bjóða sig fram gegn honum sem formanni.  Þetta hefur Sigurðu auk þess marg ítrekað aðspurður af fréttamönnum.

Ég man ekki betur en þú hafir hafir verið einn af þeim sem fór mikinn í yfirlýsingum um að Sigmundur Davíð hafi l0gðið að þjóð sinni og orðið að gjalda með því að víkja sem forsætisráðherra.  Skrýtið að þér skuli finnast í lagi að núverandi forsætisráðherra svíki sitt loforð og gerist þannig ómerkur orða sinna gagnvart alþjóð.    

Daníel Sigurðsson, 17.9.2016 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband