Hve mörg slys þarf til að eitthvað sé gert?

Stórfjölgun ferðamanna hefur ekki skilað sér í því að bæta aðstöðu þeirra og þjónustu við ferðafólk þar sem þörfin á henni hefur orðið brýn og æpandi. 

Svo svelt er Vegagerðin, að vandinn liggur meðal annars í því að fyrir hvert eitt nauðsynlegt verkefni af ótal mörgum verða tugir verkefna útundan.

Einfaldir hlutir eins og bættar merkingar, útskot og lækkun hraða á örfáum stöðum, sem fela í sér slysagildrur sitja á hakanum.  

Þegar ferðamaður fær kort af landinu í hendur hefur einn vegur, hringvegurinn, algera sérstöðu og gengur undir nafninu "þjóðvegur númer eitt." 

"Númer eitt"? Varla meðan hluti hans er holóttur malarvegur. DSCN7948

Myndin er tekin í Berufirði á hjólaferð um hringinn um daginn, en í þeirri ferð var valin leiðin um Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Reyðarfjörð, sem er aðeins 10 kílómetrum styttri en malar-"þjóðvegur númer eitt" um Breiðdalsheiði. 

Svo mikill var feginleikinn þegar komið var af holunum á malarkaflanum umrædda og inn á malbikaðan veg við Eyjólfsstaði, að það varð að stansa í eina mínútu og taka mynd af eina svæðinu þar sem morgunsólin var að brjótast í gegnum þoku, sudda og rigningu. 

Hægt er að velja þrjár leiðir um Austurland á leið hringinn, og einfaldast væri að vegurinn um Öxi yrði lagfærður og sett á hann bundið slitlag, af því að sú leið er 61 kílómetrum styttri en leiðin um Breiðdalsheiði.

Hann yrði "þjóðvegur númer eitt".  

Á meðan beðið yrði eftir þessari vegabót, yrði Fjarðaleiðin að sjálfsögðu gerð að "þjóðvegi númer eitt". 

En landlægur rígur milli Héraðsbúa og Fjarðabúa veldur því, að leiðin um Breiðdalsheiði, hefur orðið fyrir valinu, því að annars myndu annað hvort Fjarðabúar eða Héraðsbúar ganga af göflunum. 


mbl.is Fór út að skima eftir norðurljósum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Réttast væri að grafa göng undir mynni Berufjarðar og hafa hringveginn með ströndinni. 

Í framtíðinni koma vonandi göng frá Norðfirði til Mjóafjarðar og frá Mjóafirði upp á Slenjudal á Héraði. Þar með er öll leiðin frá Hveragerði að Egilsstöðum á láglendi.

Öxi verður þá áfram sumarvegur.

Seiðisfjörð má svo tengja með stuttum göngum til Mjóafjarðar og þá eru þeim vegir færir suður eftir fjörðum eða upp á Hérað.

Sigurður Sunnandvindur (IP-tala skráð) 19.9.2016 kl. 23:48

2 identicon

Gallinn við Berufjarðargöng er sá að þau yrðu svo brött að þau yrðu sem næst ónothæf nema þau væru amk. helmingi lengri en breidd fjarðarins nemur. Stafar þetta af gríðarlegu dýpi fjarðarins.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 20.9.2016 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband