Svartur blettur á sögu þjóðarinnar.

Óhæfuverk sjóræningja frá Alsír, sem ranglega voru kallaðír Tyrkir hér á landi og illvirki þeirra, Tyrkjaránið svonefnda, hafa í bráðum fjórar aldir skyggt á ekki minni glæpaverk okkar sjálfra, sem fólust í því að hundelta og drepa á hroðalegan hátt fjölda Baska, sem ekkert illt höfðu gert af sér, sem réttlæti slíka villimennsku og drápsæði, sem birtist í þessum viðbjóðslegu morðum. 

Glæpunum í Tyrkjaráninu hefur eðlilega haldið á lofti og samið um það leikritið Tyrkja-Gudda auk endurtekinna skrifa og ummæla, en Spánverjavígin svonefndu, sem eru líklega einhver svartasti blettur í sögu þjóðarinnar, fá nú loksins umfjöllun sem fyrir langalöngu var orðin tímabær.

 


mbl.is Gerir mynd um morðin á Böskum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tengi Spánverjavígin alltaf við komu enskra víkinga til Vestmannaeyja 1614.  Sú heimsókn var e.k. upphitun fyrir Tyrkjaránið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.9.2016 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband