Löngu vitað, lengi var þagað og áfram er þagað um annað verra.

Fjögur feimnismál lita alla umræðu bæði innanlands og erlendis um raforkuvinnslu á háhitasvæðum á Íslandi og er röngum alhæfingum haldið á lofti í síbylju.

1. Endurnýjanleg orka.  Rangt. Aðeins eru gefnar þær forsendur fyrir endingu orkunnar að hún endist í 50 ár, sem er langt fyrir neðan endingu kolanáma, svo að dæmi séu tekin um aðra orkugjafa.

2. Hrein orka.  Rangt. Brennisteinsvetnismengun hefur verið svo mikil að loka varð litlum skóla austan við Gunnarshólma og það fellur á góðmálma á höfuðborgarsvæðinu í þeim mæli, að það veldur skemmdum á rafeindatækjum. Síðustu misseri hefur að vísu farið fram merkilegt og lofsvert starf við að binda þessa lofttegund og við það hefur loftmengunin minnkað frá Hellisheiðarvirkjun. En meira má ef duga skal almennt um þetta efni.

3. Frábær orkunýting.  Rangt. 85 prósent af þeirri orku sem útleyst er til raforkuframleiðslu, fer óbeisluð út í andrúmsloftið.

4. Engin áhrif á jarðskorpuhreyfingar.  Rangt. Þessu var haldið eins lengi fram og mögulegt var en er nú endanlega kveðið í kútinn með viðurkenningunni frá jarðvísindafólki Veðurstofunnar.

Eftir stendur að nýting heits vatns til húsaupphitunar er allt önnur ella. Eina atriðið, sem þar kann að vera vafasamt er ending hitans þegar um ágenga nýtigu er að ræða.

En með því að fella bæði þessa gamalgrónu nýtingu undir nýtingu til raforkuframleiðslu í allri umræðu og auglýsingu á grænni íslenskri orku, er verið að fela ókosti raforkuframleiðslunnar.

Nýjasta dæmið er alhæfingin í fyrirsögn Morgunblaðsins í gær í viðtali við iðnaðrráðherra.   


mbl.is Skjálftar tengjast niðurdælingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Nú ertu 100% flottur Omar. 100%

Valdimar Samúelsson, 20.9.2016 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband