Dómararnir eru hluti af leikvellinum.

Það hefði lítið verið hægt fyrir okkur Íslendinga að segja við því ef dómarinn hefði dæmt sigurmark Íslendinga af í blálok leiksins í gær, því að afar erfitt var fyrir hann að sjá allt nákvæmlega sem gerðist í hinni ótrúlega flóknu atburðarás, sem dundi yfir á nokkrum sekúndum. 

Svo er að skilja að aðstoðardómarinn eða línuvörðurinn, eins og sá starfsmaður hefur löngum verið nefndur, hafi ráðið úrslitum um það atriði að boltinn hafi farið allur inn fyrir marklínuna, og á Laugardalsvellinum er enginn nýtískulegur búnaður til þess að sjá á sérstaklega tekinni mynd, hvort boltinn var inni eða úti. 

Atvik á borð við þetta, óvænt úrslitamark á síðustu mínútu leiks, virðast fylgja íslenska landsliðinu á þessu ári. 

Sá tími kann að koma að heppnin falli ekki okkar megin, og við því verður ekkert að segja. 

Dómararnir eru hluti af leikvellinum. 

 


mbl.is Sigurmarkið var kolólöglegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband