Skin og skuggar norðurhjarans.

Ragnar Axelsson lætur sig ekki muna um að kveða "norðurhvelsins ljóð" víða og betur en aðrir með myndatökuferðum sínum um víðáttur andstæðna kulda og hita, birtu og myrkurs. DSC00943

Í dag var gott að njóta birtu og yls í hálendisferð með Völundi Jóhannessyni, 86 ára gömlum eldhuga, á hálendinu norðan Vatnajökuls, nánar til tekið á Brúaröræfum, sem greint er frá á facebook. 

Frá Sauðárflugvelli mátti sjá ummerki um tröllaukinn kraft sunnan strekkingsins, sem birtist norðan Kverkfjalla í gríðarstórum ókyrrðarskýjum norðan við fjöllin. 

Kverkfjöll, vinstra megin á myndinni, eru þriðja hæsta fjall landsins, 1920 metrar yfir sjávarmál, en verða lítil í samanburði við sköpunarverkið hægra megin á myndinni. 

Takið eftir hverni skýjahraukarnir eru hringlaga

Sauðá er nær á myndinni en einn 10 brautarenda hægra megin. 12 stiga hiti og sólbaðsveður, komi viku fram í október.


mbl.is Myrkrið verður varla svartara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband