Margt getur gerst þegar tortryggnin grípur menn.

Tortryggni í bland við vænisýki er eitt af þeim fyrirbærum sem koma upp á yfirborðið og fanga hug fólks þegar átök og togstreita fara vaxandi. Geta ótrúlegustu smámunir orðið risastórir í því sambandi. 

Þegar Kóreustríðið stóð sem hæst 1952 og bandarískur her var kominn til Keflavíkurflugvallar og í Hvalfjörð kom frétt í Tímanum þess efnis að grunsamlegir menn hefðu sést vera á ferli við brúna yfir Laxá í Leirársveit og verið að mæla breidd hennar. 

Þótti líklegt að þarna hefðu verið á ferð njósnarar Rússa á Íslandi. 

Síðar kom í ljós að þetta höfðu verið Íslendingar að taka nákvæmt mál af brúnni vegna hugsanlegs flutnings á litlum sumarbústað yfir hana. 

Þegar Wegener og aðrir þýskir vísindamenn voru á ferð um hálendi Íslands á árunum fyrir Seinni heimsstyrjöldina þóttu stangir og aðrar merkingar, sem þeir settu upp, vera grunsamlegar, og gekk þetta svo langt að þær voru rifnar niður. 

Wegener var einhver merkasti jarðfræðingur sögunnar og var að reyna að færa sönnur á landrekskenningu sína og voru merkipunktar hans því nauðsynlegur hluti af rannsóknum hans. 

Sumarið 1939 birtist frétt í Alþýðublaðinu um að grunsamlegir menn hefðu sést á ferli á norðausturhálendinu og skilið eftir sig merkingar, sem gætu verið í þágu fyrirætlana Þjóðverja um innrás í landið.

Síðar hef ég komist á snoðir um það að í september 1939 hafi smalamenn af Jökuldal rifið niður vörður, sem Þjóðverjar voru taldir hafa hlaðið á þeim stað, þar sem núna er næst stærsti flugvöllur landsins, Sauðárflugvöllur á Brúaröræfum. (Stærðin byggist á að leggja saman lengd flugbrauta).  

Mörg fleiri dæmi má vafalaust nefna um það hvernig grunsemdir, tortryggni og vænisýki geta fætt af sér margar kenningar, sem reynast síðan misjafnlega áreiðanlegar.  


mbl.is Herinn rannsakar dularfullt píp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man eftir því hvað pabbi og félagar voru þreyttir og ánægðir þegar þeir komu til baka eftir að flytja Veiðihúsið að Kjarlaksstaða Á á Fellströnd.

Árni Guðmundss0n (IP-tala skráð) 5.11.2016 kl. 01:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Donald Trump in Hell is deep,
from his arse a strange comes peep,
rotten soul,
black as coal,
a very bloody stupid creep.

Þorsteinn Briem, 5.11.2016 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband