Í hvaða veislum verða formennirnir?

Hinn aldargamli Framsóknarflokkur á fimm formenn á lífi, Sigurð Inga Jóhannsson, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Jón Sigurðsson, Valgerði Sverrisdóttur og Guðna Ágústsson. 

En það er rétt hjá Sigmundi Davíð að það eru "skrýtnir tímar". 

Það tekur ekki nema hálftíma að skjótast í áætlunarflugi milli Akureyrar og Reykjavíkur svo að það sýnast ekki vera mikil vandkvæði á að halda eitt herlegt afmælispartí á svipuðum slóðum og flokkurinn var stofnaður. 

Flokkurinn var stofnaður 16. desember 1916 og ber afmælið upp á næstkomandi föstudag. 

En partíin verða minnst tvö í tilefni af aldarafmælinu, ef marka má fréttir þar um. 

Annað þeirra heldur Sigurður Ingi Jóhannsson syðra en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson býður til hins fyrir norðan. 

Nú verður spennandi að sjá hvaða formenn verða í hvoru partíi. Valgerður á heima fyrir norðan og ætli hún verði þá í því partíi?


mbl.is „Þetta eru skrýtnir tímar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrípaleikur. Táknrænn fyrir fíflaganginn og lágkúruna í íslenskri pólitík.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.12.2016 kl. 23:34

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrútinn mjög með þrýstiloft,
þenur nú út böllinn,
sauðir ekki suður oft,
Simmi fer í öll inn.

Þorsteinn Briem, 12.12.2016 kl. 03:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband