Pútín með tölvuhakkara og Saddam með gereyðingarvopn?

Það hefur alla tíð verið ógeðfellt þegar stórveldi hafa skipt löndum og álfum upp í áhrifasvæði sín. 

Þetta gerðu stórveldin á síðustu áratugunum fyrir 1914 með ýmsum milliríkjasamningum þar sem smáþjóðirnar voru ekki spurðar álits. Ógeðfellt en það hélst þó friður. 

Stalín og Hitler skiptu Evrópu í áhrifasvæði 1939 og við það misstu þjóðir á borð við Pólland og Eystrasaltsþjóðirnar sjálfstæði sitt. 

Hræðilegur samningur tveggja harðstjóra og Hitler sveik hann 1941. 

Vesturveldin og Sovétríkin skiptu Evrópu í áhrifasvæði í samningum fyrir stríðslok og í kjölfarið féll Járntjald frá norðri til suðurs um álfuna. 

Báðir aðilar héldu þennan samning nauðungar fyrir Austur-Evrópuþjóðirnar. Stalín hreyfði ekki litla fingur til hjálpar grískum kommúnistum 1946 þegar Bretar aðstoðuðu grísku yfirstéttina við að bæla niður uppreisn rauðliðanna, og Vesturveldin leyfðu Rússum að valta yfir uppreisnir í Austur-Þýskalandi, Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu og Póllandi. 

Þessar kúguðu þjóðir þráðu hlutleysi á borð við hið finnska hlutleysi en voru barðar niður með hervaldi. En það hélst þó friður. 

Eftir fall kommúnismans í Austur-Evrópu ríkti friður að undanteknum átökum þegar Júgóslavía sundraðist í nokkur ný ríki. 

Í meginatriðum ríkti samkomulag Vesturveldanna og Rússa um áhrifasvæði í Austur-Evrópu, sem byggðíst á gagnkvæmu trausti.  

En vilji var meðal þjóðanna um að komast beint undir verndarvæng NATO og Bandaríkjanna og því hófst útþensla NATO og ESB til austurs sem að lokum strandaði í Úkraínu á mati Pútíns á öryggishagsmunum Rússlands.  

Bandaríska leyniþjónustan taldi sig hafa "traust gögn" varðandi gereyðingarvopn sem Saddam Hussein ætti og blés til innrásar til að steypa honum af stóli. 

Engin gereyðingarvopn fundust og Bush yngri gerði þau arfamistök sem faðir hans forðaðist að gera í Flóastríðinu 1991. 

Þetta mannskæða stríð stendur enn með ömurlegum afleiðingum fyrir Miðausturlönd og Evrópu. 

Í Arabíska vorinu stóð til að steypa valdhöfum í Egyptalandi, Líbíu og Sýrlandi og innleiða vestrænt lýðræði.

Lýðræðið í Egyptalandi leiddi öfgamúslima til hásætis og var bælt niður með hervaldi.

Í Líbíu hefur ríkt óöld og vargöld eftir að Gaddafí var drepinn á hrottalegan hátt nánast í beinni útsendingu, sem Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna horfði fagnandi og hlæjandi á á sjónvarpsskjá.

Í Sýrlandi hafa Rússar verið tryggir bandamenn Assads forseta, forystumann lítils minnhluta ættbálks, sem kúgað hefur mikinn meirihluta landsmanna í áratugi.

Fram að "Arabíska vorinu" ríkti ákveðið þegjandi valdajafnvægi þar sem Rússar töldu Sýrland vera á sínu áhrifasvæði.

Vesturveldin ætluðu að leiða hófsama múslima til valdatöku vestræns lýðræðis, en uppskáru í staðinn einhverja mestu skelfingu seinni tíma, ISIS-samtökin. 

Enn og aftur reyndist bandaríska leyniþjónustan ófær um að meta ástandið rétt og nú virðast Rússar með pálmann í höndunum, ef hægt er að nota slíkt orðalag um hryllinginn sem þarna ríkir. 

Að undanförnu hafa Bandaríska alríkislögreglan og leyniþjónustan verið með óbein afskipti af forsetakosningunum og kjöri nýs forseta, og verður að segjast eins og er, eftir öll fyrri axarsköft þessara stofnana, allt frá írönsku byltingunni 1979, er ómögulegt að vita hvort kenningarnar um rússnesku hakkarana séu hóti réttari en margt annað, sem frá þessum stofnunum hefur komið. 

Nær væri að horfast í augu við þá staðreynd að í krafti sérkennilegs bandarísks fyrirkomulags um kjör forseta, sem báðir frambjóðendurnir reyndu að spila á, var Donald Trump kjörinn með minnihluta atkvæða, þótt hann fengi drjúgan meirihluta kjörmanna. 

Bandaríkjamönnum væri nú sem fyrr nær að líta í eigin barm en að gera ítrekaðar "uppgötvanir" leyniþjónustunnar að trúaratriði. 


mbl.is „Þessar upplýsingar eru rangar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má hugleiða hvenær uppruni upplýsinga er aðalatriði ef þær eru ekki dregnar í efa efnislega.

Öll forysta Landráðs Demokrata (DNC) sagði t.d. af sér og þáttagerðarkona CNN (Donna Brazile) var látin hætta þegar uppvíst var um samsæri þeirra gegn Bernie Sanders. Allt á grundvelli hinna illa fengnu tölvupósta. Og er þó fátt eitt talið.

Íslensk framákona talaði um aðför að íslenskum landbúnaði þegar almenningur
var upplýstur um starfshætti Brúneggja. Og vísaði til fjandsamlegra viðhorfa RÚV.

Og ýmsir spekúlantar tala um aðför að vestrænu lýðræði þegar áhrifamiklar fréttaveitur eru staðnar að einskonar brúneggjabúskap og stjórnmálamenn að rætnu undirferli. Og vísa til þess - sem vel má vera - að upplýsingarnar komi frá hökkurum á snærum Rússa.

Að gera kröfur til Rússa í þessu sambandi er hins vegar að leita langt yfir skammt – nema fyrir þá sem telja Rússa hina einu og sönnu fyrirmynd í samskiptum þjóða og lýðræðisást.

 

 

 

Valdimar Jónsson (IP-tala skráð) 12.12.2016 kl. 01:30

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"En vilji var meðal þjóðanna um að komast beint undir verndarvæng NATO og Bandaríkjanna og því hófst útþensla NATO og ESB til austurs sem að lokum strandaði í Úkraínu á mati Pútíns á öryggishagsmunum Rússlands."

Þetta er tóm della hjá þér eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á og stórfurðuleg "söguskýring", Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 12.12.2016 kl. 02:09

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðverjum og Japönum hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við aðrar þjóðir en ekki með því að leggja undir sig lönd þeirra.

Og það væri nú harla einkennilegt ef Vestur-Evrópuríkin, sem flest áttu aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 og Sovétríkin hrundu árið 1991, hefðu ekki átt nokkurn þátt í hruni kommúnismans í Austur-Evrópu.

Austur-Evrópubúar vissu að sjálfsögðu að efnahagsleg lífsgæði í Vestur-Evrópu, og þar með ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, voru mun meiri en í Austur-Evrópu.

Þeir vildu því öðlast svipuð efnahagsleg lífsgæði og íbúar Vestur-Evrópu.

Og að sjálfsögðu einnig lýðræði, þannig að þeir gætu kosið fleiri en einn stjórnmálaflokk í þingkosningum.

Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu snerist því engan veginn fyrst og fremst um trúarbrögð.

Og Austur-Evrópuríkin vildu sjálf fá aðild að Evrópusambandinu, fyrst og fremst til að auka sín lífsgæði.

Þorsteinn Briem, 12.12.2016 kl. 02:13

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín 10.12.2004:

"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.

Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.

If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.

Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."

"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.

But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.

On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.

But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."

Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero

Þorsteinn Briem, 12.12.2016 kl. 02:14

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt Úkraína vilji fá aðild að annars vegar Evrópusambandinu og hins vegar NATO fengi það ekki aðild strax í fyrramálið.

Serbía sótti til að mynda um aðild að Evrópusambandinu árið 2009 og Tyrkland hóf aðildarviðræður við Evrópusambandið árið 2005.

Þar að auki þurfa öll Evrópusambandsríkin að samþykkja aðild nýrra ríkja að Evrópusambandinu og engan veginn víst að þau samþykki öll aðild til að mynda Tyrklands að sambandinu, enda þótt samningar tækjust einhvern tímann um aðildina.

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

Þorsteinn Briem, 12.12.2016 kl. 02:16

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

NATO er varnarbandalag, er að sjálfsögðu ekki eitt ríki og Ísland er í NATO.

"Kjarni Atlantshafsbandalagsins (NATO) er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.

En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."

NATO og Rússland hafa engan áhuga á að ráðast á hvort annað og báðir aðilar vita það mæta vel.

Þorsteinn Briem, 12.12.2016 kl. 02:18

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ukraine has a close relationship with NATO and has declared interest in eventual membership."

En það er ekki þar með sagt að Úkraína fái einhvern tímann aðild að NATO, hvað þá á meðan borgarastyrjöld er austast í landinu.

Þorsteinn Briem, 12.12.2016 kl. 02:19

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2014:

"Fyrr um daginn tók Gunnar Bragi [Sveinsson utanríkisráðherra] þátt í ráðherrafundi aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um öryggishorfur í álfunni.

Á fundinum sagði Gunnar Bragi að innlimun Krímskaga í Rússlandi ógni öryggi í Evrópu.

Vísaði hann til þess að Helsinki yfirlýsingin sem er grundvöllur starfsemi ÖSE feli í sér ákveðin grundvallargildi í samskiptum aðildarríkjanna, meðal annars að virða beri sjálfstæði ríkja og fullveldi landamæra þeirra og að ekki skuli beita hernaðarafli í deilumálum.

Sagði hann grundvallaratriði að öll aðildarríki ÖSE virði þessar skuldbindingar og alþjóðalög."

Utanríkisráðuneytið - Málefni Úkraínu rædd í New York

Þorsteinn Briem, 12.12.2016 kl. 02:23

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.8.2012:

"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."

"The current Azarov Government continues to pursue EU-integration.

During May and June 2010 both Prime Minister Mykola Azarov and Ukrainian Foreign Minister Kostyantyn Hryshchenko stated that integration into Europe has been and remains the priority of domestic and foreign policy of Ukraine."

Ukraine-European Union relations

Þorsteinn Briem, 12.12.2016 kl. 02:25

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finnland og Svíþjóð eru ekki í Atlantshafsbandalaginu (NATO), en hafa átt samvinnu við NATO og bæði ríkin fengu aðild að Evrópusambandinu árið 1995.

Mörg Evrópuríki vilja hins vegar vera bæði í Evrópusambandinu og NATO, til að mynda Eistland og Lettland, sem eins og Finnland eiga landamæri að Rússlandi.

Lettland og Eistland fengu aðild að Evrópusambandinu og NATO árið 2004.

Og Úkraína á landamæri að Póllandi, Slóvakíu, Ungverjalandi og Rúmeníu, sem öll eru bæði í Evrópusambandinu og NATO.

Úkraína er sjálfstætt ríki sem þarf ekki að spyrja Kremlarherra að því frekar en Lettland og Eistland hvort það megi ganga í NATO og Evrópusambandið.

Þorsteinn Briem, 12.12.2016 kl. 02:28

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ukraine has a close relationship with NATO and has declared interest in eventual membership."

Vestræn ríki munu að sjálfsögðu halda áfram að taka þátt í að verja Úkraínu, enda þótt ríkið eigi ekki aðild að NATO.

Þorsteinn Briem, 12.12.2016 kl. 02:41

13 identicon

CBS var með athyglisvert viðtal við John McCain, repúblikana og frægasta stríðsfanga vorn, um helgina.

Sjá:

http://www.cbsnews.com/news/john-mccain-donald-trump-russia-hacking-response/

Magnús Þrándur Þórðarson (IP-tala skráð) 12.12.2016 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband