"Eitt skæðasta bragð" hernaðar dugði í einn hálfleik.

Á ensku máli er til hugtakið "element of surprize" yfir það þegar herlið koma andstæðingunum á óvart. Þetta gildir líka um íþróttir og hvers kyns samkeppni eða átök. 

Það var augljóst í fyrri hálfleik Spánverja og Íslendinga hvort liðið hafði skoðað hitt betur. 

Íslendingar telfdu fram bráðungu og að mestu leyti nýju liði, sem Spánverjar höfðu eðli málsins samkvæmt haft lítinn tíma til að skoða miðað við það að Íslendingar hafa haft mörg ár til að skoða hið firnasterka spánska lið.

Strákarnir hans Geirs komu því sjálfum sér og öllum á óvart með því að ná upp góðum leik í vörn og sókn og við það komust gömlu refirnir Guðjón Valur og Björgvin Gústafsson í banastuð.

Íslendingar fengu því tækifæri til að ráða ferðinni og spila sinn leik fram að leikhléi.

 

Markatala Spánverjanna í fyrri hálfleik varð fyrir bragðið einhver sú lægsta sem þeir hafa skorað í einum hálfleik.

Í seinni hálfleik snerist dæmið við. Spánverjar voru búnir að lesa íslenska liðið nógu vel til þess að leika sinn leik og ráða ferðinni, tókst að lokka íslensku strákana inn að miðjunni í sóknaraðgerðum sínum, einmitt þangað sem þeir vildu fá þá og koma þeim niður á jörðina.

En þrátt fyrir þetta ætti frábær frammistaða íslenska liðsins í fyrri hálfleik að geta orðið uppörvun fyrir framhaldið.

Ef rétt er á spilum haldið á svona hæfileikaríkt lið að geta tekið framförum með því að öðlast reynslu og bæta sig.

Það sást vel á því hvernig "unglingalið" Þjóðverja undir stjórn Dags Sigurðssonar sló í gegn á EM.  


mbl.is „Ekki byrja á þessu!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Hárrétt greining Ómar. Mikið var ég annars ánægð með kjúklingana okkar í þessum leik. Þeir verða örugglega flottir handboltahanar í framtíðinni....MJÖG EFNILEGIR :)

Ragna Birgisdóttir, 13.1.2017 kl. 00:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert lengur erum slor,
Ómar segir dreyminn,
Íslendinga þrek og þor,
þekkt er nú um heiminn.

Þorsteinn Briem, 13.1.2017 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband