Mjög mikilvægt vegna viðbragða við Kötlugosi.

Þegar drumbarnir í Drumbabót fóru að birtast um síðustu aldamót við það að Þverá færði sandinn frá þeim, varð mönnum ljóst, að mesta hættan af Kötlugosi var ekki fólgin í flóði niður á Mýrdalssand eða Sólheimasand, heldur flóð í vesturátt um farveg Markarfljóts. 

Drumbarnir sýndu, að skógur á borð við Bæjarstaðaskóg í Öræfum, hafði kubbast í sundur eins og eldspýtur í hamfaraflóði allmörgum öldum fyrir landnám. 

Þetta gat þýtt að hamfaraflóð úr vestanverðum Mýrdalsjökli vegna Kötlugoss gæti farið yfir Landeyjar allt til Hólsár og sjávar. 

Ekkert gos eftir landnám hefur farið þessa leið, og af því að menn töldu líklegt í fyrstu að "Drumbabótar-gosið hefði sennilega verið minnst 500 árum fyrir landnám voru yfirgnæfandi líkur taldar á því að næstu Kötlugos yllu hlaupum í austur- eða suðurátt. 

En nú hefur aldursgreining sýnt, að þetta hrikalega hamfarahlaup hafi orðið annað hvort árið 822 eða 823, og þar með færst óhugnanlega nær nútímanum. 

Af þessu er ljóst að þrátt fyrir miklu minni líkur á hlaupi í þessa átt verður ekki aðeins að leggja mikla áherslu á viðbrögð við slíku, heldur jafnvel meiri þegar miðað er við hvað miklu meiri mannvirki, byggð, og þar með fólk er í húfi en í hlaupum niður á Sólheimasand eða Mýrdalssand. 


mbl.is Hefur vakið athygli á heimsvísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakaðu ónæðið, Ómar, en er einhver bilun í gangi á Moggablogginu? Verða aðrir varir við það?

Ég sé ekki stórhausahópinn hér, síðan í dag, og verið er að ætlast til að maður kveiki á Javascript, etc., ásamt truflunum á virkni.

Jón Valur Jensson, 6.7.2017 kl. 00:22

2 identicon

Sennilega gýs Katla á næstu 10.000 árum, en það er ekki öruggt. Líkurnar á gosi fyrstu viku þess tíma eru svipaðar og líkurnar á gosi þá síðustu. En eftir hundruð eða þúsundir líkindareikninga og tugi eldgosa, sem öll voru á öðrum stað og tíma en líkindareikningar fjölmiðlamanna sýndu, mætti ætla að trú þeirra og sannfæring á ágæti útreikninganna væri farin að dvína. En svo er ekki að sjá. Þessi óstjórnlega þörf á að setja náttúruna í Excel og ætlast til þess að hún hlýði er svolítið furðuleg í ljósi reynslunnar.

Hábeinn (IP-tala skráð) 6.7.2017 kl. 01:05

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef ekki orðið var við það sem þú lýsir, Jón Valur. 

Ég hef hvergi séð, Hábeinn, að það sé "ætlast til að náttúran hlýði" hvað varðar sjálfsagðan viðbúnað við gosum, vafnsflóðum, snjóflóðum og jarðskjálftum á okkar landi, þar sem allt þetta er algengt. 

Hins vegar vekur sífelld viðleitni þín til að rífa sem mest af því niður, sem kemur fram á bloggsíðu minni furðuleg.  

Ómar Ragnarsson, 6.7.2017 kl. 07:38

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Til að geta gengið í framtíðina þarf að skoða og þekkja fortíðina, Hábeinn. Það kemur exel frasanum ekkert við. 

Hvenær Katla gýs getur enginn sagt til um, hvort það verður í dag eða síðar, þó er öruggt að ekki þarf að bíða í 10.000 ár eftir slíku gosi.

Þegar sú stund rennur upp er mikilvægt að þekkja eins mikið og frekast er unnt um hverjar afleiðingarnar geta orðið.

Gunnar Heiðarsson, 6.7.2017 kl. 08:10

5 identicon

Surtsey, Vestmannaeyjar, Krafla, Gjálp, Fimmvörðuháls, Eyjafjallajökull, Holuhraun. Gos sem komu meðan beðið var eftir og skipulögð viðbrögð á öðrum stöðum sem enn hefur ekki gosið á. Það að þekkja fortíðina segir okkur ekkert um það hvar gýs næst. Það gæti eins gosið í Beiðholtinu eins og Kötlu.

Hábeinn (IP-tala skráð) 6.7.2017 kl. 09:01

6 Smámynd: Már Elíson

Ómar..; "Hins vegar vekur sífelld viðleitni þín til að rífa sem mest af því niður, sem kemur fram á bloggsíðu minni furðuleg ".

Þetta er nú ekki furðulegra en það að þessi nafnlausi heigull er ekkert annað en kjaftaskur og kjáni. - Blokkera þessu óværu út. Það er lausnin á svona niðurrifs-ræfla. 

Már Elíson, 6.7.2017 kl. 11:32

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hábeinn er nú stundum með skynsamlegri rök en þessi sem hann átti hér í sínu fyrsta innleggi.

Jón Valur Jensson, 6.7.2017 kl. 14:40

8 Smámynd: Már Elíson

You made my day...Þú ert nú ein falska útgáfan sem treður þér með þitt "guðs"kjaftæði inn á allar síður.....Hefur nú verið að dunda þér með djöfullegan skæting útí mig og allt og alla. - Vei þér, Satan.

Már Elíson, 6.7.2017 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband