Sérkennilegt að miða við aðrar flugvélar en þær, sem mest notuðu brautina.

Meðan neyðarbrautin var opin, voru það mest tiltölulega litlar sjúkraflugvélar, sem þurftu að nota hana þótt vélar á stærð við Fokker F50 og Dash 8 gerðu það líka. 

Þess vegna var það með miklum ólíkindum þegar ekki var gert ráð fyrir notkun smærri vélanna í úttekt á notagildi brautarinnar og að verkfræðistofa, þar sem einn eigenda var jafnframt eigandi í byggingarfélaginu sem naut góðs af því að brautinni yrði lokað, væri látin gera þessa úttekt. 

Þetta er aðeins eitt af mörgum atriðum í atburðarásinni varðandi þessa braut, sem þarfnast skoðunar. 

Enn er ekki of seint að halda brautinni opinni með því einfaldlega að lækka þá byggingu, sem á að standa næst henni á Valsreitnum. 


mbl.is Rannsaki flugvallarmálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er ekkert einleikið með alla spillinguna og einkavinavæðinguna sem tröll ríður hér öllu, líkt og blasir við í þessu dæmi sem þú nefnir.

Það er svo ekki eins og að þessi viðvarandi óþrifnaður sé aðeins landlægt  vandamál, heldur virðist líka vera hægt að kaupa íslenska stjórnmálamenn fyrir fáeina dollara eða evrur til að taka hrikalegar og óafturkræfar ákvarðanir fyrir hönd okkar gegn þjóðarvilja, líkt og þegar Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra skaðaði þjóðarbúið og áralöng vinsamleg viðskipti okkar við Rússa til frambúðar um líkast til fleiri hundruði milljarða króna.

Jónatan Karlsson, 6.7.2017 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband