Rauðar jólakveðjur.

Aðfangadagur er hvað helgi snertir lengri í þetta sinn en venjulega, því að sunnudagur telst allur vera helgidagur, en helgi aðfangadags byrjar klukkan 18:00. Fiat 600 og Tazzari Zero 

Ef svo fer að hvít jól verði um allt land nema hér við sunnanverðan Faxaflóa er viðeigandi að senda öllum landsmönnum jólakveðjur í rauðum lit, nánar tiltekið með mynd af tveimur rauðum ítölskum "jólabílum" sem ég tók mynd af fyrir framam upplýstan vegg í tilefni jólanna að þessu sinni, og sendi með þessari mynd kærar kveðjur með óskum um friðsæl, falleg og gleðileg jól og þökkum fyrir árið, sem er að líða. 

Svo einhver fróðleikur sé látinn fljóta með um þessa tvo litlu bíla, er sá til vinstri af gerðinni Fiat 600, en sú gerð kom fram á sjónarsviðið 1955 og sló í gegn víða, var seldur í milljón eintökum samtals fyrstu fimm árin og allt tæplega 4 milljónum á framleiðsluferlinum. 

Hann var næstum metra styttri og 14 sm mjórri en VW Bjallan, en jafn hraðskreiður og tók fjóra, jafnvel fimm í sæti. 

Hann var framleiddur nokkurn veginn nákvæmlega eins í mörgum öðrum löndum, SEAT á Spáni, NSU Neckar í Þýskalandi, Fiat 600 í Argentínu og Zastava 750 í Júgóslavíu. 

Þetta rauða eintak rann af færibandi í Júgóslavíu 1975 og var hluti af jólaskreytingu Tekk-kompínísins í Kauptúni um ein jól og geymdur þar bakatil árum saman. 

Bíllinn til hægri er líka ítalskur, Tazzari Zero rafbíll, og er minnsti og ódýrasti rafbíllinn í umferð hér á landi. 

Mig dreymdi 1955 um að eignast Fiat 600, sem var umhverfismildasti bíllinn þá, en draumurinn rættist fjórum árumm síðar í NSU Prinz 1959 sem var enn umhverfismildari en Fiat 600. DSC00092

Tazzari Zero bíllinn er hins vegar jólabíllinn hjá mér að þessu sinni og verður í minni umsjá framvegis og telst líklegast vera umhverfismildasti bíll landsins.  

Gleðileg hjólahjól og jólabílajól!

 


mbl.is Hvít jól um allt land nema SV-hornið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar minn. Takk sömuleiðis með ósk um gleðileg friðarjól:)

Var að velta því fyrir mér í morgun hvers vegna snjólaus jól eru alltaf kölluð "rauð jól"? Þegar maður horfir yfir landslagið, þá er það alls ekki rautt í snjóleysinu?

Bara rauðir bílar og í einstaka tilfellum rauð hús, sem blasa við manni í snjóleysinu?

Þetta skiptir svosem engu máli, en af því að ég er frekar forvitin kerling þá langar mig að vita, hvers vegna snjólaus jól eru kölluð rauð jól?

Kær jóla-hjóla-ljósadagsnýrrar-birtu-friðar-kveðja, til ykkar allra þarna úti :)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2017 kl. 14:01

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Íslenskan á til svo mörg sérkennileg tilbrigði. Af hverju er svo oft talað um að dansa fram á "rauða nótt"?

Ómar Ragnarsson, 24.12.2017 kl. 22:06

3 identicon

Þegar nóttin verður rauð er það vegna morgunroðans, sbr. í rauðabítið í fyrramálið.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 25.12.2017 kl. 00:09

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég berst á fáki fráum

fram um veg,

mót hraðabungum háum

hendist ég,

en enga kyssi kinn

á konu, væni minn,

því það er bannað þennan mánuðinn.

Og fljótt, í 5. gíri,

á fleygiferð

ég stjórn þó hef á stýri,

en stundum verð

að hægja á mér um sinn,

því sjálfur meistarinn

hann Hjálmar er hér æðsti dómarinn.

Og mjög er þá í klípu,

því karlinn sá

af dogmatískri týpu

til mín sá

í gær, á götuhorni'

að geysast fram úr norn,

en standard hans er stífur, býsna forn:

"Á 20 og hálfum

þú hjóla mátt,

já, öllum heims í álfum.

Við ætlum brátt

að ganga af dauðum hér

þeim dárans bílaher,

og dýrlingur þá Dagur lýstur er!"

Jón Valur Jensson, 25.12.2017 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband