Stöðnuð keppni í ljósastjórn og aukaatriðum í stað sönglaga. Hera stóð sig vel.

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva bar lengi vel nafn með rentu en hin síðari ár hefur hallast á varðandi það að framleiða melódísk lög og gera flutning tónlistarinnar í staðinn að eins konar keppni tæknimannanna. 

Fallegum og ljóðrænum lögum hefur fækkað jafnt og þétt og einhæfur högghamarstaktur er stundum í mörgum lögum í röð.  

Hera Björk Þórhallsdóttir stóð sig óaðfinnanlega við að flytja framlag Íslands en að mati skrifanda bloggsíðunnar er keppnin steingeld. 


mbl.is Hera komst ekki áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Ómar nú talar þú eins og beint út frá mínu hjarta.

Reynda Þótti mér Hera vera sú langbesta á sviðinu.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 7.5.2024 kl. 22:56

2 identicon

Horfði að venju ekki á þessa söngvakeppni. Þar var engin sniðganga í gangi enda er ég á móti því að blanda pólitík inn í alþjóðlega viðburði. Ég hef bara einfaldlega engan áhuga á þessum lagasmíðum í dag. En vonandi er það bara aldurinn. Ég er alinn upp við Prog rokkið frá 1970- 1980 ( Yes, Jethro tull, Genesis o.fl). Má bæta því við að fyrir 1970 hlustaði ég á The monkeys og svo Ómar Ragnarson.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 8.5.2024 kl. 06:59

3 identicon

Tek undir með þér Ómar. fátt skemmtilegt við þessa keppni. Í mínum augum virðast viðundur, nekt og öskur vera það sem koma skal.

Falleg lög eins og okkar og Þjóðverjans eru á undanhaldi. Tímabært að Ísland hvíli í nokkur ár, hægt að nota peningana í annað.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2024 kl. 09:17

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sammála.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.5.2024 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband