MÓTSAGNIR OLÍUGRÓÐAVONARINNAR.

Fróðlegt er að fylgjast með gróðavonum Íslendinga vegna hugsanlegra olíulinda norður af landinu. Á sama tíma er rætt um að við verðum að leggja okkar af mörkum til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Ef framlagið felst í því að auka framleiðslu á þeim orkugjafa sem veldur mestri loftmengun er um augljósa mótsögn að ræða. Mótsagnirnar eru fleiri.

Við mótmælum harðlega hverju því sem valdið gæti mengun í hafinu við landið, svo sem vegna Sellafield-stöðvarinnar á Skotlandi en dollaraglampinn skín úr augum okkar við tilhugsunina um olíugróða sem byggist jafnvel á "rússneskri rúllettu" hvað varðar þekkingu á hafsbotninum og ekki síður hvað varðar tæki til að verjast mengun vegna olíuslyss.

Og gróðaglampinn vex enn við tilhugsunina um að með tilkomu olíulindanna muni skapast möguleikar á að reisa hér olíuhreinsistöðvar á sama tíma og þjóðirnar sitt hvorum megin við Atlantshafið reyna að bægja frá sér slíkum stöðvum.

Ég biðst afsökunar ef ég hef verið full snöggur að því að fara mótsagnanna á milli. Ragnar Reykás tækis sér kannski svolítið lengri tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú ert sem sagt á móti því að við nýtum okkur olíuauðlindir við Ísland ef þær finnast?

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2007 kl. 13:48

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Iðnaðarráðherra sagði í útvarpsfréttum áðan að ekkert myndi gerast í þessum málum hér fyrr en 2011 og ég held að við ættum að bíða þar til 2012 þegar séð verður hvernig þessum málum reiðir af á alþjóðlega vísu. Olían fer ekkert á meðan ef hún er þarna.

Þótt tryggt yrði að olíuvinnslan skapi enga áhættu vegna olíuslyss eða öryggis er ekki víst að það sé verjandi að fara út í þetta "ævintýri."

Það verður að huga að þvi hvers virði sú viðskiptavild er fyrir þjóðina sem fæst vegna þess að hún sé í fararbroddi í umhverfismálum og baráttunni gegn hinni of hröðu heimshlýnun. Henn má að mínu mati ekki fórna fyrir happdrættishegðun í von um vafasaman skammtímagróða.

Sú staða kynni samt að koma upp að síðar meir yrðu not fyrir olíu af Íslandsmiðum á umþóttunanartímanum frá notkun jarðefnaeldsneytis yfir í orkugjafa sem ekki skapa gróðurhúsalofttegundir.

Aðalatriðið er að hafa hreinan skjöld og koma út úr þessu með fullum heiðri og sóma sem ekki er hægt að meta til fjár.

Ómar Ragnarsson, 19.10.2007 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband