"ÍSLANDSLÆGÐIN" FÆR NÝJA MERKINGU.

"Íslandslægðin" er hugtak sem nágrannaþjóðir okkar við Norður-Atlantshafið þekkja vel. Fyrir suðvestan Ísland er að meðaltali lægsti loftþrýstingur veraldar að vetrarlagi og héðan berast þessar djúpu lægðir austur yfir hafið með ómældum áhrifum á veðurfarið í Norður-Evrópu. Litla Ísland er sem sagt býsna fyrirferðarmikið og áhrifaríkt í þeim hluta orðaforða nágrannaþjóðanna sem notaður er um veður.

Nú kann svo að fara að "Íslandslægðin" fái nýjar merkingu í formi efnahagslægðar sem hefur áhrif á miklu fjarlægari lönd en Bretlandseyjar og Norðurlönd. Upp í hugann koma tvö íslensk orðtök: "Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og "miklir menn erum við, Hrólfur minn."

Í veðurfarslegu tilliti hefur Íslandslægðin neikvæða merkingu og vonandi verður það nóg fyrir okkur að hugtakið sé einskorðað við veðurfarið heldur en að það fái líka neikvæða merkingu í fjármálaheiminum.


mbl.is Íslandsbylgjan gæti skollið á mörgum löndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Ómar: hver væri viðskiptahallinn (sem í greininni er sagður 16%) ef ekki hefði verið virkjað í Kárahnjúkum og byggt álver á Reyðarfirði?

Hvernig getum við snúið þessu yfir núllið og hætt að borga þessi 16% með erlendum lánum? Því mismuninn verður! að borga að lokum.

Júlíus Sigurþórsson, 27.3.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég veit ekki hvort maður á að þora að kíkja hér inn fyrir varðhundum Ómars, sem ég veit reyndar að hann hefur ekki óskað eftir

Ég hef miklar áhyggjur af því hlassi því sem Al Gore og "climate avtivists" gætu velt í samhengi við alheimskrepputal. Ef tillögur Al Gore og hans nóta yrðu að veruleika, þá getur Guð sjálfur ekki einu sinni hjálpað okkur.

HÉR eru 10 atriði um ýkjur, bull og hræsni í Al Gore.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2008 kl. 14:13

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ekki láta varðhundana fara í þig. Það er ekkert að óttast á meðan þú ert málefnalegur.

En um vin okkar, og það sem mestu skiptir, stjórnmálamanninn Al Gore. Það er sennilega flestum orðið ljóst að hann ýkti stórlega í myndinni An inconvenient Truth. Do as I say, don't do as I do er það sem best á við hann. Ég heyrði líka að hann hafi boðið upp á sjaldgæfan fisk í brúðkaupi dóttur sinnar, fisk í útrýmingarhættu. Það er svolítið fyndið að það eru menn eins og hann sem skemma fyrir náttúruverndarsinnum.

Hitt er svo annað mál að það er óþarfi að sóa öllu sem við eigum. Það kemur best fram í lokaorðum skjalsins sem þú bentir á. Þetta undirstrikar líka að virkjanir okkar íslendinga eru byggðar á bulli, því ef enginn er vandinn er óþarfi fyrir okkur leysa hann. Það er ein ástæða fyrir því að álfyrirtækin vilja leika við okkur, við erum að selja okkur ódýrt.

Villi Asgeirsson, 27.3.2008 kl. 15:12

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mengun ER vandi, þú þarft ekki annað en að skoða margar stærstu borgir heims til að sjá það. Einnig ýmiskonar umhverfissóðaskapur, sérstaklega í austantjaldsríkjum og þriðjaheims löndum. En það er rétt já þér að Al Gore (o.fl.) skemma fyrir náttúruverndarsinnum. Ég hef stundum bent á að "venjulegir og hófsamir" múslimar ættu að vera fremstir í flokki þeirra sem fordæma öfgana í íslamistum, hriðjuverk o.þ.h. Sama er hægt að segja um "venjulegt" umhverfisverndarfólk. Það á að fordæma öfgana. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2008 kl. 15:29

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Al Gore no longer gives interviews to the Press except where the interviewer has been carefully pre-selected for his sycophancy and for his lack of elementary knowledge of climate science. Likewise, Gore no longer takes questions from the audience at any public meeting unless he is sure that no one in the audience knows anything of climatology. The interview from which the following list of Gore’s latest scientific errors andexaggerations was compiled appeared in India Today on 17 March 2008".

Er ekki Gore að halda fund á Íslandi bráðlega Ómar? Ætlar þú að mæta? Ætli Hannesi Hómsteini verði hleypt inn á fundinn?

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2008 kl. 15:42

6 identicon

Nei sennilega verður dæmdum sakamönnum ekki hleypt inn !

Knud (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 19:47

7 Smámynd: Björn Heiðdal

Hannes og herra Gore eru í sama liðinu.  Þetta bara fattið þið ekki!

Björn Heiðdal, 27.3.2008 kl. 20:03

8 identicon

Já það er líklega alveg rétt hjá þér Björn. Báðir öfgamenn að reyna að ná sér í peninga fyrir lítið.

En Gunnari Th. er tíðrætt um "venjulegt" umhverfisverndunarfólk og svo öfgaliðið, einhvern veginn virkar Gunnar á mig sem öfgakenndur á hinni línunni, og ef við færum það á muslima, þá væri hann sennilega búinn að sprengja sig upp fyrir löngu. En ef ábending kæmi um hófsaman og góðan umhverfisverndunarsinna frá Gunnari, skal ég endurskoða afstöðu mína. 

Knud (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 20:15

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef við erum að tala um menn sem fjallað hafa um hnattræna hlýnun Björn, þá erum við að tala um tvær afar ólíkar manngerðir. Önnur er að notfæra sér hlýja vinda meðbyrsins frá almenningsálitinu, sér til álits og virðisauka, svo ekki sé minnst á sér til framfæris, meðan hin andæfir í köldum mótbyr.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2008 kl. 20:45

10 identicon

 Já og mættir bæta við:  ...meðan hin andæfir í köldum mótbyr og talar þvert gegn því sem staðreyndir mála segja, enda þekktur fyrir að vera ekki að fylgja ríkjandi reglum þó hann titlist sem fræðimaður.

Bart Skofe (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:21

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þar sem ég veit að þú ert áhugamaður um sögu heimstyrjaldanna Ómar, hvað segirðu þá um ÞETTA 

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2008 kl. 22:35

12 identicon

Gunnar, fannstu engan "góðan" umhverfissinna ?  ææ , en kom ekki á óvart :)

Knud (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband