Óskiljanlegt er ónýtt.

Kvikmyndir, leikhús og ljósvakafjölmiðlar flytja skilaboð til fólks í formi leikins efnis, upplesturs, frétta og þátta. Ef ekki skilst hvað sagt er, fara skilaboðin forgörðum og gildir þá einu hversu vel er að verki staðið að öðru leyti. Vandamálið er ekki einskorðað við Danmörku, heldur alþjóðlegt og er vaxandi vandamál hér á landi.

Um þetta gildir það sama og ef píanóleikari sleppti úr nótum eða skautaði yfir laglínur. Nauðsyn á hraða er engin afsökun fyrir því að vera illskiljanlegur. Þegar Logi Bergmann Eiðsson er fréttaþulur græðast minnst 20 - 30 sekúndur í hverjum fréttatíma og les hann þó skýrt og afar örugglega.

Það heyrist vel þegar hlustað er á þuli bestu erlendru sjónvarpsstöðvanna að þar leyfist ekki annað en skiljanleg, skýr og eðlileg framsögn. Að ekki sé nú minnst á óaðfinnanlegt málfar.

Hér á landi þyrfti að taka til hendi í þessum efnum ekki síður en í Danmörku. Nýlega heyrði ég fréttamann nokkurn tönnlast alloft í frétt á orði sem ég skildi ekki. Hann talaði aftur og aftur um "surraggriman" og á mörgum fleiri stöðum skautaði hann svo yfir orð og setningar að ekki var hægt að skilja hann.

Sem betur fór nefndi hann "surraggriman" nógu oft til þess að ég skildi að hann var að tala um Suður-Afríkumann.

Hæfileikar allra manna eru mismunandi. Sumir, sem illskiljanlegir eru í tali, eru duglegir og færir fagmenn að öðru leyti og hvað ljósvakamiðlamenn snertir væru sumir betur komnir sem blaðamenn á tímarítum eða dagblöðum ef þeim er ómögulegt að breyta framsögn sinni.

Barnabörn mín skemmta sér vel þegar ég fer með þau í bíltúr og leik löngu látinn strætisvagnabílstjóra í Reykjavík á þeim tíma þegar kölluð voru upp nöfn á stoppistöðvunum. Hann kallaði á einum staðnum: "Jofristan!" og átti við Jófríðarstaði við Kalkofnsveg.

Þetta getur verið skemmtilegt en er það oftast ekki. Sendiboði sem flytur ónýt skilaboð er ónýtur sendiboði.


mbl.is Danskan torskilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

A, já, hérna, sko, það er, hérna, alveg rétt hjá þér, sko, að , hérna, talað mál, uuu, er, hérna, ekki eins og þegar, hérna, hann, uh, hvað hét hann, var í útvarpinu. Við erum, sko, nebbla, soldið að tapa, hérna, tungunni, sko.

Villi Asgeirsson, 19.4.2008 kl. 11:28

2 identicon

Ómar! ég hef verið berjast fyrir börnunum sem sofa í húsarústunum og einginn vill vitaf lengur. En ég er með lausn. Viltu kikja á  svanuree.blog.is og lesa það

Kærar þakkir 

Svanur Elíasson (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband