Hugrakkur mannvinur.

Grein Árna Tryggvasonar leikara í Morgunblaðinu í dag er óvenjuleg að því leyti að í stað þess að það sé aðstandandi geðsjúklings sem gagnrýnir aðbúnað starfsfólks og sjúklinga á geðdeild Landsspítalans er það sjúklingur sem geri það. Um andlega heilsu og líkamlega gildir það að enginn er fullkominn. En okkur hættir til að vilja ekki viðurkenna þetta varðandi andlegu heisluna er það miður. Þess vegna sýnir Árni einstakt hugrekki með því að skrifa grein sína og það sýnir líka að ástæðan hlýtur að vera brýn, - honum blöskrar.

Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera klefafélagi Árna í gömlu Iðnó þegar ég þurfti, aðeins 12 ára gamall, á góðum klefafélaga og reyndum leikara að halda til að veita mér stuðning við það að takast á við stórt og erfitt hlutverk í Vesalingunum eftir Hugo.

Þá kynntist ég mannkostum þessa öðlings og hef ævinlega metið hann mikils síðan. Vonandi er að yfirvöld fari ofan í saumana á þessu máli í kjölfar framtaks og fórnar einstaks mannvinar og þjóðþekktrar persónu. Ef það dugar ekki þá veit ég ekki hvað þarf til að hreyfa við brýnum málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Árni er engan veginn sá fyrsti sem opnar sig um þessi mál. Hvað er eiginlega að mönnum. Þetta hafa menn gert í meira en 30 ár. Enginn hefur hlustað. Svo kemur þekktur leikari. Og þá hrökkva allir við.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.4.2008 kl. 17:13

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Munurinn á mér og þér, Árni, er að við erum almúginn. Við höfum litlu að tapa með því að tjá okkur. Fólk þekkir okkur ekki úti á götu. Við verðum því sennilega ekki stoppaðir í Bónus  daginn eftir. Þar fyrir utan lifir þetta fólk á ímyndinni. Eyðileggi maður hana getur maður verið orðinn atvinnulaus.

Villi Asgeirsson, 18.4.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband