Framararnir, - frækið lið!

Það má ekki minna vera en ég kvitti fyrir það á blogginu mínu sem Framari í 68 ár og þrjá mánuði (ég var skráður inn í félagið þremur mánuðum fyrir fæðingu) hve mínir menn stóðu sig vel í gærkvöldi þegar þeir urðu örlagavaldar um úrslit Íslandsmótsins. Það er að minnsta kosti ákaflega veik von fyrir FH eftir þessa rassskellingu að ná Keflvíkingum að stigum.

Leikurinn var bráðskemmtilelg skemmtun því að góðir taktar sáust hjá báðum liðunum þrátt fyrir afleitar aðstæður.

Nú er spurningin hvort Framararnir ná þriðja sætinu (Evrópusæti) í deildinni. Bæði KR og Valur eiga mögueika á að fara fram úr Fram og allt er þar galopið.

Þetta eru mikil og gleðileg umskipti á Framliðinu frá mörgum erfiðum árum. Reyndar bar hvert "afrek" liðsins, - sem fólst í að setja heimsmet í heppni með að hanga í deildinni ár eftir ár - dauðann í för með sér. Þetta var sálrænt afar slæmt.

Skárra hefði verið að falla fyrr og koma þá fyrr sterkur inn að nýju, reynslunni ríkari og með aðeins eina leið framundan: Upp á við í stað þess að hanga uppi á botninum með möguleikann einn á móti milljónum.

Ég raulaði fyrir munni mér í gærkvöldi baráttulag fyrir Fram, sem ég hef gert og byrjar svona í klapptaktinum sem Framarar nota gjarnan á leikjum liðsins:

Framarar! (Klapp, klapp, klapp)
Framarar! (Klapp, klapp, klapp)
Framarar! (Klapp, klapp, klapp)
Framarar! (Klapp, klapp, klapp)

Framararnir! - Frækið lið! -
Eru í fararbroddi´að hressa´upp mannfólkið.
Flottar stelpur!
Frískir menn!
Eru í fremstu röð og vinna sigra enn!
Eru í fremstu röð og vinna sigra enn!

Framarar! (Klapp, klapp, klapp) o. s. frv.

Nú getur maður verið stoltur af að syngja á þennan hátt og njóta þess að það eru mínir menn sem eiga skilið að vera hampað í tónum og takti.

Því miður virðist sú ekki vera raunin í augnablikinu hvað varðar gamla textann minn "Skagamenn skoruðu mörkin".
Það hljómaði að minnsta kosti ekki vel þegar Skagamaður skoraði sjálfsmark ársins í síðasta leik.

En kannski er það skást úr því sem komið er að Skaginn falli núna og komi síðan sterkur til baka eins og Fram.


mbl.is Fram vann stórsigur á FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

FH mun rassskella Kaflavík og ná þeim á stigum.  Því miður hefur mitt lið ekki staðið sig í síðustu leikjum en þeir munu koma sterkir inn á lokasprettinum og þá munu allir sjá hvað býr í Hafnfirðinum.

Þórður Ingi Bjarnason, 18.9.2008 kl. 09:58

2 Smámynd: Fjarki

Ég vona að ég skilji þetta á þann hátt að þú átt 68 ára afmæli um þessar mundir!

Og þá vill ég óska þér til hamingju með tímamótin.

Jafnframt langar mig að segja þér hvernig ég minnist þín frá æskuárunum. Þú varst frændi Sveins Þorláks, sem söngst í útvarpinu og varst frægi frændi hans.

Bestu kveðjur og takk fyrir góða grein um mænuskaða í gær.

Finnur Bjarki Tryggvason

Fjarki , 18.9.2008 kl. 10:01

3 Smámynd: 365

Ómar, í ár höfum við Holtarar og Framarar enga þörf fyrir Prósak pillur eða aðrar gleðipillur.  Þetta var ömurlegur tími haust eftir haust fleiri ár í röð sem við þurftum að ganga í gegnum.  Það er svo sannarlega gleðiefni að þjálfarinn fær að vinna vinnuna sína í friði og vonandi til langs tíma.  Þetta var frækinn sigur í gærkvöldi. Áfram Fram!

365, 18.9.2008 kl. 10:36

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Til hamingju með þetta en nú verða mínir menn að spýta í lófana og hífa sig aftur upp úr fimmta sætinu!

Markús frá Djúpalæk, 18.9.2008 kl. 11:12

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tapið í gær breytir því ekki að í sumar hefur FH verið með einhvern besta "bekkinn" í deildinni og Hafnarfjörður á alltaf taugar í mér eftir að ég var í Kaldárseli í þrjú sumur, tvo mánuði í senn.

FH á að geta sýnt styrk sinn betur en í gærkvöldi. En enginn er betri en andstæðingurinn leyfir!  

Ómar Ragnarsson, 18.9.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband