Sjórinn lætur vita af sér.

Það var saltslikja á bílnum þegar ég gangsetti hann í morgun. Þó bý ég uppi í Háleitishverfi um það bil fjóra kílómetra frá sjó og í 35 metra hæð. Hvernig halda menn að þetta yrði á hugsanlegum flugvelli á Lönguskerjum?

Þegar ég ræði það mál við fólk bendi ég á að með flugvelli á Lönguskerjum yrði að framkvæma þrjá gerninga: 1. Rífa núverandi flugvöll. 2. Byggja nýjan flugvöll á Lönguskerjum.  3. Reisa nýtt hverfi þar sem núverandi flugvöllur er.  

Og ég hef spurt: Af hverju ekki einn gerning í stað þriggja, að reisa íbúðabyggð á Lönguskerjum?

Þá hef ég fengið svarið: Það er svo mikið særok þar í þessum þrálátu hvössu suðvestanáttum á veturna.  Og það er nóg byggingarland annars staðar í þessu strjálbýlasta landi Evrópu.

Og þá hef ég spurt á móti: Er særok heppilegra fyrir flugvélar heldur en hús?

Þess utan má benda á að byggingarsvæði á Lönguskerjum myndi heyra undir fimm sveitarfélög sem öll yrðu að samþykkja það og þar að auki er að bresta á friðlýsing Skerjafjarðar sem náttúruvættis.  

Ég veit af reynslu að það er meira að segja munur á saltrokinu sitt hvorum megin núverandi flugvallar og það er minna austan vallar en vestan.

Samanburður við flugvelli á landfyllingum erlendis er ekki raunhæfur. Við eigum einfaldlega heima í mesta rokrassi veraldar og því fylgir saltrok þegar vindur stendur af hafi. Svo einfalt er það.  


mbl.is Gusugangur á Borgarfjarðarbrúnni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta er alveg rétt hjá þér. Landinn gleymir stundum hvar hann á heima. Það er ekki endanlega hægt að bera okkar mannvirki saman við annarstaðar í heiminum.

Úrsúla Jünemann, 18.9.2008 kl. 12:38

2 identicon

Hugmyndin um flugvöll á Lönguskerjum  er svo arfavitlaus, að ég  hef aldrei getað áttað mig  hversvegna  hún hefur   til umræðu, --  í alvöru að því er virðist.

ESG (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband