Fyrirkomulagið var rangt.

Margir þeirra sem norski hagfræðingurinn Harald Magnus Andreassen segir að beri ábyrgð á hruni efnahagslífsins hafa sagt að þeir Íslendingar sem áttu þátt í neyslu og skuldasöfnun beri mikla ábyrgð. Þetta er ekki rétt nema að mjög litlu leyti.

Höfuðábyrgðina hljóta þeir að bera sem buðu til veislunnar og sköpuðu þær aðstæður að hvaðeina sem fólk keypti frá útlöndum fékkst í raun með 30% afslætti vegna hás og rangs gengis krónunnar. Þar að auki var bókstaflega otað að fólki að taka lán hjá hinum ýmsu vogunar- og verðbréfasjóðum.

Hliðstæðu var að finna í kommúnismanum í Austur-Evrópu á sinni tíð. Stjórnarskráin og hugsunin öll gekk fallega upp á pappírnum, en í raun var skapað ástand í þessum þjóðfélögum sem leiddi til alræðis og kúgunar. Ástæðan var sú að hin fallega kenning stóðst ekki vegna mannlegs eðlis og ófullkomleika.

Ef efnt er til útsölu með gylliboðum eins og gert var hér á landi í bullþenslunni er viðbúið að mannlegt eðli ráði því að margir láti glepjast.

Ráðamenn voru valdir af kjósendum til að búa til umhverfi sem leiddi til góðs þjóðfélags. Ráðamönnumum mistókst þetta og bera því langmesta ábyrgð.

Stefna Íslandshreyfingarinnar hefur frá upphafi verið sú að andæfa græðgisvæðingu og tillitsleysi gagnvart samborgurum og afkomendunum. Þetta beinist fyrst og fremst að þeim sem falin er umsjá og forráð yfir löggjafar- og framkvæmdavaldi. 

Því er hins vegar ekki að leyna að allir ættu nú að líta í eigin barm og íhuga hvort þörf sé á endurmati á þeim gildum sem bestu farsældina veitir  


mbl.is „Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Leggjumst bara á bæn með biskupnum og biðjum fyrir öllu vondu köllunum.  Því enginn er svo illur að ekki búi í honum eitthvað gott.  Eða hvað ?   Mannlegt eðli er svo breyskt, að það gerir lífið beiskt. Svínin sitja og sumbla feit, en við minnum á gamla geit.

Máni Ragnar Svansson, 3.11.2008 kl. 21:36

2 Smámynd: Dunni

Harald Magnus Andreassen  er aðalgreinir First Securitas í Noregi.  Í kvöld gerði hann sig að fífli í umræðuþætti á TV2 þegar hann reyndi að verja það að lang stærsti banki Noregs, DNB Nor hækkaði vextim um 0.5% þegar seðlabankinn lækkaði stýrivextina um 0.5% og flestir aðrir banlkar fylgdu dæmi hans.

Þannig að við tökum Harald Magnus Andreassen  ekki svo mjög hátíðlega. En hann hefur þó bent á msitök ríkistjórnar Íslands í norsku prressunni og lét þá fylgja að íslenskur almenningur hafi ekki látið sitt eftir liggja í eyðsluveislunni. 

Dunni, 3.11.2008 kl. 22:23

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alveg merkilegt hvað sumir Íslendingar verða uppveðraðir þegar útlendingar tjá sig um okkur. Svona hálfgert "How do you like Iceland?" syndrome.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2008 kl. 00:33

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sagði þessi norski hagfræðingur þá eitthvað sem hægt er að hrekja með öðrum rökum og skárri en þeim að það sé gæfa þessarar þjóðar að hafa átt þá Davíð og Geir að til að takast á við vandann? (hér er vitnað til orða Hannesar Hólmsteins á Útvarpi Sögu)

"Flýit þér nú allir nema Skammkell."

Árni Gunnarsson, 4.11.2008 kl. 01:24

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessi Norðmaður er ekki hátt skrifaður í heimalandi sínu, en er stór kall hér í augum þeirra sem sleikja rassgatið á útlendingum langt upp á bak.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2008 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband