Dorritt sá þetta líka. Sjálfstæð kona !

Dorrit er sjálfstæð kona. Slíkt sjálfstæði fer ekki eftir stjórnmálaflokkum. Gott dæmi um það er þegar Friðfinnur Ólafsson og kona hans buðu sig fram hvort á móti öðru á Vestfjörðum, hann fyrir Alþýðuflokkinn, hún fyrir sósíalista.

Ástir samlyndra hjóna geta líka verið ástir sundurlyndra hjóna þegar kemur að persónulegum ágreiningsmálum eins og stjórnmálum.

Þegar Dorrit kvartar yfir því að hafa stöðu arabískrar eiginkonu er hún ekki að kvarta yfir því að vera í hjónabandi með Ólafi Ragnari Grímssyni sem einstaklngi heldur að vera í hjónabandi við heila þjóð.

Bollaleggingar um yfirvofandi hjónaskilnað flinnst mér óviðeigandi vegna þess að í raun er hún að kvarta yfir því að þurfa að bera þær skyldur forsetafrúar, sem embætti forsetans leggur henni á herðar og hamlar því að fá að vera hún sjálf.

Í íslenskum lögum er ekkert sem mælir fyrir um að forsetafrúin eigi að vera sammála eiginmanni sínum, - ekki frekar en að börn hans og ættingjar þurfi að vera það.

Hins vegar er málið erfiðara þegar um er að ræða viðtal á erlendri grund þar sem orð hennar eru túlkuð sem jafngild ummælum hans og þau bæði skoðuð sem fulltrúar þjóðarinnar.

Við eigum samt að lofa Dorritt að vera sjálfstæð kona eftir því sem við getum. Hún er oft svo dásamleg andstæða við aðra í þykjustuleik embættis- og stjórnmálamanna. Og það er svo hressandi !


mbl.is Veðjuðu á endurlífgun hagkerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dorrit er gyðingur, kona og demantasali.

Ólafur Ragnar er karlmaður sem var fjármálaráðherra hér á árunum 1988-1991.

Þorsteinn Briem, 9.2.2009 kl. 22:05

2 identicon

Nú þarf þjóðin að spara og skera af alla fitu.  Hvað er forsetaembættið að gera fyrir þjóðina annað en að skapa einhver ótrúleg útgjöld fyrir þjóðfélagið okkar.  Forsetaembættið er hrein óskapleg fita og rándýr að auki.

Utanríkisþjónustan er 80% fita og hana má að skaðlausu skera verulega niður, ásamt með hinu fánýta forsætaembætti.

Sameinum embætti forsætisráðherra og forseta, að erlendri fyrirmynd.  Höfum bara einn þjóðarleiðtoga í stað tveggja og kjósum hann beinni kosningu.  Þessi þjóðarleiðtogi skipar svo í stjórn lýðveldisins úr hópi lýðræðiskjörinna fulltrúa þjóðarinnar, sem vonandi verða kosnir í persónubundnum kosningum en ekki lista.

Hjónakarp Ólafs og Dorritar er ekki merkilegra en Jóns Baldvins og Bryndísar, en ef einhver hefur áhuga á slíku lesefni, eru glanstímaritin áreiðanlega meira en fús til að veita slíku efni pláss fyrir áhugasama.

Stefán (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 00:07

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aldrei má þar segja shit,
en sjaldan þegir hún Dorrit,
því Óli dýr hann keypti kit,
og Klakann setti í skuldapytt.

Þorsteinn Briem, 10.2.2009 kl. 00:13

4 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Fólk hefur eðlilega skoðanir á forsetafrúnni. Persónulega finnst mér ekkert sérstaklega til hennar koma, einfaldlega af því hún kemur alltaf eftir á og segir i told you so. Hins vegar man ég ekki eftir því að dorrit hafi varað einn né neinn við neinu varðandi bankahrunið. Botnin tekur svo úr þegar hún reynir að líkja sér við eiginkonu araba, á hvaða forsendu er alveg óljóst!

Óskar Steinn Gestsson, 10.2.2009 kl. 02:36

5 identicon

Hræðilegt hvað margir vissu hvað var að gerast en gerðu ekkert nema að reyna að bjarga eingin skinni. Óli vissi en stóð sig ekki gagnvart þjóðinni forseti hvað.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 04:10

6 identicon

Það er kannski ekki alslæmt að þjóðir heims geti hlegið að kerlu. Maður svona hálfvorkennir ÓRG,hélt að ég ætti það ekki eftir. Enda hvað hefur þetta par með stjórnsýslu landsins að gera?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 07:27

7 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég get ekkert gert að því, en mér finnst Dorrit dásamlega eðlileg kona.

Úrsúla Jünemann, 10.2.2009 kl. 11:29

8 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Hún Dorrit  er reynslujaxl í að vera rík.    Það voru "víkingarnir" ekki og stóðu auk þess á froðu.     Það grunaði Dorrit að eigin sögn.

Við getum held ég alveg gleymt því úr þessu að setja í glanspappír það sem frá okkur fer til erlendra fjölmiðla.  Það er barnaskapur.    Auk þess eru hér erlendir fjölmiðlamenn á landinu og ná sér þá bara í "inside information".  Þessutan er nú ekki allt gáfulegt sem Forsetinn lætur frá sér fara. 

Bara fínt hjá Dorrit að láta Ólaf ekki ritskoða sig lengur.

P.Valdimar Guðjónsson, 10.2.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband