Aftur til 2007.

Landsfundur Frjálslynda flokksins 2007 varð sögulegur. Það léku Ásgerður Jóna Flosadóttir og Jón Magnússon stór hlutverk og allar minnstu vonir um að þessi flokkur gæti orðið grænn fyrir atbeina Margrétar Sverrisdóttur og í anda Ólafs F. Magnússonar og óháðra í Reykjavík fuku út í veður og vind.

Fyrr í vetur báru ýmsir þá von í brjósti að betur yrði hægt að gera nú og maður heyrði um alls konar plott í gangi í þá veru að umbylta stefnu flokksins á ýmsum sviðum öðrum en í sjávarútvegsmálum.

Ekkert sýnist mér nú hins vegar benda til annars en að flokkurinn verði nánast eins kjördæmis flokkur og byggist á persónufylgi Guðjóns Arnars Kristjánssonar í Norðvesturkjördæmi. Hann má ekki missa mikið fylgi þar frá því síðast til að koma engum á þing. Fylgið við Kristin H. Gunnarsson, sem kom með honum inn, virðist nú hafa gufað upp að mestu, bæði hjá Frjálslyndum og Framsókn.

Sundrun þingflokksins og innganga helmings hans í aðra flokka virðist hafa verið skriftin á veggnum.


mbl.is Ásgerður Jóna varaformaður Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Það fer enginn í gegn um Guðjón.

Þorsteinn Sverrisson, 14.3.2009 kl. 17:50

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Því má svo halda til haga að Sigurjón er vinsælasti maður flokksins og hann er núna formaður UMSS. Afar vinsæll og vel þokkaður á Sauðárkróki þar sem hann býr. Það er ekki ólílegt að þessir tveir nái einum kjörnum þingmanni. Vafasamara með 5 þrósentin á landsvísu.

En svo má þess líka geta að ennþá er Frjálslyndi flokkurinn sá eini af gömlu flokkunum sem tekur afdráttarlausa afstöðu til uppstokkunar á kvótakerfinu. Skoðanakannanir sýna að þjóðin er búin að fá nóg af þessum viðbjóði, en milli 80 og 90% vilja stokka þetta kerfi upp.

Árni Gunnarsson, 14.3.2009 kl. 20:06

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nafni er þéttur og fastur fyrir!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.3.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband