Íslendingar hjálpa nauðstöddum.

Líklega líður ágæt tilfinning um marga stóriðjusinnana við að hugsa út í það að við Íslendingar veitum Alcoa hjálp til að minnka tap fyrirtækisins sem komst í hámæli í dag. Það gerum við með því að selja þeim orkuna á spottprís svo að tryggt sé að hvernig sem allt veltist græði þeir vel á álverinu á Reyðarfirði og síðar einnig á Bakka og jafnvel víðar.

Þegar þar að kemur verður síðan ekki ónýtt fyrir okkur Íslendinga að geta rétt útlendingum hjálparhönd með því að lofa þeim að eignast orkuauðlindirnar þegar tapið á Landsvirkjun fer að sliga okkur.

Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að fara og sjá Draumalandið, hina frábæru mynd þremenninganna Andra Snæs Magnasonar, Þorfinns Guðnasonar og Sigurðar Gísla Pálmasonar sem sýnd var á forsýningu í kvöld í Háskólabíói.

Í myndinni sést vel hvernig við erum í hópi með ánauðugustu og fátækustu þjóðum heims þegar kemur að því að vera hjálpsamir við erlend stóriðjufyrirtæki í erfiðleikum og afhenda þeim land til umturnunar í þágu hins erlenda auðmagns og algerrar eignar þegar fram í sækir.


mbl.is Tap Alcoa meira en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Áróðursmyndir eru ágætar til síns brúks.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.4.2009 kl. 00:37

2 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Ómar, ég get varla verið meira sammála þér, en er ekki skrítið að þið skulið hlaupa undir pils þess flokks sem er algjörlega tilbúinn að selja alla orkuna fram í tímann, og líka hugsanlega tekjumöguleika okkar fram í tímann, eins og Össur er búinn að ræða.

Er hræðslan svona mikil við sósíalisma svona mikil, eða býr eitthvað annað að baki?

Sósíalismi er: blandað hagkerfi, ríkis, einkareksturs, jafnvel samvinnureksturs, en undir eftirliti. Sósíalistar á Íslandi vilja hugsa til framtíðar, hugsa um landið, afkomendur, sjálfbæra þróun, virkjanir sem þjóna þessu markmiði. Sósíalismi er fremur alþjóðasinnaður en heimóttarlegur, þannig að allur slíkur árðoðu er út í hótt.

Ég spyr: Af hverju hljóð þín hreyfing öll inn í Samfylkinguna, flokk sem er tilbúinn að eyða allri orku Íslands eins og hönd væri veifað, í tímabundna velsæld, skuldfærða til barnabarna okkar ?

Af hverju? ERTU svona mótaður í uppeldið, að þú getur ekki séð nema helminginn?

Gústaf Gústafsson, 8.4.2009 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband