Enginn til baka yfir til Sjálfstæðis og Framsóknar.

Fyrir kosningarnar 2007 var birt svipuð úrvinnsla og núna um flæði milli flokka viku fyrir kosningar. Þá kom í ljós að stærsti hópurinn sem ætlaði að kjósa Íslandshreyfinguna, kom úr Sjálfstæðisflokknum og enda þótt margir kæmu einnig frá hinum flokkunum, náðist það markmið framboðsins að gefa þeim, sem voru áður fylgjendur þáverandi stóriðjustjórnarflokka en ósáttir við stefnu þeirra í stóriðju- og virkjanamálum, kost á því að kjósa grænt framboð á miðjunni.

Þar með veiklaðist stóriðjustjórnin svo mjóg að hún treysti sér ekki til að halda áfram.

Athyglisvert er að sjá að núna fer ekkert af þessu fólki aftur til baka, heldur yfir á vinstri flokkana og Borgarahreyfinguna. Straumurinn liggur bara í eina átt, frá gömlu slímsetu stóriðjuflokkunum.

Einnig má sjá að ef Íslandshreyfingin hefði boðið fram ein og sér núna, hefði hún verið að bítast við Borgarahreyfinguna um ákveðinn hóp fólks og það orðið báðum framboðunum til trafala í viðleitni þeirra til að komast yfir 5% atkvæðaþröskuldinn.


mbl.is Fylgið flæðir milli flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að framsókn fái fólk til baka,Sigmundur Davíð virkar traustur

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband