Komu að oltnum bíl, - ekki bílveltu, eða hvað ?

Í frétt á mbl.is segir frá því að björgunarsveit hafi ekið fram á oltinn bíl rétt sunnan við Staðarskála. Greinilegt er á fréttinni að bíllinn var á hvolfi þegar að honum er komið og því stenst sú staðhæfing fréttarinnar varla að björgunarsveitarmenn hafi "komið að bílveltu" eða þessi orð: "..óku fram á bílveltu."

Bílveltunni var lokið áður en komið var að bílnum. Bílveltan stendur aðeins yfir meðan bíllinn er að velta en ekki áfram eftir að bíllinn hefur hætt að velta.

Ef björgunarsveitarmenn hefðu ekið fram á mann, sem hefði verið rotaður með kjaftshöggi og legið þar í rotinu, hefð þá verið hægt að segja: "komu að rothöggi?"

Menn koma að oltnum bíl, að bíl á hliðinni, eða bíl á hvolfi en ekki bílveltunni sjálfri, er það ekki?

Orðalagið í fréttinni er angi af þeirri furðulegu árátta að segja "bílvelta varð" heldur en að segja einfaldlega: "bíll valt."


mbl.is Björgunarsveitarmenn komu að bílveltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er samt ekki eins ævintýralegt rugl og fréttin á Vísi í dag sem bar yfirskriftina "Björguðu manni fyrir slysni".  Henni hefur nú verið breytt.  Upphaflega fréttin var svona:

Vísir, 17. maí. 2009 17:29

Björgðu manni fyrir slysni

mynd
Björgunarveitin frá Garðabæ. Þess má geta að myndin tengist ekki fréttinni beint.

Meðlimir í Björgunarsveitinni Suðurnes, sem voru á leið heim af landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem haldið var á Akureyri um helgina, óku fram á bílveltu rétt sunnan við Staðarskála í Hrútafirði um klukkan hálf fimm í dag.

 

Ökumaðurinn var einn í bílnum. Hann var á toppnum þegar björgunarsveitina bar að.

 

Náðu meðlimir hennar manninum úr bílnum, settu í hálskraga og á bakbretti. Hann var svo fluttur í björgunarsveitarbílnum á móti sjúkrabíl sem kom frá Hvammstanga.

 

 

 

Núverandi útgáfu má svo sjá hérna http://www.visir.is/article/20090517/FRETTIR01/816149517

Jens (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 22:50

2 identicon

Já, þeir komu að oltnum bíl, ekki bílveltu.  Kannski myndu þeir líka skrifa: Komu að rothöggi!?   Og þeir björguðu manni fyrir slysni!?!   Einu sinni var orðið mæðgur notað í frétt í Fréttablaðinu, um föður og dóttur hans.    

EE elle (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 23:27

3 identicon

--  Mikið er ég hrærður að sjá, að fleiri en ég skuli nú sjá þetta bull, sem þessir blessaðir blaðamenn eru að nota í sínum æsifregnum.- Við, sem höfum búið erlendis í nærri 40 ár, erum ennþá að tala þá Íslensku, sem töluð var, þá við fluttumst til útlanda. Nú, þegar maður kemur heim á Frón, skilur maður valla landsmenn, sérlega unglingana, sem tala nú bjagað og marg brenglað mál og hafa enga einurð í sér, að tala rétt og vandað mál.- Man ég, að í skólagöngu minni forðum, þá var haft gaman af þessum málsmeðferð, sem um getur í þessari umræddu fréttasögn.- Semsagt, " Rúm til sölu, hjá gamalli konu, sem hægt er að draga sundur og saman " -- Aumingja gamla konan !!  -´ Nú ættu Íslendingar að taka sig á og vanda málið og setja saman setningar með betra viti, en umrædd frásögn gefur til kynna ! -

-- Lengi lifi Ísland og okkar fallega mál !!    B.B.Sv.

B. B. Sveinsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 06:03

4 identicon

Smilie

EE elle (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 09:19

5 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Nú, ég kom að stjórnmálum í skrifum! Hvar er ég ÞÁ staddur?

Eyjólfur Jónsson, 18.5.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband