Annað hvort eða - fyrirfram?

Bjarni Benediktsson átaldi Össur Skarphéðinsson fyrir það nú rétt í þessu í útvarpsumræðum að Össur vilji ekki fyrirfram lýsa yfir því hvort hann muni styðja væntanlega niðurstöðu samningaviðræðna við ESB þegar hún liggi fyrir.

Samkvæmt þessum skilningi er það rangt hjá meirihluta þjóðarinnar að vilja láta reyna á samningaviðræður nema hún sé fyrirfram búin að mynda sér skoðun á útkomunni.

Okkur hefur verið álasað fyrir það að vera nánast landráðafók vegna þess að við teljum nauðsynlegt að koma ESB-málinu á hreint með því að sjá hvað fáist út úr samningaviðræðum við ESB og láta síðan þjóðina sjálfa leggja dóm á útkomuna.

Ég hef í þessu sambandi tekið sem hliðstæðu ferð samninganefndar Íslendinga á fund handhafa konungsvaldsins í Kaupmannahöfn fyrir rúmri öld til að sjá hve langt hægt væri að komast í samningum um aukið sjálfstæði Íslands gagnvart Dönum.

Meðal nefndarmanna voru Hannes Hafstein og Skúli Thoroddsen. Ég geri ráð fyrir að Skúli og aðrir nefndarmenn hafi farið þessa ferð með svipuðu hugarfari og Össur Skarphéðinsson hefur lýst, það er, að reyna til þrautar hve góðum samningi mætti ná og áskilja sér rétt til að taka endanlega afstöðu til hans þegar hann lægi fyrir.

Enginn nefndarmanna lýsti fyrirfram yfir því hvaða afstöðu hann myndi taka til samingsins þegar hann lægi fyrir, enda var samningurinn ætíð kallaður "uppkastið" og deilurnar kenndar við það orð.

Það var ekki ljóst fyrr en í ljós kom hve langt væri hægt að komast að Skúli ákvað að leggjast gegn samningnum.

Nú stefnir í að þjóðin muni ákveða hvort fyrirhugaður samningur við ESB verði samþykktur eða honum hafnað. Ég áskil mér rétt til að taka afstöðu til samningsins þegar hann liggur fyrir og finnst það fullkomlega eðlilegt þótt formanni Sjálfstæðisflokksins virðist ekki finnast það.


mbl.is Leiði mótun sjávarútvegsstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Fyrsta stigið er að láta þjóðina segja sína skoðun á því hvort það eigi yfir höfuð að fara í umræður um hugsanlega aðild. Ef þjóðin vill það eftir að hafa hlustað á rök með og á móti, þá er næsta stig að fara í samningaviðræður og sjá hvað útúr þeim kemur. Niðurstöðurnar úr þeim á svo auðvita að leggja fyrir þjóðina aftur. Það er mín skoðun að þingsáliktunartillaga á núverandi þingi eigi einvörðungu að snúast um það mál hvort þjóðin vilji yfirleitt að farið verði í slíka samninga.

Þetta er of afdrifaríkt mál fyrir fullveldi þjóðarinnar til að taka of stór skref við afbrigðilegar aðstæður. Það er ekki ósvipað því að hleypa tryggingarsölumönnum inn á bráðamóttöku og gefa þeim veiðileyfi á að selja fólki sem nýlega hefur lent í slysi slysatryggingar.

Það þarf að gefa fólki svigrúm til að jafna sig áður en farið verður í atkvæðagreiðslu um aðild að þessu bandalagi. Ekki síst í ljósi þess að ESB:é sinnar virðast hafa mikinn og greiðan aðgang að auglýsingafjármagni og fjölmiðlum.

Ásgeir Rúnar Helgason, 18.5.2009 kl. 21:39

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það er merkilegt að fólk ennþá tekur mark á þessum Bjarna ben. þessi maður er ekki svo mikið sjálfhugsandi eins og mætti halda. Og að taka mark á honum í Utanríkismálum er alveg út í hött eins og og sagan hefur þegar sagt okkur. Væri nær að huga að sínum eigin hugmyndum og framkvæma þær í staðinn Ómar!!

Eyjólfur Jónsson, 18.5.2009 kl. 21:55

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ómar ertu á móti beinu lýðræði og ákvörðun almennings þessa lands um framtíð þess í þessu mikla máli um aðild að ESB? ef ekki þá ættiru að vera hlynntur tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu. allar afsakanir um annað er yfirlýsing um að aðildarsinnar vilja halda þessu máli hjá elítunni og frá alþýðunni.

Fannar frá Rifi, 18.5.2009 kl. 21:56

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kostirnir voru þrír:

1. Að halda áfram að gera ekkert.

2. Að kjósa um það hvort sækja ætti um aðild, og ef það yrði ofan á, að kjósa um niðurstöðuna.

3. Að ganga til samnninga og kjósa um niðurstöðuna.

Ég hef síðustu misseri viljað afgreiða þetta mál og verið á móti aðgerðarleysinu.

Ég setti fram fyrstur manna hugmyndina um kost númer 2.

Honum hefur nú verið hafnað og þá tel ég kost númer 3 betri en kost númer 1. Raunar er kostur númer 3 einfaldastur.

Ómar Ragnarsson, 18.5.2009 kl. 22:00

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

semsagt þú ert að segja að samflokksmenn þínir eru á móti lýðræði og þú ert sáttur við niðurstöðu þeirra um að halda eigi þjóðinni sem allra lengst frá ákvarðanna töku í þessu máli. helst alveg þangað til að Össur hefur skrifað upp á bindandi samning útí Brussel.

Fannar frá Rifi, 18.5.2009 kl. 22:28

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, kostur nr. 1 er skárstur - enda þurfum við ekki að gera neitt hvort sem var.   

Við eigum ekkert erindi í ESB pólitíkina - getum reynt að sætta okkur við EES fjármálasamninginn þótt hann sé ábyrgur fyrir fjármálahruninu - en það er algjör óþarfi að vaða úr öskunni í eldinn. 

Kolbrún Hilmars, 18.5.2009 kl. 22:39

7 Smámynd: Sævar Finnbogason

Sæll Ómar. Er þetta nú ekki merkilegt og dæmigert alltsaman

Fannar vinur minn frá rifi var nú hvorki hrifinn af beinu lýðræði eða þjóðaratkvæðagreiðslum síðast þegar ég vissi hvar hann stóð. Hann eins og margir samflokksmenn hans vantreystu fólki fullkomlega til að fara með slíkt vald. En nú allt í einu elskar hann svo mjög beina lýðræðið að nú það á að marg greiða þjóðaratkvæði.

Þetta er auðvitað ekkert annað en fullkomlega örvæntingarfull og ómálefnaleg rökleysa frá spunameisturum Valhallar.

Ég hef kallað þennan málflutning sjálfstæðismanna, sem hingaðtil hafa verið ötulir talsmenn þingræðis og lítið vilja leggja á sig til að greiða fyrir beinu lýðræði af nokkru tagi ÞJÓÐARATKVÆAGREIÐSLU-ÞÓF

Við getum ekki gert okkur neinar vonir um aðstjórnmálin séu að komastuppúr skorgröfunum miðað við þessar eldhúsdagsumræður

Sævar Finnbogason, 18.5.2009 kl. 23:16

8 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er svo hjartanlega sammála þér!

Ég hafði ekki áttað mig á hversu líkt þetta er í raun ágreiningnum um "uppkastið" svokallaða. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.5.2009 kl. 23:18

9 identicon

Þó að kostur númer 2 kunni að virðast ágæt málamiðlun (vegna þess að flokkarnir eiga svo erfitt með að taka ákvörðun), þá hefur hann tvo alvarlega galla:

Í fyrsta lagi er málið sjálft - þ.e. sjálf Evrópusambandsaðildin með öllum kostum og göllum - ekki nógu skýr ef ekki er búið að semja. Við slíkar aðstæður yrði háð kosningabarátta, með og á móti, í krafti sleggjudóma og hræðsluáróðurs. Miklu meiri hætta er á alvarlegum klofningi á meðal þjóðarinnar þegar hægt er að ala á órökstuddum fullyrðingum. Gleymum því ekki að samhliða aðildarviðræðum (12-18 mánuðir) færi óhjákvæmilega fram upplýst umræða um ESB og því yrði þjóðin frekar reiðubúin fyrir þjóðaratkvæði eftir að endanlegur samningur liggur fyrir.

Í öðru lagi - og þetta ættu andstæðingar ESB-aðildar sérstaklega að hafa í huga - þá veikir fyrirfram þjóðaratkvæði samningsstöðu okkar stórkokstlega. Ímyndið ykkur bara, ef íslenska þjóðin myndi samþykkja í þjóðaratkvæði að sækja skyldi um aðild að ESB (sem er mjög líklegt, sbr. síðustu könnun). Þá myndi samninganefnd okkar mæta veikari til leiks, því sjálf þjóðin væri búin að krefjast þess að sendinefndin sækti um ESB-aðild. Okkar samningsstaða er augljóslega miklu sterkari ef viðsemjendur í Brussel eru ekki sannfærðir um að íslenska þjóðin muni samþykkja aðildina. Mun líklegra er að við fáum einhverjar tilslakanir ef viðsemjendur óttast dóm íslensku þjóðarinnar.

Andstæðingar ESB-aðildar hafa sjálfir oft sagt að embættismenn í Brussel óttist þjóðaratkvæði aðildarríkjanna mest af öllu. Þess vegna eigum við einmitt að geyma þjóðaratkvæðið, nota það sem tromp eða grýlu í viðræðunum.

Þorfinnur (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 09:47

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

Sævar. semsagt þú ert hræddur við þjóðaratkvæðagreiðslu í þessu máli?

þetta mál er miklu meira heldur nokkuð annað mál sem komið hefur á daskrá íslensku þjóðarinnar síðastliðin 65 ár. Öll önnur mál eru smámál sem eru rétt skugginn af þessu máli. 

Að halda því fram að hægt sé að líkja einhveru innanlands máli, hvort sem það er virkjun þarna, hérna eða eitthvað annað mál við þetta mál, lýsir best fullkomnu skylningsleysi viðkomandi á eðli ESB aðildar.

ESB aðild felur í sér fullkomið framsal á löggjafarvaldi Íslands til stofnanna ESB. Lög ESB verða við aðild, æðri íslenskum lögum. Tala nú ekki um þegar stjórnarskráinn ESB verður samþykkt (Lissabon sáttmálinn). en Stjórnarskrá ESB er forsenda þess að nýjum ríkjum verði hleypt inn í sambandið. Bæði það að það er ekki leyfilegt samkvæmt stofnsáttmálum ESB að það séu fleiri en 27 ríki í sambandinu og að það hefur verið gefið skýrt til kynna að sambandið muni ekki hleypa inn fleiri ríkjum nema Lissabon sáttmálin verði samþykktur. Lissabon sáttmálin er síðan æðri stjórnarskrám aðildarríkjanna. 

það er ekki hægt að lýta framhjá þessu nema að menn blindi sjálfan sig með eigin hugmyndum um ESB sem ekki eiga sér stoðir neinstaðar nema í þeirra eigin hugarskotum. 

yfir 90% atkvæðabærramanna kusu með því að Ísland yrði Sjálfstætt ríki fyrir 65 árum. Engin stjórnmálamaður eða flokkur hefur völd eða heimild til þess að skerða sjálfstæði Íslands án þess að hafa til þess skýrt umboð mikils meirihluta þjóðarinnar í beinni atkvæðagreiðslu um það tiltekna mál. allt annað er landráð og fellur undir lög þar lútandi. 

Fannar frá Rifi, 19.5.2009 kl. 09:55

11 identicon

Afstaða Bjarna Benediktssonar í málinu er gjörsamlega furðuleg. Ekki er að sjá að maðurinn hafi neinn hug á að reyna að bæta stöðu flokksins síns eftir ófarirnar í kosningunum. Vafalaust finnst sumum að það sé bara í góðu lagi.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 11:36

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hvað varðar orð Bjarna Benedikssonar þá er það að segja að hann stóð sig sem formaður Sjálfstæðisflokksins hvað varðar að flytja þjóðinni stefnu og ályktanir landsfundar flokksins um áratuga skeið hvað þessi málefni varðar sem um er rætt.

EIns og Sleggjudómaranum er kannski kunnugt um þá segir í „Stjórnarskrá“ Sjálfstæðisflokksins :

„Landsfundur hefur æðsta vald í málefnum flokksins. Hann markar heildarstefnu flokksins í landsmálum og setur reglur um skipulag hans“

Sér væri hver formaðurinn ef honum tækist ekki að flytja þjóðinni stefnu flokks síns.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.5.2009 kl. 11:55

13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Varðandi ESB umræðuna þá er mönnum holl lesningin hans Gunnars Rögnvaldssonar :

http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/880183/

Gunnar Rögnvaldsson 

Ísland fær að prófa atvinnuleysi evrulanda í einn mánuð á 30 árum

Hvernig finnst ykkur þetta?

atvinnuleysi 1980-2010

Til hamingju Ísland

Kæru Íslendingar. Nú fáið þið loksins tækiæri á að prófa hvernig það er að vera evruland í ca einn til þrjá mánuði á svona ca síðustu 30 árum. Myndin hér að ofan sýnir okkur atvinnuleysi á Íslandi og í evrulöndum frá 1980 til 2010. Þetta er svona samkvæmt tölum og gögnum frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum (IMF). Nú vitið þið bráðum hvernig þetta er. Það góða við stöðuna er þó það, að þið eruð sem betur fer ekki með sjálfa evruna. Þetta ástand mun því læknast aftur eftir nokkra mánuði. Ísland er nefnilega með sinn eigin gjaldmiðil sem hefur megnað að gera Íslendinga að einni ríkustu þjóð í Evrópu á mjög skömmum tíma. Þátt fyrir stór mistök við hagstjórn landsins

Þau lönd sem hafa ekki svona tryllitæki sjálf, eru háð náð og miskunn hinna peningalegu máttarvalda í Mið & Suður Evrópu. Þessi yfirvöld hafa alltaf reynt að koma á því sem Mið Evrópumenn kalla "stöðugleika". En þetta orð, stöðugleiki, er notað yfir þennan samfellda múr af massífu atvinnuleysi sem sést þarna á myndinni. Engin ríki þola svona atvinnuleysi og sóun. Þau verða alltaf fátækari og fátækari. Ofan í þessar tölur frá IMF kemur svo allt hið falda og leynda atvinnuleysi sem inniheldur allt það fólk sem hýst er í hinum mörgu og stóru kassageymslum ríkja ríkjanna. Þetta fólk verður litið sem ekkert vart við kreppuna núna. Hún er nefnilega alltaf hjá þeim. It just plain works!

Evran vikrar

Nýja kreppan, sem hægt og rólega er að bíta sig fasta á evrusvæði núna, mun hafa þau áhrif að íbúar evrusvæðis munu fá sinn týnda japanska áratug (og sennilega tvo) af ALGERRI stöðnun. Nýjustu tölur um ekki-hagvöxt segja okkur nefnilega að meðalhagvöxtur á evrusvæðinu hafi verið um 0,6% á ári frá árinu 2000. Sem sagt 9 ár af engu. It just plain works! 

Meira hér að neðan um stöðugleika (litinn sem engan hagvöxt) og mikið massíft atvinnuleysi

Ein til tvær fyrri bloggfærslur

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.5.2009 kl. 11:57

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kárahnjúkamálið og sambærileg fyrirhuguð eyðilegging náttúruverðmæta, óbætanleg um þúsundir ára, er stærsta mál okkar samtíðar að mínu mati vegna þess að hún mun valda tjóni fyrir milljónir Íslendinga sem eiga eftir að lifa í þessu landi.

Eyðilegging þessara gríðarlegu verðmæta er 100% óáfturkræf en það sama þarf ekki endilega að gilda um aðild að ESB. 

Ómar Ragnarsson, 19.5.2009 kl. 15:22

15 Smámynd: Stefán Jónsson

Þarna kemurðu inn á mjög áhugavert atriði, Ómar, sem ég hef alveg saknað í umræðunni. ER hægt að ganga ÚR Evrópusambandinu???

Ég er sem stendur mótfallinn Evrópusambandsaðild, kannski á það eftir að breytast síðar.
Ég geri mér nefnilega fulla grein fyrir fáfræði minni og mér finnst hæpið að vera mjög einstrengingslega með eða á móti einhverju sem ég veit ekki hvað er.

Ég vil þó benda á sögulegt samhengi:
Síðast þegar Ísland var á hausnum eftir græðgisbrölt siðblindra villimanna, undir lok Sturlungaaldar, þá framseldum við hluta af sjálfstæði landsins. Og við munum líklega öll hvernig það fór.
Nú erum við í nákvæmlega sömu stöðu og það setur að mér sögulegan hroll við tilhugsunina um að hugsanlega erum við að fara að undirrita einhvern "Nýja sáttmála".

Stefán Jónsson, 19.5.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband