Enginn má við margnum.

Ronaldo var sá leikmaður Manchester United í úrslitaleiknum í gær sem helst stóð undir væntinum hvað snerpu, hraða, ákveðni og baráttuanda snerti. En miðjumenn og varnarmenn Barcelona sáu til þess að lið Manchester United náði aldrei almennilega saman ef undan eru skildir nokkrir stuttir kaflar í leiknum.

Leikmönnum Barcelona tókst að lesa leik Manchester United eftir fyrstu átta mínúturnar, uppskera mark í fyrsta skoti sínu að marki í kjölfar frábærs einkaframtaks og síðan annað mark í þann mund sem MU virtist vera að ná vopnum sínum aftur.

Ronaldo og Rooney skorti stuðning samherja sinna á mikilvægum augnablikum og þegar þannig er í pottinn búið í íþrótt þar sem liðsheildin er aðalatriðið er alveg sama hvað einstakir leikmenne eru góðir, enginn má við margnum.

Maður velti vöngum yfir því í leiknum í gær hvernig Ronaldo hefði vegnað í framlínu andstæðinganna þar sem eru snillingar sem hver um sig eða saman geta ógnað hvaða vörn sem er.


mbl.is Framtíð Ronaldo hjá United enn og aftur í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei TIL SPÁNAR MEÐ ÞETTA MONTPRIK OG united NÆR EKKI Á TOPP 10 Á NÆSTA ÁRI HEHEHEHEHEHE

El Nino (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband