Lítið dæmi um snilld.

Snilld Lionel Messi sást oft vel í þessum leik en ég nefni lítið dæmi. Það var þegar hann prónaði sig áfram aðþrengdur af þremur andstæðingum, sem felldu hann svo að hann kútveltist en komst samt á fætur og tók boltann og hélt áfram með hann.

Messi og Maradona eru dæmi um argentínska knattspyrnsnillinga sem nýta sér helsta kost þess að vera lágvaxnir, en það er hve þyngdarpunkturinn liggur lágt. Þeir hafa gott jafnvægi og eru liprir í þröngum stöðum auk þess sem boltameðferðin er einstök. Það sást vel í atvikinu sem ég var að lýsa.

Ef maður skoðar líkamsbyggingu Eiðs Smára Guðjohnsen sést, að neðri hluti líkamans er hlutfallslega styttri en efri hlutinn. Það gefur honum gott jafnvægi og lágan þyngdarpunkt miðað við hæð. Veit ekki hvort margir hafa veitt þessu athygli.

Hæðin getur hins vegar verið notadrjúg fyrir Eið í skallaeinvígi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Rétt, en hraði hans, hreyfaeiki án knattar, sendingar og frumleiki var í sérklassa.

Sigurður Þorsteinsson, 27.5.2009 kl. 21:45

2 identicon

enda var einsog boltinn væri límdur við fætur Messi-algjör snillingur..

zappa (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 21:46

3 identicon

Besti leikmaður heims síðustu 2-3 ár, Lionel Messi. Engin spurning.

Hann er í raun alinn upp í Barcelona, þó hann sé frá Argentínu. Kom til Barca 12-13 ára gamall. Alveg merkilegt að 7 leikmenn í byrjunarliði Barcelona í kvöld eru aldir upp hjá liðinu. Það telst mjög hátt hlutfall í nútímafótbolta. Og sýnir að Barcelona er að gera eitthvað af viti í unglingastarfi.

Eiður Smári er búinn að spila frábærlega úr sínum ferli; að vera í langbesta liði heims, ekki amalegt það. Vona að hann verði ekki niðurlægður einu sinni enn hjá íslenskum íþróttafréttamönnum, þeir geta varla horft framhjá honum eina ferðina enn... Besti fótboltamaður Íslandssögunnar!

Þorfinnur (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 23:49

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sammála um stöðu Eiðs meðal íslenskra íþróttamanna nú um stundir en bendi á að á sínum tíma var Albert Guðmundsson líkast til einn af tíu bestu knattspyrnumönnum Evrópu og Ásgeir Sigurvinsson var valinn besti maðurinn í þýsku knattspyrnunni sem þá var ein sterkasta deildin í Evrópu.

Ómar Ragnarsson, 28.5.2009 kl. 03:29

5 identicon

Gerd Muller ver með eftirminnilega langan búk og stuttar þykkar lappir.  Hann virkaði víst nokkuð hávaxinn þegar hann sat í stól en hækkaði ekkert  þegar hann stóð upp. Algjör markaskorari.

Jóhannes (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 12:46

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ásgeir Elíasson var þessi týpa.

Ómar Ragnarsson, 28.5.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband