Rússnesk rúlletta með mannslíf.

Einn angi sársaukafulls niðurskurðar á ríkisútgjöldum blasir við í samdrættinum hjá Landhelgisgæslunni. Málið er mjög einfalt, - það verður einfaldlega spilað áhættuspil með mannslíf bæði á sjó og landi.

Þetta blasir mun betur við varðandi þyrlureksturinn en á ýmsum öðrum sviðum í öryggis- og tryggingarkerfi landsmanna þar sem niðurskurðarhnífnum verður beitt, til dæmis í heilbrigðisþjónustunni.

Næstu samdráttarár verða að meðaltali tíu dagar á ári sem engin þyrla verður til taks. Enginn veit hvaða dagar þetta verða og hvenær kemur að því óhjákvæmilega, að mannslífi eða mannslífum verður fórnað fyrir sparnaðinn.

Í útreikninginn mæti bæta líkindareikningi á því hve mörg mannslíf eða hlutfall af mannslífum muni missast við þetta.

Hvert íslenskt mannslíf telst vera um 200 milljóna króna virði í beinhörðum peningum. Líkast til gildir um þetta það sama og um nánast allt nú sem fyrr, köldu mati á peningunum einum en ekki hinni andlegu hlið þjáninga og óbeins tjóns vegna missis manna, sem fórnað kann að verða í ískaldri og tilfinningalausri rússneskri rúlletu.


mbl.is Engin þyrla tiltæk í 10 daga á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó allt tal um peningavirði mannslífa sé heldur nöturlegt, má samt geta þess að fyrir um 15 árum var mannslífið talið um 4 milljóna dollara virði. Er ekki rétt að reikna það með nýju gengi og almennri heimsverðbólgu? Bestu kveðjur, Trausti J.

Trausti Jónsson (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband