Hörður, Haukur og Mc Kenley.

Usain Bolt er óvenju hár spretthlaupari, 1,96 metrar á hæð. Af ókunnum ástæðum er hann samt jafn fljótur af stað fyrstu 30 metrana og smærri hlauparar, sem yfirleitt eru taldir hafa forskot í viðbragði og fyrsta hluta spretthlaups.

Hið frábæra afrek Bolts minnir okkur á það að einu sinni áttum við Íslendingar óvenju hávaxinn spretthlaupara, Hörð Haraldsson. Hann var 1,92 metrar, sem á þeim tíma, þegar meðalhæð manna var minni en nú.

Þrátt fyrir hæð sína var Hörður magnaður 100 metra hlaupari og barðist hart í þeirri grein við Clausenbræður, Finnbjörn Þorvaldsson og Ásmund Bjarnason.

Þetta þótti mikil hæð og samsvaraði hæð Bolts á okkar dögum. Engu að síður var Hörður í fremstu röð gullaldar spretthlaupara okkar og stefndi í áttina að því að berjast um gull á EM í Brussel sumarið 1950 í 200 metra hlaupi þegar hann tognaði illa mánuði fyrir mótið.

Mörgum árum síðar fann hann út að tognanir, sem ávallt dundu á honum þegar hann var að nálgast toppform, stöfuðu af röngu mataræði hans, skorti á B-vítamíni sem er nauðsynlegt fyrir vöðva og taugar.

Hörður vann Hauk Clausen naumlega í frægu 200 metra hlaupi 17. júní 1950 en síðsumars fór Haukur til Svíþjóðar eftir að hafa á mjög ósanngjarnan hátt verið meinað að keppa um gull í betri grein sinni, 200 metra hlaupi, á EM í Brussel.

Á Em hafði hann einungis fengið að keppa í lakari grein sinni, 100 metra hlaupi, og var samt einum metra frá verðlaunasæti í úrslitahlaupinu í þeirri grein.

Hann þyrsti því í uppreisn og varð að ósk sinni í Eskilstuna með því að setja þar Íslandsmet í 200 metra hlaupi sem stóð í 27 ár og Norðurlandamet sem stóð í sjö ár ! Þessi árangur Hauks var besti árangurinn í 200 metra hlaupi í Evrópu á því ári.

Herbert Mc Kenley hljóp 200 metrana ásamt Hauki í Eskilstuna og var aðeins þremur sekúndubrotum frá heimsmeti afburðahlauparans Jesse Owens.

Mc Kenley var óvenju hávaxinn hlaupari og það háði honum fyrstu 50 metrana, - nokkuð sem virðist ekki há Usain Bolt.

Þess má geta að Mc Kenley var Jamaíkumaður eins og Bolt og að þessi hefð afburðahlaupara frá því landi er orðin 60 ára gömul.

Þess má líka geta að Örn Clausen, tvíburabróðir Hauks Clausens, átti um margra ára skeið heimsmetið í 1000 metra boðhlaupi ásamt Herbert McKenley.

Að lokum smá fróðleiksmoli varðandi hæð spretthlaupara. Upp úr 1950 kom loks að því að heimsmet Jesse Owens frá miðjum fjórða áratugnum yrði bætt.

Það gerði Ira Murchison, sem var aðeins 1,58 metrar á hæð og var þá fljótasti hlaupari í heimi, 38 sentimetrum lægri en Usain Bolt. 


mbl.is Bolt stórbætti heimsmet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afrek Bolts eru stór atburður í íþróttasögunni ,t.d. forsíðufrétt  í  norskum blöðum

Hörður Halld. (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband