Stórmerk kona.

Emilíana Torrini náði eyrum mínum fyrir allmörgum árum, ekki aðeins með tónlist sinni, heldur ekki síður vegna útvarpsviðtals við hana sem sýndi hve mikið er spunnið í þessa konu.

Viðtalið var tekið nálægt jólum og ég minnist svars hennar þegar hún var spurð hvað henni fyndist best við jólin. Hún svaraði: "Þá kemur ein helgi á árinu sem maður er laus við "skyldudjammið."

"Skyldudjammið" felst í því að vera á ferli á skemmtistöðum Reykjavíkur fram eftir nóttum um helgar, og miðað við fréttaflutning af því á hvaða krá hver var virtist ljóst, að til þess að vera sjáanlegur í umræðunni þyrfti fólk að vera þar, helst um hverja helgi.

Emilíana virðist ekki áfram um að auglýsa sig mikið hér heima, enda þarf hún þess ekki lengur.

Hún kemur þó víða við og á ólíklegustu stöðum, bæði erlendis og hér á landi.

Í bílasafninu að Ystafelli er til dæmis bíll sem hún hefur gefið safninu.

Það er bíll afa hennar, tónlistarmannsins Aage Lorange, af gerðinni Sunbeam Rapier. Flottur sýningargripur.

Það yljar þessa erfiðu daga í lífi þjóðarinnar að eiga konu eins og Emilíuönu Torrini.


mbl.is Emilíana Torrini og félagar hafa verið á flandri um Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mjög flott kona hún Emilíana. Tek undir það heilshugar. Þetta með skyldudjammið er staðreynd. Sjálf á ég mann sem var í tónlistarbransanum, og hætti að vísu sjálfviljugur í þeim bransa, en staðreyndin er sú að þegar hann stofnaði til fjölskyldu og hætti að vera sýnulegur í ''sosíal'' lífinu þá fækkaði verkefnum svo um munaði. 

Jóna Á. Gísladóttir, 20.10.2009 kl. 13:51

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hún vakti strax athygli mína,þegar hún vann söngvakeppni framhaldsskólanna,þá var hún í M.K. Hún er sterkur persónuleiki,já flott kona sannarlega.

Helga Kristjánsdóttir, 20.10.2009 kl. 15:59

3 Smámynd: Björn Birgisson

Falleg færsla um góða manneskju.

Björn Birgisson, 20.10.2009 kl. 16:58

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mikið ofboðslega er ég sammála þér þar Ómar,

ég held ótrúlega upp á þessa mögnuðu tónlistarkonu, enda æðisleg verkin sem hún "reytir" af sér. Og svona líka yndisleg en samt svo ósköp venjuleg kona!
Svo er hún líka af krúttkynslóðinni !

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.10.2009 kl. 19:14

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sammála með Emilíönu. Ég keypti strax fyrsta diskinn hennar þegar hann kom út, alveg heilluð af henni.

En áttu ekki mynd af þessum ágæta bíl?

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.10.2009 kl. 20:49

6 Smámynd: Einar Steinsson

Maður er búinn að heyra í henni hérna úti í Austurríki í útvarpi í allt sumar.

Einar Steinsson, 20.10.2009 kl. 22:34

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vinsæl hún er Emilíana,
allir hlusta nú á hana,
Ómar var á Ystafelli,
elli féll þar fyrir smelli.

Þorsteinn Briem, 21.10.2009 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband