30.12.2023 | 21:20
Tenerife síðbúin uppgötvun.
Það var ekki fyrr en uppúr 1980, sem Íslendingar gerðu þá síðbúnu uppgötvun, að fyrir þjóð, sem öldum saman hafði verið þrúguð af rysjóttu veðri og köldum sumrum, var suður í höfum að finna slóðir með mun jafnara og heitara veðri, sem gæti orðið nokkurs konar annað heimili norrænnar þjóðar, sem hefði efni á að lifa að stórum hluta lífi farfuglanna sitt hvorum megin á hnettinum.
Þegar litið er á landakort sést svo vel, hve þetta virðist liggja beint við, til dæmis varðandi gang klukkunnar sem tryggir eins heppilegan gang klukkunnar og hugsast getur.
Hitt hefur reynst taka furðu langan tíma að átta sig á helstu kostum Tenerife sem sumarlands Íslendingsins þegar það nýtist hvað best.
Gran Canaria hélt þessum sessi merkilega lengi og það án þess að landinn háttaði sig á að eyjan býður upp á fleira en Ensku ströndina.
Tenerife slær í gegn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2023 | 06:48
Margir óvissuþættir í Grindavík.
Núverandi kvikusföfnun undir Svartsengi og norðan Grindavíkur hrindir af stað mörgum óvissuþáttum, sem gera næstu daga og kannski vikur afar tvísýn til aðgerða.
Áhættan er margþætt, allt frá því að tapa í því spili vegna ónógs tíma og upp í það að klára nægilega varnargarða til að bjarga tuga milljaraða verðmætum.
Hættan á því að tapa í því spili er líka mjðg mikil.
Lít á þetta sem heiður fyrir Grindvíkinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2023 | 00:05
"Fráleit spá" að rætast?
Í upphafi stríðsins sem nú geysar á Gasassvæðinu var því varpað fram, að hugsanlega gætu drápshlutfðllin milli stríðsaðila orðið 1 á móti 10, þ.e. að í hefndarskyni myndi það verða háð með svipuðum drápshutföllum og fyrri átök.
Viðbrögðin við þessum vangaveltum urðu vantrú. Ísraelsmenn myndu ekki fara út í það að drepa 14 þúsund manns.
En nú er að koma í ljós að þessi tilgáta var ekki aðeins rétt, heldur of varfærnisleg.
Í upphafi lýsti Netanyahu því yfir sem grundvallar samlíkingu, að Hamasmenn væru "meindýr" sem bæri að útrýma. Svipuð viðhorf gagnvart Gyðingum lét Adolf Hitler í ljósi við upphaf Helfararinnar.
Segir marga mánuði eftir af stríðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.12.2023 | 23:45
"Jólin gefa frí frá skyldudjamminu."
Söngkonan Emilíana Torrini var spurð að því hvað henni fyndist best við jólin fyrir um tveimur á"rum og einfalt svar hennar geymist enn í minni:
"Maður losnar við skyldudjammið."
Jólin eru besti tími ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2023 | 21:26
Dómarinn er hluti af leikvellinum. Hemmi og Maggi Pé.
"Útaf með dómarann! Útaf með dómarann!" heyrist í einni röddinni, sem Svavar Gests heitinn skreytti hléð með í laginu "Jói útherji."
Langlundargeð með frammistððu dómaranna leiddi til þess mðrgum áratugum síðar að tekinn var í notkun myndatökubúnaðuar, sem menn vonuðu að myndi bæta dómgæsluna, en svo virðist, sem ástandið hafi lítið lagast. aatriði sem halda áfram að verða hluti af leiknum og þar með hluti af leikvellinum.
Leikmenn halda í gangi trixum til að "fiska" víti og skapa vafasama dóma.
Óborganleg atvik eins og samskipti Hemma Gunn og Magnúsar Péturssonar hér í den halda áfram að gerast. Varnarmaður braut harkalega á Hemma sem hrasaði og missti af boltanum, féll við og kvartaði hástöfum við Magnús, sem hristi hausinn og blés ekki í flautuna.
"Það var ekki að sjá á viðbrögðum þínum, að þetta væri brot" sagði Magnús þegar Hemmi kvartaði hástöfum.
Eftir skamma stund gerðist svipað atvik, nema öllu harkalegra í þetta sinn, því að nú kútveltist Heimmi eftir grasinu og veinaði við.
En aftur dæmdi Magús ekkert.
"Sástu þetta?" hrópaði Hemmi þegar hann hljóp til Magnúsar. "Ætlarðu virkilega ekki að dæma á þetta?"
Magnús svaraði að bragði, ákveðinn á svip: "Hermann Gunnarsson, ekkert skuespil hér!"
Viðurkennir að Liverpool átti að fá víti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2023 | 23:04
Gríðarlega mikið óunnið í snjóflóðavörnum á landinu. Þjóðar - jólagjöf!
Flóðin á Ólafsfirði í fyrra vörpuðu óþægilegu ljósi það, hve flóðavarnir hafa verið vanæktar svo tugum milljarða króna skiptir síðustu tuttugu árin.
Nú verður að slá í klárinn sem víðast og þjóðin þarf að gefa sjálfri sér þjóðargjöf í þessum efnum sem leiðréttir kúrsinn svo um munar.
Verkefnin eru ekki aðeins fyrir vestan milli Ísafjarðar og Súðavíkur, heldur leynast víða hættur í vegakerfinu á borð við þá sem núna lætur á sér kræla við Ísafjarðarflugvöll og kallar á nýjar þjóðar-jólagjafir!
Snjóflóð féll innan við flugvöllinn á Ísafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2023 | 22:49
Órökrétt notkun á sögninni "að telja." Hólar, hæðir keppast við að telja sjálf sig.
Í viðtengdri frétt á mbl. segir, að hópur áhugafólks um íslenskst mál "telji" 50 þúsund manns.
Svona orðanotkun er orðin að plágu í nútímamáli, og talað um að stofnar dýra- og fugla "telji" svo og svo margar þúsundir fuglar.
Meira að segja er rætt um að dauðir hlutir eins og hús og hólar og hæðir "telji" tiltekinn fjðlda.
Mér finnst þetta gjörsamlega óþolandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.12.2023 kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2023 | 22:07
Um margt hálfgert miðaldaástand í íslenskri bókaútgáfu.
Svona getur raunsönn lýsing á stöðu íslenskrar bókaútgáfu verið:
Bók, næsta dæmigerð á íslenskkum markaði, er prentuð sunnarlega í Evrópu, fer þar um borð flutningabíl og er ekið yfir Alpana allt norður til Álaborgar, fer þar í skipi til Íslands, og síðasta spölinn í flutningabíl á markaðinn.
þeaai flutningsmáti sýnist líkari þeim sem réði ríkjum á 19. öld en þeim, sem maður hélt að væri notaður á 21. öld, en helgast af því, að prentsmmiðjur í austanverðri og sunnanverðri Evrópu geta boðið svo miklu lægra verð fyrir prentunina en íslenskar prentsmiðjur.
Þótt kosti miklu lengri prentunartíma en ella, verða útgefendur að taka áhættuna af alls konar uppákomum við þessar aðstæður, eins og sést á viðtengdri frétt á mbl.is.
Bækur eiga það til að "týnast" eða að seljast snemma svo vel, að ekki er hægt að anna eftirspurn.
Sðnglagaljóðabókin "Hjarta landsins", sem við Friðþjófur Helgason sendum frá okkur í októberbyrjun 2018 reyndist vera svo gölluð, að fyrsta upplagið var ónýtt, og allt í allt kostaði þetta meira tveggja mánaða seinkun á útgáfu ógallaðs eintass.
Gyrðir er týndur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2023 | 22:08
Svona atburðarás var lengi í gangi í Kröflueldum.
Staðan, sem núna er á eldstöðvunum norður AF Grindavík, endutók sig margsinnis. í þau níu ár sem eldgosin komu þar.
Landris nálægt miðju kvikugangsins við Leirhnjúk endaði annað hvort með gosi, eða að risið náði aðeins hærra og endaði þá annað hvort með gosi eða kvikhlaupi neðanjarðar.
Miðað við þessa reynslu virðist illmögulegt að létta af öllum hömlum á aðgangi að byggðinni í Grindavík, einkum vegna þess hve hugsanlegur viðbragðstími virðist vera stuttur.
Kvikusöfnun virðist hafin undir Svartsengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2023 | 07:31
Þýðingar Magnúsar Þórs eru afbragð.
Alhæfingar um "run" í erlendum þýðingum eiga ekki við um heimildarbækurnar um Heimsstyrjöldina, Kóreustríðið og Kúbudeiluna eftir Max Hastings.
á ensku hafa þær hlotið einróma lof gagngrýnenda erlendis og koma einmitt fram á dýrmætum tíma til að auka skilning á styrjðldum nútímans.
Gott gengi íslenskra skáldsagna, einkum glæpaskáldsagna, eru gleðilegt merki um það hvernig íslensk skáld hafa sótt í sig veðrið á aðdáunarverðan hátt síðustu árin.
Hrun í útgáfu á þýddum skáldsögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)