Færsluflokkur: Menntun og skóli

"Ábyrgur háttur" í olíuframleiðslu ríkja og "grænasta ál í heimi á Íslandi"?

Nú eru tímar öfugmælanna, ekki hvað síst í orkumálum heimsins. Stóra staðreyndin í því máli blasir við jarðarbúum, að í sívaxandi sókna þeirra í þverrandi auðlindir jarðar, verður brýnna með hverju árinu að hægja á þeirri vegferð ao þær verði uppurnar á þessari öld vegna eindæma græðgi og orkuþorsta. 

Um bruðlið á auðlindunum er ekki deilt, heldur um það hvernig jarðarbúar ætli að láta sér segjast og snúa dæminu við. Því miður virðist gagnrýnin á trúna á hinn óhjákvæmilega hagvöxt, helst veldishlaðinn ekki vera í náðinni, en fyrr má nú vera, þegar leiðtogar sjö mestu iðnríkja heims bókstaflega grátbiðja hver annan og þar með jarðarbúa í heild um að auka vinnslu á jarðefnaeldsneyti eins og mest megi verða. 

Jú, þetta má glögglega lesa í viðtengdri frétt á mbl.is. 

Og hver er nú sú stórkostlega nauðsyn til þess að fara slíkum hamförum í mestu rányrkju mannkynssögunnar?

Jú, árás Rússa á Úkraínumenn er talinn ástæðan fyrir þessum firnum. 

Nú skortir orð til að segja neitt. Á öllu er nú þörff að græða. 

Og sama daginn hrópar íslenskur ráðherra á sem mesta framleiðslu á áli af því að það sé "grænasta ál í heimi"!

Halló! Grænasta ál í heimi frá meðal annars gufuaflsvirkjununum, sem endast ekki einu sinni á á við kolanámur, nýta aðeins um 15 prósent orkunnar sem spúð er út í loftið og gefa frá sér brennisteinslofttegundir. 

Og sum vatnsorkuverin fylla sum miðlunarlónin upp af auri á nokkrum áratugum svo að þau ónýtast. 

Þetta á við um langflestar virkjanir jökulánna íslensku. 

Ef einhver þjóð á það skilið að álið þaðan sé það sagt vera grænasta í heimi sé sagt er vera hið grænasta í heimi eru það Norðmenn, þar sem framleiða slíkt.    


mbl.is Skora á orkuframleiðsluríki heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband