12.2.2008 | 16:45
SLAGENTANGEN, LIKA FYRIRMYND?
I morgun forum vid Bergur Sigurdsson til ad skoda oliuhreinsistodina a Slagentangen her sudur med Oslofirdi. Mjog gefandi heimsokn og Bergur i essinu sinu, menntadur i umhverfisfraedum sinum i Oslo og heimsoknin stod tvi i rumlega 3 klukkustundir undir leidsogn umhverfisfulltrua Esso a stadnum. Otal margt forvitnilegt kom fram og t.d. getur verid mikill munur a umhverfisahrifum mismunandi stodva eftir gerd og framleidslu.
Sidan forum vid i heimsokn til professors vid Osloarhaskola sem kenndi Bergi a sinum tima. Vid hofum nu hitt fjora adila sem tengjast vidfangsefninu a mismunandi hatt og skodad 2 nokkud olikar hreinsistodvar ad utan og innan.
Slokkvilidid a Slagentangen er oflugt og ein af roksemdunum heima fyrir bullandi umferd oliuskipa vid Vestfirdi er su ad vegna thess hve stor slysin eru, sem henda svona skip, munum vid eignast miklu betri slokkvilid og bjorgunarbunad en ef vid reisum ekki stodvarnar.
I minum huga alika og ad reisa stora oliugeyma i Hljomskalagardinum og geta fagnad thvi ad vid eignumst fyrir bragdid staersta og oflugasta slokkvilid i Evropu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
11.2.2008 | 15:27
MOGNSTAD, FYRIRMYND FYRIR ISLAND?
For i gaer og skodadi oliuhreinsistodina i Mogndal fyrir nordvestan Bergen. A thessu ferdalagi er eg her a somu buxum og i fyrri atta fyrri Noregsferdum thegar eg var ad kynna mer alver og virkjanir. Mognstad hreinsistodin er miklu staerri en alverid og jarnblendiverksmidjan a Grundartanga samanlagt. Eg get synt that betur thegar heim kemur.
A vesturstrond Noregs setja menn stodvarnar ut a ystu nes thar sem vindur blaes utblastrinum sem mest i burtu. A Islandi a ad setja svipad inn i thronga dali og firdi thar sem eru lognpollar. Mognstad var mikid i frettum i Noregi fyrir nokkrum arum vegna ymissa vandraeda. Fagnadarefni fyrir frettafikla ad fa svipad heim til Islands.
Eg ok til Oslo i gaer og hitti Berg Sigurdsson, framkvaemdastjora Landverndar. Vid forum saman i dag og toludum vid serfraedinga og yfirmenn hja Umhverfisstofnun Noregs og Natturuverndarsamtokum Noregs.
A morgun forum vid og skodum oliuhreinsistod a Slangetange og hittum serfraedinga og yfirmenn.
Vidmaelendum okkar i dag fannst merkilegt ad Islendingar vildu leysa vandamal dreifbylis med oliuhreinsistodvum. Her i landi hefur monnum ekki dottid i hug ad leysa byggdavandamal a langri strandlengju Nordur Noregs med tvi ad reisa oliuhreinsistodvar thar enda thott byggdavandamalin seu nakvaemlega hin somu og a Islandi.
Og nu stefna Nordmenn ad thvi ad taka sundur tvo alver og flytja til Kina og virdist svipad vera ad gerast og i USA thegar Alcoa let rifa tvo alver um leid og alverid i Reydarfirdi komst a koppinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
9.2.2008 | 19:21
GIST I ALVERI.
Eins og sest a fyrirsogninni er tessi bloggfaersla gerd a ferd i Noregi. A leidinni i flugvelinni i morgun hitti eg Einar Sveinbjornsson sem hafdi lesid bloggid um ovedrin og taldi tessar hugleidingar minar geta stadist. Eg er a leid til ad skoda og taka myndir af oliuhreinsistodvum i Noregi ok ek hedan til Stokkholms til ad skemmta a torrabloti Islendinga naesta laugardag.
A leid fra Bergen ad oliuhreinsistod i Mongdal gisti eg ad sjalfsogdu a hoteli med skemmtilegu nafni, sem se Hotel Alver sem er alveg einstaklega huggulegt og umhverfisvaent fyrirbrigdi.
Eg er ekki ad grinast, tid aettud ad geta flett stadnum upp a netinu !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2008 | 23:27
LEIKMANNSSPÁ: FLEIRI ÓVEÐUR.
Á hverjum vetri fóstrar Grænlandsjökull að meðaltali næst hæstu loftþrýsingshæð veraldar. Golfstraumurinn fóstrar dýpstu lægð veraldar á sama tíma. Afleiðing: Algengir austanstormar og umhleypingar vegna lægðagangs norðaustur yfir Ísland. Ísbreiður fóstra hæðir. Þegar ísbreiðan á hafinu norðan Íslands minnkar og sömuleiðis heimskautaísinn verður Grænlandsjökull einn eftir á þessu svæði til að halda hæð gangandi.
Lægðirnar leita því meira og lengra í norður og norðaustur en áður var meðan ísbreiðan suður af pólnum var sem stærst. Afleiðingin verður veðurfar eins og við höfum upplifað í vetur. Sami kuldinn yfir Grænlandsjökli og aukinn hiti í og yfir Norður-Atlantshafi skapar fleiri og stærri óveður en áður.
Það verður alveg sama hvað hlýnun lofthjúpsins verður mikil, - hinn meira en 3000 metra þykki ógnar-ísskjöldur, 17 sinnum stærri en Ísland og aðeins í 285 km fjarlægð frá Hornströndum sér fyrir því að gera okkur skráveifur í minnsta kosti nokkrar aldir í viðbót. Tek fram ad eg var ad leidretta tessa innslattarvillu nuna tar sem eg er staddur i Noregi, hafdi adur skrifad 300 metra.
Ég er bara leikmaður að spá og get huggað mig við það að þegar loksins kemur í ljós hvort þessi spá verður að veruleika verð ég löngu dauður og því ekki viðstaddur ef þetta klikkar hjá mér.
En gaman væri að vita hvað veðurfræðingar segja um svona nauðaeinfaldar ályktanir.
Bloggar | Breytt 9.2.2008 kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.2.2008 | 17:55
TÆKNILEGUR STROMPLEIKUR LAUSNIN?
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra er samkvæmur sjálfum sér þegar hann segir að reykherbergi þingmanna eigi ekki rétt á sér. Í viðtali á Stöð 2 sagði Siv Friðleifsdóttir að ástæða þess að sérstök reykherbergi væru ekki leyfð á opinberum stöðum væri sú, að ekki væri hægt að ætlast til þess að starfsfólkið þar þrifi þessi reykherbergi. Mér dettur í hug sú hliðstæða að starfsfólki væri gert að þrífa hrákadalla eða kamra á hverjum degi. Það er því sérkennilegt ef alþingismenn telja sig svo mjög öðrum æðri og starfsfólk Alþingis að sama skapi öðru starfsfólki óæðra að það þurfi að þrífa reykherbergi háttvirtra þingmanna. Það gefur ávarpinu "háttvirtur" og "hæstvirtur" alveg nýja vídd. Ég hef áður sett fram þá tillögu að reynt verði að finna lausn sem komi til móts við reykingafólk svo að það þurfi ekki að fara út í kafaldsbyl og óveður til að svala fíkn sinni. Af því að þetta er alþjóðlegt vandamál væri skemmtilegt er íslenskur hugvitsmaður fyndi upp tæknilausn sem fælist í því að enginn starfsmaður þyrfti að fara inn í reykmettað herbergi til þrifa stubba og ösku, heldur reyktu menn inni í hjálmum líkum þeim sem konur hafa á hárgreiðslustofum og reykurinn yrði leiddur út eða í loftþétt ílát sem síðan væri hægt að henda eða tæma. Með þessu yrðu reykingarnar gerðar að eins konar strompleik sem Nóbelsskáldið sá ekki fyrir þegar það samdi samnefnt leikrit. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.2.2008 | 20:33
HEIMURINN ER LÍTILL.
Fróðlegt var að sjá fjallað um bandaríska húsnæðismarkaðinn í sjónvarpsþættinum 60 mínútum, hvernig alls konar miðlarar, álitsgjafar og kunnáttumenn fengu beinharða peninga í vasann fyrir að leika sér sem millliðir í hundruða milljarða pappírsleikfimi sem byggð var á því upphafi að ginna fólk til að taka óheyrilega há lán sem voru jafnvel hærri en það sem keypt var og lánþegarnir oft á tíðum engir borgunarmenn fyrir. Í ótal tilfellum var ekki einu sinni spurst fyrir um lánshæfni og þegar svikamylla milliliðanna var komin af stað var hún óstöðvandi og lævíslega hönnuð til þess að enda hjá fjárfestum, bönkum og lánastofnunum víðs fjarri upphafinu.
Þessi bylgja er nú að berast til okkar og fer miklu hraðar milli meginlanda en kreppan 1929, sem kom ekki til Íslands fyrr en 1931. Þessi töf á leið bylgjunnar til Íslands gaf landsmönnum tækifæri til að berast mikið á árið 1930 með Alþingishátíðina sem hápunkt.
Íslenska húsnæðisviðskiptabólan er nú líka við það að springa eins og sú ameríska og líklega eru flestir spádómar hér á landi um framhaldið byggðir á álíka ótraustum ágiskunum og tíðkast erlendis. Í upphafi þenslunnar hér var varað við því að þegar húsnæðisverðið og þenslan tæki um síðir óhjákvæmilega dýfu niður á við myndu þeir síðustu, sem tóku lán fyrir dýfuna, sitja uppi með skuldir sem væru mun hærri en húsnæðið, sem veðsett var fyrir skuldunum.
Bankarnir myndu neyðast til að lengja í hengingarólunum til þess að koma í veg fyrir það hrun markaðarins, sem stóraukið framboð á íbúðum gjaldþrota fólks myndi valda. En þar með yrði komið inn í vítahring, því að á sama tíma yrðu bankarnir að loka fyrir útlán til að bregðast við lánsfjárkreppunni. Sú birtingarmynd er að skýrast þessa dagana.
Sagt hefur verið að verðhrunið og kreppuna 1929 hefði mátt sjá fyrir og svo maður hefði haldið að menn vestra og hér hefðu átt að vera búnir að læra af því sem gerðist fyrir 79 árum.
En það sem sýnt var í 60 mínútum í gær leiddi í ljós að þrátt fyrir byltingu í upplýsingatækni geta slys, hliðstæð slysinu 1929, gerst enn í dag þótt þau verði vonandi ekki eins afdrifarík nú og þá.
![]() |
Mikill samdráttur fasteignalána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.2.2008 | 00:09
HVAR ER STÓRIÐJUHLÉ SAMFYLKINGARINNAR ?
Ekki var annað að sjá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en að stóriðjuhraðlestin muni bruna stanslaust áfram þvert á loforð Samfylkingarinnar um að láta lestina hægja á sér. Virkjanaframkvæmdum fyrir austan lýkur ekki fyrr en næsta haust en þá verða nokkrir mánuðir síðan vinna hófst í Helguvík ef marka má þessar fréttir. Hraðlestin mun samkvæmt þessu ekki einu sinni stoppa á biðstöð. Aðferðin sem beitt er kunnug: Aðilar vinnumarkaðarins, sem eiga ítök í báðum stjórnarflokkunum, grátbiðja um álver og nota kjarasamninga sem vopn.
Þetta er sama aðferð var notuð var í undanfara Kárahnjúkavirkjunar þegar ASÍ-þing á Egilsstöðum grátbað um álver og virkjun og vildi meira að segja að virkjað yrði meira en fyrir álverið eitt, svo mikil var virkjanafíknin.
Össur Skarphéðinsson og meirihluti þingflokks Samfylkingarinnar snerust eins og vindhanar úr andstöðu við virkjunina í það að fylgja henni, enda reið á fyrir kosningarnar 2003 að sýna fram á að Samfylkingin væri stjórntæk.
Ef þetta fer svona sést skýringin á því hvers vegna Steingrímur J. Sigfússon lýsti því í viðtali eftir kosningarnar að hans flokkur myndi ekki standa í vegi fyrir því að staðið yrði við þá samninga sem gerðir hefðu verið ef VG kæmist í stjórn, væntanlega með Sjálfstæðismönnum.
Þessi orð lýstu bæði örvæntingu yfir því að lenda utan stjórnar og einnig vonleysi með árangur af andófi VG gegn stóriðjustefnunni.
Um leið og framkvæmdir hefjast í Helguvík mun þrýstingurinn frá Húsavík aukast og það koma fram, sem taldar voru ýkjuspár mínar fyrir kosningarnar í fyrra, að öll virkjanleg orka á Íslandi yrði sett í álver og ekkert afgangs fyrir skaplegri notendur sem borguðu hærra orkuverð, sköpuðu betri og hærra launuð störf, eyddu minni orku og menguðu ekki.
Vestfirðingar verða síðan að fá sitt í tveimur olíuhreinsistöðvum og Ísland verður þá komið fram úr leyfilegum útblásturskvóta. Ekkert mál að fá þetta í gegn í þeim kjaraviðræðum sem þá verða í gangi.
Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var ekki annað að heyra en að allt væri að smella saman um leyfi sveitarfélaganna um kraðak háspennulína og virkjana til að reyra Reykjanesskagann niður með álverunum.
Draumsýnin er að hinn erlendi gestur aki úr Leifsstöð með útsýni yfir álver og línur og haldi áfram um samfellt kerfi af álverum, háspennulínum, gufuleiðslum, stöðvarhúsum og síðar stíflum, miðlunarlónum og virkjunum austur um Suðurland og áfram upp með Þjórsá alla leið inn í Vonarskarð að vatnaskilum.
Til að uppfylla kröfur álveranna um orku er kreist tvöfalt meiri orka út úr jarðvarmavirkjanasvæðunum en þau afkasta til langframa og gumað af endurnýjanlegri orku og sjálfbærri þróun, þótt orkan verði með núverandi tækni uppurin eftir 40 ár.
Þetta er afsakað með því að ný tækni muni koma síðar sem leysi þetta vandamál. Gallinn er bara sá að ekkert er enn fast í hendi um að þessi tækni gangi upp. En það skiptir ekki máli, - aðalatriðið virðist vera að stóriðjuhraðlestin þurfi ekki að koma við í biðstöð heldur bruna áfram á sama hraða og fyrr, ef ekki hraðar.
Ef svo sem fram sem horfir, hvað segja þeir kjósendur Samfylkingarinnar, sem hafa kosið hana í trausti þess að hún meinti eitthvað með tali sínu um stóriðjuhlé ? Ætla þeir ekki að læra af reynslunni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
5.2.2008 | 20:18
MEIRA AÐ SEGJA FRAMSÓKN !
Í dag hefur komið í ljós að meira að segja Framsóknarflokkurinn, höfuðvígi "besta fiskveiðistjórnunarkerfis í heimi" er farinn að efast um gæði þessa kerfis. Ólíklegt er að Halldór Ásgrímsson hefði fært fram sjónarmið Guðna Ágústssonar í Kastljósinu í kvöld ef hann hefði enn verið formaður flokksins. Reyndar sló Guðni úr og í og kom ekki fram með neitt sem hægt væri að festa hönd á nema að skoða málið í ljósi álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Í góðu viðtali í Silfri Egils við Magnús Thoroddsen tók þessi virti lögspekingur undir það að borgaraleg réttindi væru brotin í núverandi kerfi. Íslandshreyfingin tók tillögu Magnúsar um breytingar á kerfinu upp á sína arma í kosningabaráttunni en í henni voru augljósir agnúar núverandi kerfis sniðnir af.
Í Silfrinu benti Magnús á að yfir 70% þjóðarinnar væru andvíg núverandi kerfi en hætti samt ekki að kjósa kvótaflokkana. Hann taldi það forsendu fyrir breytingum að fólk kysi þá flokka sem væru andvígir kerfinu.
Samfylkingin virðist nú vilja lítið gera með fyrningarleiðina svonefndu sem hún hélt fram í kosningunum 2003 og virðist nú komin upp að hlið Sjálfstæðisflokksins í því að fara ekki einu sinni vandlega yfir það hvernig hægt sé að koma til móts við álit Mannréttindanefndarinnar.
Íslandshreyfingin lagði fram vel ígrundaðar tillögur í þessum efnum í kosningunum, hugsaðar til bráðar og lengdar í ljósi þess að útlilokað væri að opna ekki kvótakerfið og breyta því. Á stjórnarfundi hreyfingarinnar í dag var þessi stefna rædd og ítrekuð.
Ef Framsóknarflokkurinn slæst í för með þeim flokkum sem vilja breytingar er aldrei að vita nema Magnúsi Thoroddsen verði að þeirri ósk sinni að 70% prósent þjóðarinnar kjósi næst þau framboð sem hanga ekki á núverandi kerfi eins og hundar á roði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2008 | 08:57
REYKHERBERGI NÚ OG ÞÁ.
Krafan um að allir eigi kröfu á því að anda að sér hreinu lofti er augljóst umhverfismál. Athyglisvert var að heyra Siv Friðleifsdóttur upplýsa á Stöð tvö í gær að kráareigendur hefðu sjálfir ekki viljað heimild um sérstök reykherbergi í aðdraganda setningar laga um bann við reykingum á opinberum stöðum. Ef þetta er rétt eiga þeir sjálfir að þessu leyti hlut í því ástandi sem hefur orðið þeim tilefni til þess að brjóta þessi sömu lög og kenna löggjafanum um ósveigjanleika.
Manni kann að koma í hug að andstaðan við reykherbergin hafi á sínum tíma verið til þess að skapa ástand sem réttlætti það að brjóta lögin. Ég held að vangaveltur séu óþarfar heldur að ráða fram úr málinu eins og það lítur út í dag, burtséð frá því hverjum kann að vera hvað um að kenna.
En krafan um 100% hollustuhætti gagnvart gestum, gangandi og starfsfólki hlýtur að vera sanngirnismál, hvernig svo sem hún er uppfyllt. Siv upplýsti að eitt af því sem gerði kröfuna um reykherbergi snúna sneri að því að starfsfólk ætti rétt á því að þurfa ekki að fara þar inn til þrifa.
Kannski endar þetta með því að sett verði á laggirnar fyrirtækið "Reykherbergjaþjónustan" þar sem starfsfólk með grímur eða fólk sem reykir sjálft tekur að sér slík þrif líkt og þeir sem taka að sér að losa stífluð klósett.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
4.2.2008 | 09:55
SÝNDARVERULEIKI NÚTÍMANS.
Þeir Reykvíkingar sem sáu Winston Churchill 1941 í Reykjavík vita að hann var til þótt könnun sýni að margir breskir unglingar haldi að hann hafi verið sögupersóna. En tölvutækni, sjónvarp og bíómyndir rugla marga fleiri en unglinga. Þannig var stundum á Ronald Reagan Bandaríkjaforseti að heyra, að hann tryði því að einstakara bíómyndahetjur og atburðir úr bíómyndum hefðu verið raunveruleikinn sjálfur. Könnunin sýnir hve mikil áhrif höfundar handrita og bóka geta haft.
Unglingar framtíðarinnar munu hugsanlega halda að Jón Páll Sigmarsson hafi ekki verið til en að íþróttaálfurinn, Solla stirða og Glanni glæpur hafi verið til, hver veit?
Tvær ömmur hafa báðar sagt mér sömu söguna af barnabörnum sínum, sem voru orðin átta ára, töldu sig vera orðin nógu gömul til að vita sannleikann og spurðu: " Eru jólasveinarnir til?" "Nei, barnið mitt, " svöruðu ömmurnar. "Er Grýla til?" "Nei, hún er ekki til." "Er Leppalúði til?" "Nei barnið mitt. " "Er Ómar Ragnarsson til?" Þá urðu ömmurnar kjaftstopp.
Það varð ég líka þegar ég heyrði þetta fyrst, ekki síst vegna félagsskaparins sem ég var í í hugum barnanna.
![]() |
Breskir unglingar halda að Churchill sé sögupersóna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)