13.2.2009 | 11:26
Fyrst við, svo fyrirtækið, síðast þjóðin.
Ég átti athyglisvert viðtal austur á Egilsstöðum fyrir nokkrum árum um virkjunina. Þetta var á því tímabili framkvæmda þegar best átti við lýsing lögfræðings Landsvirkjunar um það hve óhemju áhættusöm þessi framkvæmd væri.
Þá lá ljóst fyrir að ekkert einkafyrirtæki, hvers stórt sem það væri, myndi vilja taka þessa áhættu.
Ég hafði þá nýlega komist á snoðir um neyðar-símafund Landsvirkjunar, fjármálaráðherra og tengrar opinberrar stofnunar, sem hófst klukkann níu að morgni með það umræðuefni að redda Landsvirkjun um 7 milljarða króna innan klukkustundar.
Vandamálið fólst ekki aðeins í að ná í lánsfé á svo skömmum tíma heldur líka að leita afbrigða vegna ofurhárra vaxta, sem voru að sjálfsögðu óhjákvæmilegir
Þetta tókst með fyrirgreiðslu innlends banka.
Í samtali mínu við einn af þeim sem þekkti bankann vel og aðstæður hans greindi ég frá hinni gríðarlegu hættu á að virkjunin myndi tefjast meira, en þá stefndi í minnst árs tap og einn risaborinn búinn að hjakka í meira en hálft ár í sprungusvæði sem látið var undir höfuð leggjast að rannsaka fyrirfram með þeirri útskýringu eftir á að "við ætluðum þarna í gegn hvort eð var."
Ég spurði hvort þetta væri ekki áhyggjuefni fyrir banka sem lánaði stórfé í svona framkvæmd og fékk athyglisvert svar:
"Nei, nei, þetta er þveröfugt. Því verr sem framkvæmdir ganga og því verr sem virkjunin á eftir að standa fjárhagslega, því betra fyrir bankann, því að þetta er allt ríkistryggt."
Svona hugarfer gengur í gegnum allt kerfið og ekkert kemur manni á óvart. Mikilvægisröðin er: 1. Ég og vinir mínir. 2. Bankinn eða fyrirtækið. 3. Þjóðin.
![]() |
Stjórnarmenn í rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.2.2009 | 23:24
Boðhlaup.
Stjórnarskipti eru staðreynd. Stjórnmálamenn og embættismenn eru því í boðhlaupi þar sem færa þarf kefli endurreisnarinnar áfram þannig að sem minnstur tími tapist.
Í boðhlaupi færist keflið á milli manna á ákveðnum stað. Áður en það gerist fer sá sem á að taka við keflinu af stað þegar sá sem er með keflið nálgast hann. Fari viðtakandinn of snemma af stað nær sá sem afhenda á honum ekki og úr verður töf þar sem viðtakandinn verður að hægja mjög á sér eða stansa til að keflið komist í hendur honum.
Fari viðtakandinn of seint af stað verður hálfgerður árekstur þegar sá sem afhenda á rekst aftur á viðtakandann eða verður að bremsa sig mikið niður.
Þegar boðhlaupið er rétt framkvæmt eru báðir hlaupararnir á ferð samtímis og báðir á fullri ferð þegar hinn aftari teygir höndina fram og leggur keflið í útréttan lófa hins fremri.
Um þetta snúast hlutverkaskipti þau sem teljast nauðsynleg ef hlauparinn sem afhendir keflið var of hægfara eða jafnvel haltur og þess vegna nauðsynlegt að hvíla hann og færa keflið í hendur hraðskreiðari, óþreyttum eða óhöltum manni. Það má engan tíma missa.
![]() |
Niðursveiflan meiri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2009 | 18:40
"Aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum..."
Orðalagið hér að ofan var notað á sínum tíma þegar nefndarmaður um einkavæðingu bankanna sagði sig úr nefndinni á sínum tíma. Það var upphafið á einkavinavæðingunni, helmingaskiptunum og sjálftökuspillingunni sem Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson stóðu fyrir.
Líkast til á álíka orðbragð eftir að heyrast oft um ýmislegt á næstunni.
![]() |
Aldrei kynnst eins miklum viðskiptasóðaskap" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2009 | 15:22
Kreppan að koma til Kanarí.


Enn er fjör á Klörubar á Kanarí þar sem myndin hér fyrir ofan var tekin í morgun. Í gær röltum við með Finni Valdimarssyni og Ingibjörgu konu hans um helstu Íslendingaslóðir hér.
Á einum stað, þar sem venjulega hefur verið krökkt af fólki, var enginn í gærkvöldi. Það er billjarðstofa í miðbænum á Ensku ströndinni sem hin myndin er af hér á síðunni. Ástæðan: Kreppan er að byrja að sýna klærnar á Kanaríeyjum og það á eftir að verða verra.
Með hjálp konu minnar tókst mér undir forystu Helgu konu minnar að prútta forláta hleðslutæki fyrir myndavélar niður í brot af verðinu sem slík tæki kosta heima. Já, kreppan er komin hingað !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2009 | 11:19
Ótrúlegt minnisleysi ?
Segjum sem svo ad ég sé leiðsögumaður í hópferð jeppaeigenda akandi á fullri ferð niður krókóttan fjallveg með hálkublettum og heil halarófa af jeppum á eftir mér.
Á áningarstad í fjallshlíðinni hitti ég staðkunnugan mann sem segist eftir á hafa varið mig við því að ef ég haldi áfram á þessum hraða niður hlíðinu, þá muni hemlarnir ofhita og missa virknina með slæmum afleiðingum.
Og þótt ég kunni að vísu að komast klakklaust í gegnum verstu beygjurnar, muni allt fara á versta veg ef ég lendi á hálkubletti í slíkri beygju.
Þá muni jeppahalarófan ekki eiga neinn möguleika, heldur fara út af veginum og hrapa niður í djúpt gil.
Hann aðvarar mig einnig varðandi það að nota ekki bílbelti eða gera neinar ráðstafanir því að gilið sé svo djúpt að allir bílarnir muni velta og gereyðileggjast ef þeir lendi þar.
Ég held samt áfram og geri ekkert, grínast meira að segja og tek undir ummæli gárunga sem segja að "aðgerðarleysið beri árangur," enda gangi ferðin ennþá hratt og vel.
Eftir á segist hinn aðvarandi viðmælandi minn hafa írekað ummæli sín við mig í farsíma.
Ad lokum gerist það versta, öll jeppahalarófan lendir á hálkubletti, flýgur út af veginum og hrapar niður í gilið og gereyðileggjast. Nú kemur sér líka illa að hafa ekki tekið mark á aðvöruninni varðandi fyrirbyggjandi ráðstafanir, svo sem að nota bílbeltin.
Við yfirheyrslur eftir á segist ég ad vísu bera minn hluta ábyrgðarinnar á útafkeyrslunni en vilji ekki biðjast afsökunar, enda minnist ég þess ekki að hafa fengið meintar aðvaranir.
Orsök ófaranna hafi verið "utanaðkomandi aðstæður."
Er sennilegt að ég hafi heyrt ítrekað svona alvarlega aðvörun en muni samt ekki eftir því ?
Eða var ég ekki að hlusta eða vildi ekki vita hið sanna ?
Við sáum nýlega í sjónvarpsfréttum erlenda ráðamenn biðjast auðmjúkir og iðrandi afsökunar á andvaraleysi sínu og mistökum.En slíkt gerist víst bara erlendis. Ekki á Íslandi enda erfitt að sanna neitt varðandi tveggja manna trúnaðarsamtal.
En er ekki makalaust þegar tveimur helstu ráðamönnum efnahagsmála þjóðarinnar ber ekki saman um svona einfalt atriði ?
![]() |
Geir: Biðst ekki afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.2.2009 | 10:54
"Illa felur eign slóð..."
Ég hef áður sagt frá sem Hrafn Gunnlaugsson sagði mér eftir ferðalag til Sovétríkjanna þegar Glasnost og Perastroika voru að byrja.
Rússar voru orðnir vanir því vegna alræðiskúgunarinnar að passa það að láta ekki hafa neitt eftir sér sem gæti verið viðkvæmt en notuðu hins vegar alþekkta rússneska aðferð, að vitna í rússnestk máltæki.
Á Íslandi gæti svona lagað falist í því að segja ekkert beint sjálfur, heldur vitna í ljóð eða skáldsögu.
Málefni íslensku sjóðanna á Tortola-eyju eru viðkvæm. Enginn skal talinn sekur nema sekt hans sé sönnuð. Um það vil ég ekkert segja en vitna í fleyg ummæli Vilmundar Gylfasonar: "Löglegt en siðlaust".
Og svona í lokin get ég sagt frá því að ég hafi einu sinni heyrt vísu eftir ónefndan góðan skagfirskan hagyrðing. Læt hana flakka með, lítillega breytta, og vona að það sé óhætt, höfundarins vegna.
Hún er svona:
Illa felur eigin slóð
auðvalds deli grófur.
Áfram kvelur okkar þjóð
alger steliþjófur.
![]() |
Félög skráð á Tortola eru 136 talsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.2.2009 | 18:33
Hvernig vaeri samt ad byrja á okkur sjálfum.
Enn og aftur kemur upp umraeda sem engin leid virtist til ad fá upp fyrir tveimur árum í sambandi vid lýdraedishallann á Íslandi. Áratugum saman hafa thingmenn komist upp med thad ad víkja frá sér brádnaudsynlegum umbótum vardandi ofríki framkvaemdavaldsns, máttleysi thingsins og thví hvernig thjódnni sjálfri hefur verid baegt frá áhrifum á stórar ákvardanir.
Tillogur um thjódaratkvaedagreidslur hafa verid feldar umsvifalaust, sídast vegna Kárahnjúkavirkjunar.
Persónukjor hefur nú loksins nád eyrum thingsins en óvíst hvernig fer um thad mál.
Stjórnlagathing er óskrifad blad og óvíst hvort hugmyndir um ad banna rádherrum ad vera thingmenn og afnema hinn ósanngjarna og ólýdraedislega throskuld ná fram ad ganga.
Thetta verdur ad breytast ! Lýdraedishallinn innanlands hefur verid svo miklu meiri en hallinn í ESB getur nokkurn tímann ordid.
![]() |
Lýðræðishallinn heimafyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2009 | 18:23
Eins og farfuglarnir.
Farfuglarnir stunda thad sem vaeri líkast til hollast fyrir okkur sem eigum heima a nordurslódum. Og nu sjáid thid strax a stafsetningunni ad ég er ekki a Fróni heldur a hótelinu Los Tilos a Ensku strondinni a Kararíeyjum.
Mér tókst ekki ad komast med tolvuna mina í samband vid komuna hingad en stefni ad thví ad vera kominn i samband a ellefta timanum i fyrramalid.
Eftir thad get ég verid í svipudu sambandi á netinu vid fólk heima og venjulega. Símann verdur ad spara thví thegar ég fór sídast til útlanda í haust beid mín 105 thúsund króna símareikningur thegar heim kom !
Thad var longu akvedid ad ég yrdi hér i viku í bothsferd med samferdarfólki og thrátt fyrir ad yfirdrifid nóg vaeri ad sýsla heima og miklu meira ad gera en haegt var ad sjá fyrir ákvad ég ad haetta ekki vid thessa ferd.
Sídast kom eg hingad fyrir 34 arum og hvad allt er breytt ! Thad er naudsynlegt fyrir íbua vid ysta haf ad komast thó ekki se nema viku i sól og sumaryl eins og hér er á veturna.
Nú er hitinn 23 stig og sólarhaed er svipud og í júlí heima, ca 48 grádur, logn og heidskírt.
Meira ad segja i Sovetríkjunum sálugu thar sem fólk lifdi vid knappan kost fengu their sem áttu heima nyrst í landinu ad fara á eftirlaun fimm árum fyrr en adrir og auk thess eina fría ferd á aevinni sudur í sólina á Krím.
Ef thjódin vaeri ekki í kreppu og gerdi svona miklar krofur á odrum svidum vaeri thad í samraemi vid heimspeki farfuglanna ad "loka sjoppunni" heima frá threttánda fram ad thorra og ad allir gerdust farfuglar thann tíma.
En thetta er audvitad Utopía hjá mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2009 | 22:50
Ekki skal nefna snöru í hengds manns húsi.
Ummæli Davíðs Oddssonar í Kastljósinu sem flugu um heiminn um að við borguðum ekki munu lengi loða við okkur Íslendinga og verða okkur erfið í samskiptum við útlendinga um langa hríð. Ummælin fólu í sér að allir hér á landi fengju sitt en útlendingar mættu éta það sem úti frysi.
Ummælin snerust um það að mismuna ætti innistæðueigendum eftir þjóðerni, Íslendingum í hag.
Ummæli forseta Íslands, þótt löguð væru svolítið í hendi í endursögn hins erlenda blaðamanns, snerust ekki um að Íslendingar ætluðu að mismuna eftir þjóðernum sér í hag, heldur að þjóðin væri undrandi á þeim kröfum erlendis að fólki þar yrði að fullu bættur skaðinn á sama tíma og Íslendingar misstu sitt að mestu eða öllu.
Forsetinn vitnaði til þeirrar skoðunar margra hér heima að mismunun eftir þjóðernum sem bitnaði á Íslendingum en ekki öðrun þjóðum gæti varla verið sanngjörn.
Uppistandið vegna þessa viðtals verður fyrst og fremst vegna þess að eftir hin fyrri ummæli um mismunun í hag Íslendingum megum við Íslendingar varla nefna þetta mál á nafn erlendis án þess að það skaði okkur.
Máltækið orðar það svo að forðast skuli að nefna snöru í hengds manns húsi. Í því felst kannski lærdómurinn sem forsetinn segir að hann og Dorrit hafi lært af viðtölum þeirra við fjölmiðla að undanförnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
10.2.2009 | 22:38
Þola ekki 80 daga stóriðjuhlé.
Stóriðjuflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur þola ekki 80 daga stóriðjuhlé. Nei, Kolbrún Halldórsdóttir skal fá að sitja framan á stóriðjuhraðlestinni og halla sér fram eins og styttan framan á húddinu á einni bílategundinni hér í den tid og þenja brjóst framan í vindinn.
Og á morgun ætla Sjálfstæðismenn að taka að sér það hlutverk Framsóknarflokksins að berja Kolbrúnu til hlýðni eins og gert var á fyrsta starfsdegi stjórnarinnar.
Staðan núna er verri en hún var fyrir kosningarnar 2007. Þá voru þrír stjórnmálaflokkar, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Frjálslyndi flokkurinn yfirlýstir stóriðju- og landsspjallaflokkar. Samfylkingin kvaðst berjast gegn alls 500 þúsund tonna álverum í Helguvík og á Bakka og Vinstri grænir voru á sama róli.
Þá snerist barátta náttúruverndarfólks um að koma í veg fyrir úrslitaáhrif þessara þriggja flokka á virkjana- og umhverfismál.
Strax eftir kosningarnar hófst hins vegar kapphlaup vinstri flokkanna tveggja að komast heim með Geir eftir kosningaballið og gefa álverin eftir.
Nú er búið að stækka þau upp í 700 þúsund tonn alls.
Ég er hvorki vinstri né hægri maður en höfuðatriði í næstu kosningum verður hið sama og í síðustu kosningum að koma í veg fyrir að Sjálfstæðis-Framsóknar- og Frjálslyndi flokkurinn fái að hafa úrslitaáhrif á stjórnarmyndun.
Ef þeir halda áfram þeirri stöðu sinni eru þeir vísir til að skítnýta sér aðstöðu sína til að stjórna umhverfisráðuneytinu eins og Framsókn gerir nú, hver sem verður þar ráðherra að nafninu til.
![]() |
Tekist verður á um Bakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)